„Ég var fokking graður og ég gat ekki stjórnað mér“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 08:01 Maðurinn játaði brot sín meðal annars í samskiptum við stúlkurnar á Snapchat. Vísir Faðir stúlku sem kærði ungan mann fyrir nauðgun segir dóttur sína upplifa að réttarkerfið hafi brugðist henni algjörlega. Maðurinn hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en vegna ungs aldurs mannsins og tafa á málsmeðferð var dómurinn skilorðsbundinn. Réttargæslumenn ýttu ítrekað á eftir lögreglu að senda málið til saksóknara. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í lok nóvember en greint var frá honum á Vísi á fimmtudag. Maðurinn, sem er í dag átján ára, var dæmdur fyrir brot gegn stúlkum sem voru þrettán til fimmtán ára þegar brotin áttu sér stað. Maðurinn, sem var sjálfur fimmtán ára þegar brotin áttu sér stað, játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Að mati dómsins var um að ræða ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum. Þótti sýnt fram á að brotin hefðu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og myndu marka líf þeirra til frambúðar. Refsingin hljóðaði upp á tveggja og hálfs árs fangelsi en þar sem málið hafði dregist í rúm tvö ár og sökum ungs aldurs var ákveðið að dómurinn yrði skilorðsbundinn til fjögurra ára. Réttarkerfið hafi brugðist Faðir einnar stúlkunnar, sem maðurinn var dæmdur fyrir að nauðga að minnsta kosti þrisvar þegar hún var þrettán ára, segir dóminn mikil vonbrigði. Hann vill ekki láta nafns síns getið til að vernda dóttur sína. Til einföldunar verður sú stúlka hér eftir nefnd Anna. „Dóttur minni finnst að réttarkerfið hafi brugðist algjörlega. Þarna er drengur sem að nauðgar þremur stelpum undir lögaldri, dóttur minni nokkrum sinnum, og hann fær skilorðsbundinn dóm,“ segir faðir Önnu í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að maðurinn hafi frá upphafi gengist við því að hafa nauðgað Önnu og annarri stúlku, sem hér eftir verður nefnd Bára. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að nauðga henni. Hafði hann girt niður um Báru, sett fingur inn í leggöng hennar og tekið hönd hennar, sett á kynfæri sín og látið hana fróa honum. „Ég var fokking graður“ Þetta játaði maðurinn meðal annars í skilaboðum til stelpnanna á Snapchat. Í skilaboðum til Önnu, þar sem hún krafðist þess að hann útskýrði mál sitt, sagði hann: „Ég var [fokking] graður og ég gat ekki stjórnað mér.“ Skjáskot af skilaboðum sem fóru á milli hins dæmda og Önnu. Þegar Anna benti honum á að maður nauðgi ekki einhverjum bara því maður sé graður svaraði hann: „Já en hún var að kúra með mér og ég var [fokking] graður,“ og bætti við síðar í samtalinu: „Mér líður [fokking] illa en stundum get ég ekki stjórnað mér þegar ég er graður.“ Maðurinn var einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft samræði við þriðju stúlkuna, sem hér eftir verður nefnd Dísa. Af skilaboðum hennar má álykta að hún hafi talið að um nauðgun væri að ræða, þó hann hafi ekki verið dæmdur fyrir það. Maðurinn gengst við því að um nauðgun hafi verið að ræða í skilaboðum við Dísu, þó aðeins hafi verið dæmt fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Myndir þú kalla þetta nauðgun,“ spyr Dísa í samtalinu og svarar maðurinn játandi. „Mig langar það ekki en ef þetta gerðist þá myndi ég segja það. En samt ekki eyðileggja líf mitt [Dísa].“ Ekkert hafi verið gert í tvö ár Foreldrar Önnu tilkynntu brotin gegn henni til lögreglu vorið 2020 og í júní 2020 tilkynnti lögráðamaður Dísu mál hennar til lögreglu og lagði fram kæru. Samkvæmt upplýsingum frá réttargæslumanni Dísu afhenti hún strax í kjölfarið farsímagögn til lögreglu, þar á meðal skjáskot af samskiptunum sem getið er hér fyrir ofan. Maðurinn gaf skýrslu þann fimmta júní 2020 þar sem hann viðurkenndi að hafa haft samræði við Dísu og að hafa vitað að hún væri yngri en fimmtán ára. Sjálf gaf Dísa skýrslu um miðjan júní og lágu niðurstöður ítarlegrar geðrannsóknar á manninum fyrir í október 2020. Tvö ár liðu áður en lögregla tók skýrslur af vitnum í gegnum síma í júní 2022. Réttargæslumaðurinn bendir á að það sé mikill munur á að biðja fólk um að rifja upp atburði svo löngu síðar eða að kalla það í skýrslutöku fljótlega eftir atburðinn. Framburður Dísu var sömuleiðis ekki borinn undir manninn fyrr en í júlí 2022 á svipuðum tíma og lögregla kallaði eftir síma hennar til afritunar. Þann 8. september 2022 var ákæra loks gefin út í málinu og málið var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness þann níunda nóvember 2022. Meðferð fyrir dómstólum tók stuttan tíma þar sem maðurinn játaði brot sín. Úr dómi Héraðsdóms Reykjaness: „Gögn málsins bera með sér að rannsókn lögreglu hafi hafist á vordögum 2020. Málin hafi síðan verið send Héraðssaksóknara til afgreiðslu 11. ágúst síðastliðinn, eða rétt rúmum tveimur árum frá því að rannsókn þeirra hófst. Þykir sá dráttur, einkum í ljósi viðkvæmrar stöðu aðila, fulllangur. Í því ljósi, sem og ungs aldurs ákærða er hann framdi brotin, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum fjórum árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr almennra hegningarlaga.“ Manninum var gert að greiða stúlkunum miskabætur. Þeirri sem við köllum Önnu þrjár milljónir, Báru tvær milljónir og Dísu eina milljón. Réttargæslumaður gagnrýnir að Dísa hafi fengið lægri bætur. Dómari rökstuddi lægri bætur fyrir Báru og Dísu með því að ekki lægju fyrir fullnægjandi gögn um afleiðingar. Í máli Dísu hafi þó legið tvö vottorð frá sálfræðing, ítarleg greinagerð frá barnavernd og skýrslu frá Barnahúsi. Ýttu ítrekað á eftir lögreglu Foreldrar stúlknanna og réttargæslumenn þeirra höfðu ítrekað samband við lögreglu á þeim tveimur árum sem liðu áður en ákæra var gefin út til að reyna að hreyfa við málinu. Óttuðust þau að maðurinn héldi áfram uppteknum hætti en þeim virtist sem hann hefði ekki sýnt neina iðrun á gjörðum sínum. Það hafi því verið högg þegar í ljós kom að dómurinn yrði allur skilorðsbundinn. Maðurinn sendi þessi skilaboð á Önnu eftir að málið var komið í farveg hjá lögreglu. „Ef þetta eru skilaboð til ungra stelpna, að þær kæri en þurfi síðan að bíða í nærri þrjú ár eftir dómi þrátt fyrir að játning liggi fyrir, að maðurinn fái skilorðsbundinn dóm þrátt fyrir að hann viðurkenni brot sín... Það var ekkert vafaatriði í þessu máli,“ segir faðir Önnu. „Það er búið að liggja fyrir frá fyrsta degi að hann játaði brot sín. Hvers vegna tók þetta svona langan tíma hjá lögreglu,“ spyr hann enn fremur. Fordæmi fyrir skilorðsbundnum dómum Þó það sé ekki algengt þá eru fordæmi fyrir því að dómar í alvarlegum kynferðisbrotamálum séu skilorðsbundnir, ýmist að hluta eða að fullu. Oftast vegna óþarflega langs málsmeðferðartím eða ungs aldurs sakbornings. Að minnsta kosti tveir slíkir dómar hafa fallið í Héraðsdómi Reykjaness á síðustu árum. Í sumar var maður dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi skólasystur sinni þegar hann var sautján ára og hún sextán. Í febrúar 2019 var annar ungur maður dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nauðgað bekkjarsystur sinni í útskriftarferð. Í báðum tilfellum var ungur aldur sakborninga og langur málsmeðferðartími ástæða þess að dómarnir voru bundnir skilorði. Mál legið óhreyfð í ár eða lengur Í skýrslu starfshóps ríkissaksóknara um málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála sem birtist í lok september síðastliðnum kom fram að mörg mál hefðu legið óhreyfð í lengri tíma. „Langur málsmeðferðartími er þungbær fyrir þá sem sakamál varðar, bæði brotaþola og sakborninga, og er það hagur þeirra að gangur máls í gegnum kerfið sé sem stystur þannig að ekki þurfi að bíða lengi eftir ákvörðunartöku og endanlegri niðurstöðu málsins,“ segir í inngangi skýrslunnar. Meðalafgreiðslutími nauðgunarmála hjá lögreglu árið 2021 var 413 dagar og lengdist sá tími um 77 prósent frá árinu 2016. Í stórum hluta lágu mál á einhverju stigi í dvala þar sem engar rannsóknaraðgerðir voru í gangi. Helsta skýringin á því að mál lágu í dvala, að sögn starfsfólks hjá lögreglu, var að það vantaði fleira fólk til að rannsaka þau. „Með mikilli fjölgun skráðra kynferðisbrota og flóknari rannsóknum, meðal annars vegna öflunar stafrænna sönnunargagna, hefur illa gengið að ná tökum á málsmeðferðartímanum. Þó leita megi ýmissa leiða til að bæta verklag við málsmeðferðina þá er að mati starfshópsins brýnt að fjölga starfsfólki hjá lögreglu og ákæruvaldi til þess að þess að málsmeðferðartíminn í málaflokknum verði viðunandi og til þess að tryggja gæði rannsóknar og saksóknar þessara mála,“ segir í skýrslunni undir tillögum til úrbóta. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Vill sjá styttri málsmeðferðartíma og fræðslu innan dómskerfisins Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur að breytingar í dómskerfinu geti orðið til þess að bæta stöðu þolenda kynferðisofbeldis sem kæra gerendur. Hún hefur starfað sem réttargæslumaður brotaþola og segir að oft sé málsmeðferðartími of langur og að fræðslu sé þörf innan og utan dómskerfisins. 8. maí 2021 19:37 Tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisrefsingar, sem frestað verður til þriggja ára, fyrir að hafa nauðgað fyrrum skólasystur sinni árið 2012 þegar hann var sautján ára og hún sextán ára. 23. júní 2022 11:55 Sönnunargögn til staðar en málin samt felld niður „Þarna voru til staðar játningar í skilaboðum og SMS-um, það voru myndbandsupptökur, Snapchat-upptökur á meðan brotið átti sér stað, það eru vitnisburðir vitna, áverkavottorð og vottorð sálfræðinga um andlegar afleiðingar. Samt eru þessi mál felld niður og fá ekki áheyrn dómstóla.“ 14. mars 2021 18:28 Nauðgaði tvisvar sömu nótt en á skilorði vegna dráttar á máli Landsréttur hefur staðfest 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem gerðist sekur um að nauðga fyrrverandi unnustu sinni í tvígang. Landsréttur mildar hins vegar refsingu að því leyti að dómurinn skuli skilorðsbundinn til tveggja ára vegna verulegs dráttar á meðferð málsins. 28. nóvember 2020 13:37 Skilorðsbundinn dómur fyrir nauðgun í útskriftarferðalagi Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa káfað á og stungið fingri inn í leggöng bekkjarsystur hans, gegn hennar vilja þar sem hún lá sofandi við hlið hans, í útskriftarferðalagi. 12. febrúar 2019 13:45 Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07 Fengu mildari dóma í nauðgunarmáli en fara nú fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir nauðgunarmál gegn tveimur mönnum, sem Landsréttur dæmdi í lok síðasta árs. Ríkissaksóknari telur refsingu mannanna, sem milduð var um ár í Landsrétti, of væga. 2. febrúar 2021 16:09 Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í lok nóvember en greint var frá honum á Vísi á fimmtudag. Maðurinn, sem er í dag átján ára, var dæmdur fyrir brot gegn stúlkum sem voru þrettán til fimmtán ára þegar brotin áttu sér stað. Maðurinn, sem var sjálfur fimmtán ára þegar brotin áttu sér stað, játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Að mati dómsins var um að ræða ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum. Þótti sýnt fram á að brotin hefðu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og myndu marka líf þeirra til frambúðar. Refsingin hljóðaði upp á tveggja og hálfs árs fangelsi en þar sem málið hafði dregist í rúm tvö ár og sökum ungs aldurs var ákveðið að dómurinn yrði skilorðsbundinn til fjögurra ára. Réttarkerfið hafi brugðist Faðir einnar stúlkunnar, sem maðurinn var dæmdur fyrir að nauðga að minnsta kosti þrisvar þegar hún var þrettán ára, segir dóminn mikil vonbrigði. Hann vill ekki láta nafns síns getið til að vernda dóttur sína. Til einföldunar verður sú stúlka hér eftir nefnd Anna. „Dóttur minni finnst að réttarkerfið hafi brugðist algjörlega. Þarna er drengur sem að nauðgar þremur stelpum undir lögaldri, dóttur minni nokkrum sinnum, og hann fær skilorðsbundinn dóm,“ segir faðir Önnu í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að maðurinn hafi frá upphafi gengist við því að hafa nauðgað Önnu og annarri stúlku, sem hér eftir verður nefnd Bára. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að nauðga henni. Hafði hann girt niður um Báru, sett fingur inn í leggöng hennar og tekið hönd hennar, sett á kynfæri sín og látið hana fróa honum. „Ég var fokking graður“ Þetta játaði maðurinn meðal annars í skilaboðum til stelpnanna á Snapchat. Í skilaboðum til Önnu, þar sem hún krafðist þess að hann útskýrði mál sitt, sagði hann: „Ég var [fokking] graður og ég gat ekki stjórnað mér.“ Skjáskot af skilaboðum sem fóru á milli hins dæmda og Önnu. Þegar Anna benti honum á að maður nauðgi ekki einhverjum bara því maður sé graður svaraði hann: „Já en hún var að kúra með mér og ég var [fokking] graður,“ og bætti við síðar í samtalinu: „Mér líður [fokking] illa en stundum get ég ekki stjórnað mér þegar ég er graður.“ Maðurinn var einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft samræði við þriðju stúlkuna, sem hér eftir verður nefnd Dísa. Af skilaboðum hennar má álykta að hún hafi talið að um nauðgun væri að ræða, þó hann hafi ekki verið dæmdur fyrir það. Maðurinn gengst við því að um nauðgun hafi verið að ræða í skilaboðum við Dísu, þó aðeins hafi verið dæmt fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Myndir þú kalla þetta nauðgun,“ spyr Dísa í samtalinu og svarar maðurinn játandi. „Mig langar það ekki en ef þetta gerðist þá myndi ég segja það. En samt ekki eyðileggja líf mitt [Dísa].“ Ekkert hafi verið gert í tvö ár Foreldrar Önnu tilkynntu brotin gegn henni til lögreglu vorið 2020 og í júní 2020 tilkynnti lögráðamaður Dísu mál hennar til lögreglu og lagði fram kæru. Samkvæmt upplýsingum frá réttargæslumanni Dísu afhenti hún strax í kjölfarið farsímagögn til lögreglu, þar á meðal skjáskot af samskiptunum sem getið er hér fyrir ofan. Maðurinn gaf skýrslu þann fimmta júní 2020 þar sem hann viðurkenndi að hafa haft samræði við Dísu og að hafa vitað að hún væri yngri en fimmtán ára. Sjálf gaf Dísa skýrslu um miðjan júní og lágu niðurstöður ítarlegrar geðrannsóknar á manninum fyrir í október 2020. Tvö ár liðu áður en lögregla tók skýrslur af vitnum í gegnum síma í júní 2022. Réttargæslumaðurinn bendir á að það sé mikill munur á að biðja fólk um að rifja upp atburði svo löngu síðar eða að kalla það í skýrslutöku fljótlega eftir atburðinn. Framburður Dísu var sömuleiðis ekki borinn undir manninn fyrr en í júlí 2022 á svipuðum tíma og lögregla kallaði eftir síma hennar til afritunar. Þann 8. september 2022 var ákæra loks gefin út í málinu og málið var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness þann níunda nóvember 2022. Meðferð fyrir dómstólum tók stuttan tíma þar sem maðurinn játaði brot sín. Úr dómi Héraðsdóms Reykjaness: „Gögn málsins bera með sér að rannsókn lögreglu hafi hafist á vordögum 2020. Málin hafi síðan verið send Héraðssaksóknara til afgreiðslu 11. ágúst síðastliðinn, eða rétt rúmum tveimur árum frá því að rannsókn þeirra hófst. Þykir sá dráttur, einkum í ljósi viðkvæmrar stöðu aðila, fulllangur. Í því ljósi, sem og ungs aldurs ákærða er hann framdi brotin, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum fjórum árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr almennra hegningarlaga.“ Manninum var gert að greiða stúlkunum miskabætur. Þeirri sem við köllum Önnu þrjár milljónir, Báru tvær milljónir og Dísu eina milljón. Réttargæslumaður gagnrýnir að Dísa hafi fengið lægri bætur. Dómari rökstuddi lægri bætur fyrir Báru og Dísu með því að ekki lægju fyrir fullnægjandi gögn um afleiðingar. Í máli Dísu hafi þó legið tvö vottorð frá sálfræðing, ítarleg greinagerð frá barnavernd og skýrslu frá Barnahúsi. Ýttu ítrekað á eftir lögreglu Foreldrar stúlknanna og réttargæslumenn þeirra höfðu ítrekað samband við lögreglu á þeim tveimur árum sem liðu áður en ákæra var gefin út til að reyna að hreyfa við málinu. Óttuðust þau að maðurinn héldi áfram uppteknum hætti en þeim virtist sem hann hefði ekki sýnt neina iðrun á gjörðum sínum. Það hafi því verið högg þegar í ljós kom að dómurinn yrði allur skilorðsbundinn. Maðurinn sendi þessi skilaboð á Önnu eftir að málið var komið í farveg hjá lögreglu. „Ef þetta eru skilaboð til ungra stelpna, að þær kæri en þurfi síðan að bíða í nærri þrjú ár eftir dómi þrátt fyrir að játning liggi fyrir, að maðurinn fái skilorðsbundinn dóm þrátt fyrir að hann viðurkenni brot sín... Það var ekkert vafaatriði í þessu máli,“ segir faðir Önnu. „Það er búið að liggja fyrir frá fyrsta degi að hann játaði brot sín. Hvers vegna tók þetta svona langan tíma hjá lögreglu,“ spyr hann enn fremur. Fordæmi fyrir skilorðsbundnum dómum Þó það sé ekki algengt þá eru fordæmi fyrir því að dómar í alvarlegum kynferðisbrotamálum séu skilorðsbundnir, ýmist að hluta eða að fullu. Oftast vegna óþarflega langs málsmeðferðartím eða ungs aldurs sakbornings. Að minnsta kosti tveir slíkir dómar hafa fallið í Héraðsdómi Reykjaness á síðustu árum. Í sumar var maður dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi skólasystur sinni þegar hann var sautján ára og hún sextán. Í febrúar 2019 var annar ungur maður dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nauðgað bekkjarsystur sinni í útskriftarferð. Í báðum tilfellum var ungur aldur sakborninga og langur málsmeðferðartími ástæða þess að dómarnir voru bundnir skilorði. Mál legið óhreyfð í ár eða lengur Í skýrslu starfshóps ríkissaksóknara um málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála sem birtist í lok september síðastliðnum kom fram að mörg mál hefðu legið óhreyfð í lengri tíma. „Langur málsmeðferðartími er þungbær fyrir þá sem sakamál varðar, bæði brotaþola og sakborninga, og er það hagur þeirra að gangur máls í gegnum kerfið sé sem stystur þannig að ekki þurfi að bíða lengi eftir ákvörðunartöku og endanlegri niðurstöðu málsins,“ segir í inngangi skýrslunnar. Meðalafgreiðslutími nauðgunarmála hjá lögreglu árið 2021 var 413 dagar og lengdist sá tími um 77 prósent frá árinu 2016. Í stórum hluta lágu mál á einhverju stigi í dvala þar sem engar rannsóknaraðgerðir voru í gangi. Helsta skýringin á því að mál lágu í dvala, að sögn starfsfólks hjá lögreglu, var að það vantaði fleira fólk til að rannsaka þau. „Með mikilli fjölgun skráðra kynferðisbrota og flóknari rannsóknum, meðal annars vegna öflunar stafrænna sönnunargagna, hefur illa gengið að ná tökum á málsmeðferðartímanum. Þó leita megi ýmissa leiða til að bæta verklag við málsmeðferðina þá er að mati starfshópsins brýnt að fjölga starfsfólki hjá lögreglu og ákæruvaldi til þess að þess að málsmeðferðartíminn í málaflokknum verði viðunandi og til þess að tryggja gæði rannsóknar og saksóknar þessara mála,“ segir í skýrslunni undir tillögum til úrbóta.
Úr dómi Héraðsdóms Reykjaness: „Gögn málsins bera með sér að rannsókn lögreglu hafi hafist á vordögum 2020. Málin hafi síðan verið send Héraðssaksóknara til afgreiðslu 11. ágúst síðastliðinn, eða rétt rúmum tveimur árum frá því að rannsókn þeirra hófst. Þykir sá dráttur, einkum í ljósi viðkvæmrar stöðu aðila, fulllangur. Í því ljósi, sem og ungs aldurs ákærða er hann framdi brotin, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum fjórum árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr almennra hegningarlaga.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Vill sjá styttri málsmeðferðartíma og fræðslu innan dómskerfisins Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur að breytingar í dómskerfinu geti orðið til þess að bæta stöðu þolenda kynferðisofbeldis sem kæra gerendur. Hún hefur starfað sem réttargæslumaður brotaþola og segir að oft sé málsmeðferðartími of langur og að fræðslu sé þörf innan og utan dómskerfisins. 8. maí 2021 19:37 Tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisrefsingar, sem frestað verður til þriggja ára, fyrir að hafa nauðgað fyrrum skólasystur sinni árið 2012 þegar hann var sautján ára og hún sextán ára. 23. júní 2022 11:55 Sönnunargögn til staðar en málin samt felld niður „Þarna voru til staðar játningar í skilaboðum og SMS-um, það voru myndbandsupptökur, Snapchat-upptökur á meðan brotið átti sér stað, það eru vitnisburðir vitna, áverkavottorð og vottorð sálfræðinga um andlegar afleiðingar. Samt eru þessi mál felld niður og fá ekki áheyrn dómstóla.“ 14. mars 2021 18:28 Nauðgaði tvisvar sömu nótt en á skilorði vegna dráttar á máli Landsréttur hefur staðfest 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem gerðist sekur um að nauðga fyrrverandi unnustu sinni í tvígang. Landsréttur mildar hins vegar refsingu að því leyti að dómurinn skuli skilorðsbundinn til tveggja ára vegna verulegs dráttar á meðferð málsins. 28. nóvember 2020 13:37 Skilorðsbundinn dómur fyrir nauðgun í útskriftarferðalagi Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa káfað á og stungið fingri inn í leggöng bekkjarsystur hans, gegn hennar vilja þar sem hún lá sofandi við hlið hans, í útskriftarferðalagi. 12. febrúar 2019 13:45 Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07 Fengu mildari dóma í nauðgunarmáli en fara nú fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir nauðgunarmál gegn tveimur mönnum, sem Landsréttur dæmdi í lok síðasta árs. Ríkissaksóknari telur refsingu mannanna, sem milduð var um ár í Landsrétti, of væga. 2. febrúar 2021 16:09 Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vill sjá styttri málsmeðferðartíma og fræðslu innan dómskerfisins Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur að breytingar í dómskerfinu geti orðið til þess að bæta stöðu þolenda kynferðisofbeldis sem kæra gerendur. Hún hefur starfað sem réttargæslumaður brotaþola og segir að oft sé málsmeðferðartími of langur og að fræðslu sé þörf innan og utan dómskerfisins. 8. maí 2021 19:37
Tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisrefsingar, sem frestað verður til þriggja ára, fyrir að hafa nauðgað fyrrum skólasystur sinni árið 2012 þegar hann var sautján ára og hún sextán ára. 23. júní 2022 11:55
Sönnunargögn til staðar en málin samt felld niður „Þarna voru til staðar játningar í skilaboðum og SMS-um, það voru myndbandsupptökur, Snapchat-upptökur á meðan brotið átti sér stað, það eru vitnisburðir vitna, áverkavottorð og vottorð sálfræðinga um andlegar afleiðingar. Samt eru þessi mál felld niður og fá ekki áheyrn dómstóla.“ 14. mars 2021 18:28
Nauðgaði tvisvar sömu nótt en á skilorði vegna dráttar á máli Landsréttur hefur staðfest 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem gerðist sekur um að nauðga fyrrverandi unnustu sinni í tvígang. Landsréttur mildar hins vegar refsingu að því leyti að dómurinn skuli skilorðsbundinn til tveggja ára vegna verulegs dráttar á meðferð málsins. 28. nóvember 2020 13:37
Skilorðsbundinn dómur fyrir nauðgun í útskriftarferðalagi Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa káfað á og stungið fingri inn í leggöng bekkjarsystur hans, gegn hennar vilja þar sem hún lá sofandi við hlið hans, í útskriftarferðalagi. 12. febrúar 2019 13:45
Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07
Fengu mildari dóma í nauðgunarmáli en fara nú fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir nauðgunarmál gegn tveimur mönnum, sem Landsréttur dæmdi í lok síðasta árs. Ríkissaksóknari telur refsingu mannanna, sem milduð var um ár í Landsrétti, of væga. 2. febrúar 2021 16:09
Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50