Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 93-122 | Breiðablik sýndi enga miskunn Andri Már Eggertsson skrifar 9. desember 2022 21:45 ÍR Breiðablik Subway deild karla körfubolti KKÍ vísir/vilhelm Breiðablik fór illa með Grindavík í HS-orku höllinni. Blikar buðu upp á flugeldasýningu í fyrri hálfleik þar sem Kópavogsbúar gerðu 68 stig. Blikar héldu sjó í seinni hálfleik og gott betur sem skilaði 29 stiga sigri 93-122. Breiðablik setti tóninn í fyrstu sókninni þegar uppkastið endaði beint í höndunum á Danero Thomas sem dripplaði ekki einu sinni heldur tók langt þriggja stiga skot sem fór beint ofan í og sendi skilaboð. Blikar voru svo sannarlega mættir í húsið. Sóknarleikur Grindavíkur fór afar illa af stað. Heimamenn voru að taka léleg skot og á fyrstu fimm mínútunum hafði Grindavík tekið átta þriggja stiga skot og klikkað úr þeim öllum. Aðeins eitt af fyrstu ellefu skotum Grindavíkur fór ofan í. Það var ekkert upp á sóknarleik Breiðabliks að klaga í fyrsta leikhluta sem skilaði 33 stigum og gestirnir voru ellefu stigum yfir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Eftir að hafa endað fyrsta fjórðung ágætlega fóru Grindavíkingar að spila jafn illa og í byrjun leiks. Grindavík byrjaði annan leikhluta á þremur töpuðum boltum og þremur klikkuðum skotum áður en fyrsta karfa Grindavíkur kom í öðrum leikhluta. Sóknarleikur Breiðabliks í fyrri hálfleik var frábær. Sjö leikmenn Breiðabliks gerðu yfir fimm stig í fyrri hálfleik. Gestirnir voru með 75 prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og 50 prósent nýtingu í þriggja stiga skotum. Breiðablik var að hóta sjötíu stigunum í fyrri hálfleik sem hefði verið skemmtilegt fyrir Blika þar sem þeir fengu tvisvar á sig sjötíu stig í fyrri hálfleik á síðasta tímabili. Julio Calver tapaði hins vegar boltanum í síðustu sókn Breiðabliks í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 44-68. Þrátt fyrir að vera tuttugu og fjórum stigum undir var ekki allur vindur úr Grindavík. Heimamenn byrjuðu á að gera níu stig í röð og settu Blika undir pressu. Það var mikill munur á sóknarleik Breiðabliks í þriðja leikhluta frá því í fyrri hálfleik. Eðli málsins samkvæmt ræddu Grindvíkingar í hálfleik að spila betri vörn eftir að hafa fengið á sig 68 stig í fyrri hálfleik. Fjórði leikhluti spilaðist eins og fyrri hálfleikur. Breiðablik rúllaði yfir Grindavík sem gafst upp og síðustu mínúturnar í leiknum fóru í það að gefa öllum mínútur. Breiðablik vann á endanum 29 stiga sigur 93-122. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik setti tóninn strax á fyrstu mínútu og tóku snemma yfir leikinn. Blikar refsuðu Grindvíkingum fyrir hver einustu mistök og drógu tennurnar úr þeim. Blikar gerðu 68 stig í fyrri hálfleik og gerðu út um leikinn á tuttugu mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Þetta var mikill liðssigur hjá Breiðabliki. Sölvi Ólafsson, Julio Calver, Danero Thomas, Jeremy Smith, Everage Lee Richardson og Clayton Riggs Ladine gerðu allir 14 stig eða meira. Breiðablik endaði með 166 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Grindvíkingar lyftu ekki litla fingri til að reyna að láta Blika líða illa á vellinum heldur fékk Breiðablik að spila sinn leik eins og þeir væru á einfaldri æfingu. Grindavík tók 38 þriggja stiga skot og hitti úr 10. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir Hetti á Egilsstöðum næsta fimmtudag klukkan 19:15. Næsta föstudag fer Grindavík í Ólafssal og mætir Haukum klukkan 18:15. Jóhann: Hefðum átt að gera betur á öllum sviðum körfuboltans Jóhann Þór Ólafsson var svekktur eftir leikVísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar svekktur eftir 29 stiga tap gegn Breiðabliki. „Ég gæti talað í fyrirsögnum og lastað mína menn en ég ætla ekki að fara í það. Við verðum að ýta þessu tapi frá okkur eins fljótt og hægt er það er leikur á mánudaginn og áfram gakk.“ „Við litum út eins og við hefðum aldrei séð Breiðablik spila og fyrir mig sem þjálfara leit þetta mjög illa út eins og leikurinn hefði ekki verið undirbúinn. Við vorum á hælunum og allur undirbúningur fór út um gluggann eftir tvær mínútur og við spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson svekktur eftir leik. Grindavík tók átta þriggja stiga skot á fyrstu fimm mínútunum og klikkaði úr öllum en Jóhanni fannst skotin vera opin svo það var í lagi. „Þetta voru opin skot þar sem Breiðablik spilar þannig vörn að þeir taka sénsa og systurnar ef og hefði þar sem þetta hefði verið leikur ef við hefðum hitt. Við hefðum getað gert betur á öllum sviðum körfuboltans og frammistaðan hræðileg.“ „Eins og ég sagði í byrjun við verðum að taka okkur saman í andlitinu og undirbúa okkur fyrir mikilvægan leik á mánudaginn í bikarnum gegn Val,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Breiðablik
Breiðablik fór illa með Grindavík í HS-orku höllinni. Blikar buðu upp á flugeldasýningu í fyrri hálfleik þar sem Kópavogsbúar gerðu 68 stig. Blikar héldu sjó í seinni hálfleik og gott betur sem skilaði 29 stiga sigri 93-122. Breiðablik setti tóninn í fyrstu sókninni þegar uppkastið endaði beint í höndunum á Danero Thomas sem dripplaði ekki einu sinni heldur tók langt þriggja stiga skot sem fór beint ofan í og sendi skilaboð. Blikar voru svo sannarlega mættir í húsið. Sóknarleikur Grindavíkur fór afar illa af stað. Heimamenn voru að taka léleg skot og á fyrstu fimm mínútunum hafði Grindavík tekið átta þriggja stiga skot og klikkað úr þeim öllum. Aðeins eitt af fyrstu ellefu skotum Grindavíkur fór ofan í. Það var ekkert upp á sóknarleik Breiðabliks að klaga í fyrsta leikhluta sem skilaði 33 stigum og gestirnir voru ellefu stigum yfir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Eftir að hafa endað fyrsta fjórðung ágætlega fóru Grindavíkingar að spila jafn illa og í byrjun leiks. Grindavík byrjaði annan leikhluta á þremur töpuðum boltum og þremur klikkuðum skotum áður en fyrsta karfa Grindavíkur kom í öðrum leikhluta. Sóknarleikur Breiðabliks í fyrri hálfleik var frábær. Sjö leikmenn Breiðabliks gerðu yfir fimm stig í fyrri hálfleik. Gestirnir voru með 75 prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og 50 prósent nýtingu í þriggja stiga skotum. Breiðablik var að hóta sjötíu stigunum í fyrri hálfleik sem hefði verið skemmtilegt fyrir Blika þar sem þeir fengu tvisvar á sig sjötíu stig í fyrri hálfleik á síðasta tímabili. Julio Calver tapaði hins vegar boltanum í síðustu sókn Breiðabliks í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 44-68. Þrátt fyrir að vera tuttugu og fjórum stigum undir var ekki allur vindur úr Grindavík. Heimamenn byrjuðu á að gera níu stig í röð og settu Blika undir pressu. Það var mikill munur á sóknarleik Breiðabliks í þriðja leikhluta frá því í fyrri hálfleik. Eðli málsins samkvæmt ræddu Grindvíkingar í hálfleik að spila betri vörn eftir að hafa fengið á sig 68 stig í fyrri hálfleik. Fjórði leikhluti spilaðist eins og fyrri hálfleikur. Breiðablik rúllaði yfir Grindavík sem gafst upp og síðustu mínúturnar í leiknum fóru í það að gefa öllum mínútur. Breiðablik vann á endanum 29 stiga sigur 93-122. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik setti tóninn strax á fyrstu mínútu og tóku snemma yfir leikinn. Blikar refsuðu Grindvíkingum fyrir hver einustu mistök og drógu tennurnar úr þeim. Blikar gerðu 68 stig í fyrri hálfleik og gerðu út um leikinn á tuttugu mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Þetta var mikill liðssigur hjá Breiðabliki. Sölvi Ólafsson, Julio Calver, Danero Thomas, Jeremy Smith, Everage Lee Richardson og Clayton Riggs Ladine gerðu allir 14 stig eða meira. Breiðablik endaði með 166 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Grindvíkingar lyftu ekki litla fingri til að reyna að láta Blika líða illa á vellinum heldur fékk Breiðablik að spila sinn leik eins og þeir væru á einfaldri æfingu. Grindavík tók 38 þriggja stiga skot og hitti úr 10. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir Hetti á Egilsstöðum næsta fimmtudag klukkan 19:15. Næsta föstudag fer Grindavík í Ólafssal og mætir Haukum klukkan 18:15. Jóhann: Hefðum átt að gera betur á öllum sviðum körfuboltans Jóhann Þór Ólafsson var svekktur eftir leikVísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar svekktur eftir 29 stiga tap gegn Breiðabliki. „Ég gæti talað í fyrirsögnum og lastað mína menn en ég ætla ekki að fara í það. Við verðum að ýta þessu tapi frá okkur eins fljótt og hægt er það er leikur á mánudaginn og áfram gakk.“ „Við litum út eins og við hefðum aldrei séð Breiðablik spila og fyrir mig sem þjálfara leit þetta mjög illa út eins og leikurinn hefði ekki verið undirbúinn. Við vorum á hælunum og allur undirbúningur fór út um gluggann eftir tvær mínútur og við spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson svekktur eftir leik. Grindavík tók átta þriggja stiga skot á fyrstu fimm mínútunum og klikkaði úr öllum en Jóhanni fannst skotin vera opin svo það var í lagi. „Þetta voru opin skot þar sem Breiðablik spilar þannig vörn að þeir taka sénsa og systurnar ef og hefði þar sem þetta hefði verið leikur ef við hefðum hitt. Við hefðum getað gert betur á öllum sviðum körfuboltans og frammistaðan hræðileg.“ „Eins og ég sagði í byrjun við verðum að taka okkur saman í andlitinu og undirbúa okkur fyrir mikilvægan leik á mánudaginn í bikarnum gegn Val,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti