„Maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2022 21:23 Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði og Halldóri Benjamín fyrr í kvöld. Jafnvel þótt samningar tækjust í kvöld á milli samflots VR og iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins, þyrfti helgina til að klára þá. Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins fyrr í kvöld þegar fréttastofa Stöðvar 2 tók þá tali. Atkvæðagreiðsla um SGS-samninginn hófst í dag og stendur til 19. desember. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 hefur fylgst með málinu í allan dag. „Okkar markmið er það að klára kjarasamninga, við höfum setið hér í húsi í allan dag og erum hér enn. Þetta tekur hins vegar ótrúlega langan tíma og er eitthvað sem við þurfum að vinna með, klára þetta. Vonandi tekst þetta,“ sagði Kristján Þórður aðspurður um hvort samningar myndu takast um helgina. Þá sagði Halldór Benjamín að línan væri skýr varðandi stefnumörkun kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins. „Þeir kjarasamningar sem við gerum við stóra hópa eru stefnumarkandi en það breytir því ekki að við erum að vinna með mismunandi hópa og reynum að finna fullnægjandi lausnir.“ Kristján Þórður tók undir það. „Þetta eru mismunandi hópar og mismunandi lausnir sem þarf fyrir hópana og það er auðvitað það sem við erum að glíma við í dag og þessa dagana, að finna lausnina sem hentar þessum hópum.“ Og fer kannski að berast vöffluilmur um húsnæði ríkissáttasemjara nú um helgina? „Ég var að skoða veðurspána áðan, það á að vera heiðríkja næstu daga og ég hugsa að það viðri vel til kjarasamningsgerðar,“ svaraði Halldór Benjamín og Kristján Þórður tók í sama streng. „Það er vonandi, við erum í húsi til að semja og maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina.“ Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. 9. desember 2022 16:18 Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um SGS-samninginn hófst í dag og stendur til 19. desember. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 hefur fylgst með málinu í allan dag. „Okkar markmið er það að klára kjarasamninga, við höfum setið hér í húsi í allan dag og erum hér enn. Þetta tekur hins vegar ótrúlega langan tíma og er eitthvað sem við þurfum að vinna með, klára þetta. Vonandi tekst þetta,“ sagði Kristján Þórður aðspurður um hvort samningar myndu takast um helgina. Þá sagði Halldór Benjamín að línan væri skýr varðandi stefnumörkun kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins. „Þeir kjarasamningar sem við gerum við stóra hópa eru stefnumarkandi en það breytir því ekki að við erum að vinna með mismunandi hópa og reynum að finna fullnægjandi lausnir.“ Kristján Þórður tók undir það. „Þetta eru mismunandi hópar og mismunandi lausnir sem þarf fyrir hópana og það er auðvitað það sem við erum að glíma við í dag og þessa dagana, að finna lausnina sem hentar þessum hópum.“ Og fer kannski að berast vöffluilmur um húsnæði ríkissáttasemjara nú um helgina? „Ég var að skoða veðurspána áðan, það á að vera heiðríkja næstu daga og ég hugsa að það viðri vel til kjarasamningsgerðar,“ svaraði Halldór Benjamín og Kristján Þórður tók í sama streng. „Það er vonandi, við erum í húsi til að semja og maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina.“
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. 9. desember 2022 16:18 Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. 9. desember 2022 16:18
Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56