Hreyfiaflið í opinberum innkaupum Harpa Júlíusdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir skrifa 12. desember 2022 07:00 Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Hið opinbera og það fjármagn sem fer í opinberar framkvæmdir og innkaup getur stutt markvisst við hringrásarkeðjuna sem atvinnulífið vinnur að því að móta. Þannig leysa opinber útboð úr læðingi kraft sem kallar fram sjálfbærnilausnir og býr til nýja og spennandi möguleika á samstarfi innan markaða. Að hafa skýran ásetning, með sjálfbærni að leiðarljósi, í opinberum fjárfestingum og innkaupum styður meðal annars markvisst við markmið stjórnvalda og atvinnulífsins um að draga úr losun og vinna að markmiðum Parísarsáttmálans. Spennandi svið með fjölmörg tækifæri Samtökin SAPIENS, Sustainability and Procurement in International, European and National Systems, samanstanda af tíu háskólum, ásamt félögum og stofnunum, sem koma að opinberum innkaupum. Þar á meðal eru Ríkiskaup. Samtökin standa að víðtækum rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis sem snýr að sjálfbærum opinberum innkaupum. Þar má til að mynda mæla með rafrænu námskeiði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar má nálgast nokkur aðgengileg myndbönd þar sem farið er yfir það ferli sem felst í sjálfbærum opinberum innkaupum og þeim lagalegum atriðum sem þarf að huga að. Í fótspor fyrirmynda Hollendingar hafa sett sér þá stefnu að öll opinber útboð styðji við sjálfbærnivegferð landsins og þar er hugað að þremur þáttum: umhverfi, samfélagi og nýsköpun. Þetta kalla þau “procurement with impact” eða opinber innkaup sem hafa áhrif, sjá nánar hér. Innviðaráðuneyti Hollands (e. Ministry of Infrastructure) hefur síðustu ár sett allar sínar framkvæmdir undir sjálfbærni- og hringrásarlinsuna. Áhersla er lögð á að allar vörur sem keyptar eru og framkvæmdir sem stofnanir sem heyra undir ráðuneytið ráðast í, séu hugsaðar út frá lífsferlisgreiningu. Markmiðið er að mannvirkjum sé hægt að viðhalda og þróa áfram í takt við framtíðar notkun, og efnið sem notað er fari aftur inn í hringrásina að notkunartíma loknum. Þá hefur það verið stefna Finna um nokkurt skeið að þegar þörf skapast fyrir húsnæði undir opinbera starfsemi er ávallt litið fyrst til þess að nýta húsnæði sem þegar hefur verið byggt. Þar er starfandi miðlæg ráðgjafastofa sem er í opinberri eigu og hefur það hlutverk að styðja við sjálfbærni í opinberum útboðum þegar kemur að orku og efni, til að mynda við byggingar, framkvæmdir og tækjakaup. Hvatinn er skýr Sveitarfélög í Svíþjóð og Noregi hafa í auknum mæli byggt upp rafræna gagnabanka um eignir sínar, stórar og smáar, og þannig aukið líkur á því að eignir nýtist sem best, þvert á starfsstöðvar. Þá hafa Svíar lagt mikla vinnu í þjónustusíðu, sem sett er sérstaklega upp fyrir markviss sjálfbær opinber útboð. Þar geta opinberir aðilar nálgast upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig má setja fram skilyrði sem snúa að sjálfbærni þegar útboð eru sett fram. Á síðunni má skoða ólíka flokka útboða og hverju þarf að huga að í hverjum flokki fyrir sig. Þarna hefur sannast hversu mikilvægt það er að mótuð sé heildstæð hringrásar stefna um innkaup. Hvatinn til að nýta það sem til er, kaupa notað og leita uppi nýsköpun sem getur boðið fram hringrásarlausnir er skýr. Hið opinbera getur með þessu bæði sparað fjármagn og unnið markvisst að minni sóun og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og gefur að skilja eru þarna hindranir sem hefur þurft að yfirstíga og má þar einna helst nefna gæðaeftilit og að hægt sé að rekja lífsferil þegar keypt er notað efni. Slík nálgun kallar á samvinnu opinberra vottunaraðila og einkageirans. Úr einni ferju í sjötíu og fjórar á sjö árum Árið 2015 réðust norsk yfirvöld í átak til að fjölga farþegaferjum sem ganga fyrir rafmagni í stað jarðeldsneytis, en á þeim tíma var eingöngu ein ferja sem gekk fyrir rafmagni. Hið opinbera þrýsti þar á lausnir og þróun með áherslum í gegnum innkaup og útboð, sem aftur kallaði á samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Árið 2022 var fjöldi ferja sem ganga fyrir rafmagni komin í 74. Leysum kraftinn úr læðingi Það samfélag sem myndar Festu - miðstöð um sjálfbærni, samanstendur af okkar stærstu og minnstu fyrirtækjum, frumkvöðlum og sprotum, í fjölbreyttum geirum, sem vinna alla daga að lausnum og verkferlum sem stuðla að sjálfbærni og hringrás. Jarðvegurinn er til staðar og með skýrum línum og markvissri stefnu sem hið opinbera, ríki og sveitarfélög, setja fram verður hægt að leysa úr læðingi gríðarlega spennandi kraft og mikilvægt markaðsforskot sem íslenskt atvinnulíf og samfélag getur verið stolt af. Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Hið opinbera og það fjármagn sem fer í opinberar framkvæmdir og innkaup getur stutt markvisst við hringrásarkeðjuna sem atvinnulífið vinnur að því að móta. Þannig leysa opinber útboð úr læðingi kraft sem kallar fram sjálfbærnilausnir og býr til nýja og spennandi möguleika á samstarfi innan markaða. Að hafa skýran ásetning, með sjálfbærni að leiðarljósi, í opinberum fjárfestingum og innkaupum styður meðal annars markvisst við markmið stjórnvalda og atvinnulífsins um að draga úr losun og vinna að markmiðum Parísarsáttmálans. Spennandi svið með fjölmörg tækifæri Samtökin SAPIENS, Sustainability and Procurement in International, European and National Systems, samanstanda af tíu háskólum, ásamt félögum og stofnunum, sem koma að opinberum innkaupum. Þar á meðal eru Ríkiskaup. Samtökin standa að víðtækum rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis sem snýr að sjálfbærum opinberum innkaupum. Þar má til að mynda mæla með rafrænu námskeiði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar má nálgast nokkur aðgengileg myndbönd þar sem farið er yfir það ferli sem felst í sjálfbærum opinberum innkaupum og þeim lagalegum atriðum sem þarf að huga að. Í fótspor fyrirmynda Hollendingar hafa sett sér þá stefnu að öll opinber útboð styðji við sjálfbærnivegferð landsins og þar er hugað að þremur þáttum: umhverfi, samfélagi og nýsköpun. Þetta kalla þau “procurement with impact” eða opinber innkaup sem hafa áhrif, sjá nánar hér. Innviðaráðuneyti Hollands (e. Ministry of Infrastructure) hefur síðustu ár sett allar sínar framkvæmdir undir sjálfbærni- og hringrásarlinsuna. Áhersla er lögð á að allar vörur sem keyptar eru og framkvæmdir sem stofnanir sem heyra undir ráðuneytið ráðast í, séu hugsaðar út frá lífsferlisgreiningu. Markmiðið er að mannvirkjum sé hægt að viðhalda og þróa áfram í takt við framtíðar notkun, og efnið sem notað er fari aftur inn í hringrásina að notkunartíma loknum. Þá hefur það verið stefna Finna um nokkurt skeið að þegar þörf skapast fyrir húsnæði undir opinbera starfsemi er ávallt litið fyrst til þess að nýta húsnæði sem þegar hefur verið byggt. Þar er starfandi miðlæg ráðgjafastofa sem er í opinberri eigu og hefur það hlutverk að styðja við sjálfbærni í opinberum útboðum þegar kemur að orku og efni, til að mynda við byggingar, framkvæmdir og tækjakaup. Hvatinn er skýr Sveitarfélög í Svíþjóð og Noregi hafa í auknum mæli byggt upp rafræna gagnabanka um eignir sínar, stórar og smáar, og þannig aukið líkur á því að eignir nýtist sem best, þvert á starfsstöðvar. Þá hafa Svíar lagt mikla vinnu í þjónustusíðu, sem sett er sérstaklega upp fyrir markviss sjálfbær opinber útboð. Þar geta opinberir aðilar nálgast upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig má setja fram skilyrði sem snúa að sjálfbærni þegar útboð eru sett fram. Á síðunni má skoða ólíka flokka útboða og hverju þarf að huga að í hverjum flokki fyrir sig. Þarna hefur sannast hversu mikilvægt það er að mótuð sé heildstæð hringrásar stefna um innkaup. Hvatinn til að nýta það sem til er, kaupa notað og leita uppi nýsköpun sem getur boðið fram hringrásarlausnir er skýr. Hið opinbera getur með þessu bæði sparað fjármagn og unnið markvisst að minni sóun og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og gefur að skilja eru þarna hindranir sem hefur þurft að yfirstíga og má þar einna helst nefna gæðaeftilit og að hægt sé að rekja lífsferil þegar keypt er notað efni. Slík nálgun kallar á samvinnu opinberra vottunaraðila og einkageirans. Úr einni ferju í sjötíu og fjórar á sjö árum Árið 2015 réðust norsk yfirvöld í átak til að fjölga farþegaferjum sem ganga fyrir rafmagni í stað jarðeldsneytis, en á þeim tíma var eingöngu ein ferja sem gekk fyrir rafmagni. Hið opinbera þrýsti þar á lausnir og þróun með áherslum í gegnum innkaup og útboð, sem aftur kallaði á samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Árið 2022 var fjöldi ferja sem ganga fyrir rafmagni komin í 74. Leysum kraftinn úr læðingi Það samfélag sem myndar Festu - miðstöð um sjálfbærni, samanstendur af okkar stærstu og minnstu fyrirtækjum, frumkvöðlum og sprotum, í fjölbreyttum geirum, sem vinna alla daga að lausnum og verkferlum sem stuðla að sjálfbærni og hringrás. Jarðvegurinn er til staðar og með skýrum línum og markvissri stefnu sem hið opinbera, ríki og sveitarfélög, setja fram verður hægt að leysa úr læðingi gríðarlega spennandi kraft og mikilvægt markaðsforskot sem íslenskt atvinnulíf og samfélag getur verið stolt af. Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun