Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2022 12:29 Fjöldi nemenda safnaðist saman fyrir utan Menntaskólann við Hamrahlíð í kjölfar málsins til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast úrbóta í viðbrögðum við slíkum málum. Vísir/Egill Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. Frá þessu er greint á heimasíðu Menntaskólans við Hamrahlíð. Umrætt mál átti sér stað í byrjun október þegar hópur nemenda mótmælti því að þolendur kynferðisbrota þyrftu oft á tíðum að mæta gerendum sínum í skólanum. Nemendurnir töldu viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en þar kom meðal annars fram að nöfn meintra gerenda hafi verið rituð á spegla á baðherbergjum skólans. Þá voru hengdir upp miðar sem á stóð: „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“. Drengir sem töldu sig bendlaða við ofbeldi að ósekju kvörtuðu til skólans og sögðu að verið væri að leggja þá í einelti. Þá óskaði skólinn eftir því að utanaðkomandi teymi tæki málin til meðferðar. Ráðgjafahópur á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins var settur á laggirnar til að skoða málin. Í tilkynningu á vef MH segir að við ítarlega skoðun hópsins hafi í einhverjum tilvikum ekki fundist neinar skýringar eða upplýsingar um ástæðu þess að nöfn nemenda voru rituð á speglana. Í þeim tilvikum hafi einnig engar kvartanir borist um kynferðislega áreitni eða ofbeldi viðkomandi nemenda. „Sem dæmi má nefna að sú saga að í skólanum sé tiltekinn nemandi sem hafi nauðgað litlu frænku sinni, hefur ekki fengið neina stoð þrátt fyrir ítarlega könnun ráðgjafahópsins. Fór sú saga fyrst á flug þegar nemandinn stundaði nám í öðrum skóla og endurtók sig í MH,“ segir í tilkynningunni. Niðurstaða hópsins er sú að í þeim málum sem drengirnir tilkynntu um hafi þeir orðið fyrir einelti og útilokun við að nöfn þeirra voru rituð á speglana. „MH ítrekar að í kjölfar þessara mála samþykkti skólinn að verða fyrstur til að innleiða nýjar áætlanir, í samvinnu við Samband íslenskra framhaldsskólanema, sem snerta hvoru tveggja kynferðislega áreitni og ofbeldi sem og einelti. Stendur sú vinna yfir. Eru nemendur hvattir til að nýta þá ferla sem til staðar eru og tilkynna um mál ef upp koma innan skólans, þ.e. með því að leita til starfsfólks MH eða tilkynna í gegnum tilkynningahnapp á heimasíðu skólans. Skólinn ítrekar að hann stendur með öllum þolendum ofbeldis og eineltis, sama af hvaða toga slík mál kunna að vera,“ segir í lok tilkynningarinnar. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi MeToo Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. 13. október 2022 06:54 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu Menntaskólans við Hamrahlíð. Umrætt mál átti sér stað í byrjun október þegar hópur nemenda mótmælti því að þolendur kynferðisbrota þyrftu oft á tíðum að mæta gerendum sínum í skólanum. Nemendurnir töldu viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en þar kom meðal annars fram að nöfn meintra gerenda hafi verið rituð á spegla á baðherbergjum skólans. Þá voru hengdir upp miðar sem á stóð: „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“. Drengir sem töldu sig bendlaða við ofbeldi að ósekju kvörtuðu til skólans og sögðu að verið væri að leggja þá í einelti. Þá óskaði skólinn eftir því að utanaðkomandi teymi tæki málin til meðferðar. Ráðgjafahópur á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins var settur á laggirnar til að skoða málin. Í tilkynningu á vef MH segir að við ítarlega skoðun hópsins hafi í einhverjum tilvikum ekki fundist neinar skýringar eða upplýsingar um ástæðu þess að nöfn nemenda voru rituð á speglana. Í þeim tilvikum hafi einnig engar kvartanir borist um kynferðislega áreitni eða ofbeldi viðkomandi nemenda. „Sem dæmi má nefna að sú saga að í skólanum sé tiltekinn nemandi sem hafi nauðgað litlu frænku sinni, hefur ekki fengið neina stoð þrátt fyrir ítarlega könnun ráðgjafahópsins. Fór sú saga fyrst á flug þegar nemandinn stundaði nám í öðrum skóla og endurtók sig í MH,“ segir í tilkynningunni. Niðurstaða hópsins er sú að í þeim málum sem drengirnir tilkynntu um hafi þeir orðið fyrir einelti og útilokun við að nöfn þeirra voru rituð á speglana. „MH ítrekar að í kjölfar þessara mála samþykkti skólinn að verða fyrstur til að innleiða nýjar áætlanir, í samvinnu við Samband íslenskra framhaldsskólanema, sem snerta hvoru tveggja kynferðislega áreitni og ofbeldi sem og einelti. Stendur sú vinna yfir. Eru nemendur hvattir til að nýta þá ferla sem til staðar eru og tilkynna um mál ef upp koma innan skólans, þ.e. með því að leita til starfsfólks MH eða tilkynna í gegnum tilkynningahnapp á heimasíðu skólans. Skólinn ítrekar að hann stendur með öllum þolendum ofbeldis og eineltis, sama af hvaða toga slík mál kunna að vera,“ segir í lok tilkynningarinnar.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi MeToo Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. 13. október 2022 06:54 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. 13. október 2022 06:54