Útilokar ekki að hafa átt óformleg samtöl vegna vanvirðandi framkomu ráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2022 08:16 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra virðist ekki útiloka það í svörum sínum við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að starfsmenn Stjórnarráðsins hafi leitað til hennar óformlega vegna vanvirðandi framkomu af hálfu annarra ráðherra. Í fyrirspurninni spurði Helga Vala meðal annars að því hvert starfsmenn ráðuneyta gætu leitað ef þeir teldu sig hafa orðið fyrir vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra, svo sem einelti, áreitni, eða annars konar ofbeldi. Í svörum forsætisráðherra var vísað til þess ferlis sem mál færu í samkvæmt fornvarna- og viðbragðsáætlun Stjórnarráðsins vegna EKKO (eineltis, kynbundins áreitis, kynferðislegrar áreitni, ofbeldis). Þá spurði Helga Vala einnig að því hvort forsætisráðherra hefði verið upplýst, formlega eða óformlega, um að ráðherrar hefðu sýnt af sér slíka háttsemi. Ef svo væri, hver viðbrögð ráðherrans hefðu verið og í hvaða farveg málin hefðu verið sett. Í svörum ráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um vanvirðandi háttsemi ráðherra. „Að því er varðar óformleg samskipti er til þess að líta að til Katrínar Jakobsdóttur er stundum leitað í krafti vináttu og persónulegra tengsla og á hún oft og tíðum trúnaðarsamtöl við fólk, m.a. um samskipti á jafn fjölmennum vinnustað og Stjórnarráð Íslands er,“ segir í svörunum. „Ráðherra hefur litið svo á að þegar leitað er til hennar sem trúnaðarvinar þá sé um persónuleg málefni að ræða sem alla jafna kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála, nema óskað sé eftir því. Sé hins vegar grunur um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi er leitast við að leiðbeina viðkomandi um réttan farveg þessara mála á grundvelli framangreindrar viðbragðsáætlunar Stjórnarráðsins um EKKO.“ Þá kemur fram í svörum ráðherra að forsætisráðuneytið greiddi 370 þúsund krónur vegna sálfræðiviðtala fyrir starfsmenn árið 2022, 650 þúsund krónur árið 2021 og 1,2 milljónir árið 2020. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Í fyrirspurninni spurði Helga Vala meðal annars að því hvert starfsmenn ráðuneyta gætu leitað ef þeir teldu sig hafa orðið fyrir vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra, svo sem einelti, áreitni, eða annars konar ofbeldi. Í svörum forsætisráðherra var vísað til þess ferlis sem mál færu í samkvæmt fornvarna- og viðbragðsáætlun Stjórnarráðsins vegna EKKO (eineltis, kynbundins áreitis, kynferðislegrar áreitni, ofbeldis). Þá spurði Helga Vala einnig að því hvort forsætisráðherra hefði verið upplýst, formlega eða óformlega, um að ráðherrar hefðu sýnt af sér slíka háttsemi. Ef svo væri, hver viðbrögð ráðherrans hefðu verið og í hvaða farveg málin hefðu verið sett. Í svörum ráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um vanvirðandi háttsemi ráðherra. „Að því er varðar óformleg samskipti er til þess að líta að til Katrínar Jakobsdóttur er stundum leitað í krafti vináttu og persónulegra tengsla og á hún oft og tíðum trúnaðarsamtöl við fólk, m.a. um samskipti á jafn fjölmennum vinnustað og Stjórnarráð Íslands er,“ segir í svörunum. „Ráðherra hefur litið svo á að þegar leitað er til hennar sem trúnaðarvinar þá sé um persónuleg málefni að ræða sem alla jafna kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála, nema óskað sé eftir því. Sé hins vegar grunur um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi er leitast við að leiðbeina viðkomandi um réttan farveg þessara mála á grundvelli framangreindrar viðbragðsáætlunar Stjórnarráðsins um EKKO.“ Þá kemur fram í svörum ráðherra að forsætisráðuneytið greiddi 370 þúsund krónur vegna sálfræðiviðtala fyrir starfsmenn árið 2022, 650 þúsund krónur árið 2021 og 1,2 milljónir árið 2020.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira