Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 09:37 Hin gríska Eva Kaili er ein fjórtán varaforseta Evrópuþingsins. Getty/Vladimir Rys Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. Belgíska lögreglan gerði í gær húsleit á sextán heimilum og hneppti fjóra einstaklinga í gæsluvarðhald. Talið er að einstaklingarnir hafi tekið þátt í þrýstihópsstarfsemi fyrir Katar í aðdragandanum að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer þar í landi um þessar mundir. Í grein Politico um málið segir að Katarar hafi greitt meðlimum Evrópuþingsins og öðru áhrifafólki innan Evrópusambandsins mútur og gefið þeim gjafir ef þau myndi takmarka gagnrýni sína á Katar og ekki taka þátt í efnahagslegum aðgerðum gegn ríkinu. Við húsleitirnar lagði lögreglan hald á tæplega níutíu milljónir króna, farsíma og annan tölvubúnað. Lögreglan telur að um nokkurt skeið hafi katörsk yfirvöld haft áhrif á ýmis mál innan Evrópusambandsins í gegnum fólkið. Kaili er sú valdamesta af þeim sem gerð húsleit var hjá en hún situr á þinginu fyrir vinstri flokkinn Sósíalistar og demókratar. Þá hefur hún verið meðlimur gríska flokksins Pasok. Henni hefur verið vikið úr báðum flokkum. Meðal þess sem Kaili sagði á þinginu var að Katarar væru „framúrskarandi í réttindum verkamanna“ eftir að hafa hitt vinnumálaráðherra landsins. Hvorki Kaili né yfirvöld í Katar hafa viljað svara fjölmiðlum um málið hingað til. Evrópusambandið Grikkland HM 2022 í Katar Belgía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Belgíska lögreglan gerði í gær húsleit á sextán heimilum og hneppti fjóra einstaklinga í gæsluvarðhald. Talið er að einstaklingarnir hafi tekið þátt í þrýstihópsstarfsemi fyrir Katar í aðdragandanum að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer þar í landi um þessar mundir. Í grein Politico um málið segir að Katarar hafi greitt meðlimum Evrópuþingsins og öðru áhrifafólki innan Evrópusambandsins mútur og gefið þeim gjafir ef þau myndi takmarka gagnrýni sína á Katar og ekki taka þátt í efnahagslegum aðgerðum gegn ríkinu. Við húsleitirnar lagði lögreglan hald á tæplega níutíu milljónir króna, farsíma og annan tölvubúnað. Lögreglan telur að um nokkurt skeið hafi katörsk yfirvöld haft áhrif á ýmis mál innan Evrópusambandsins í gegnum fólkið. Kaili er sú valdamesta af þeim sem gerð húsleit var hjá en hún situr á þinginu fyrir vinstri flokkinn Sósíalistar og demókratar. Þá hefur hún verið meðlimur gríska flokksins Pasok. Henni hefur verið vikið úr báðum flokkum. Meðal þess sem Kaili sagði á þinginu var að Katarar væru „framúrskarandi í réttindum verkamanna“ eftir að hafa hitt vinnumálaráðherra landsins. Hvorki Kaili né yfirvöld í Katar hafa viljað svara fjölmiðlum um málið hingað til.
Evrópusambandið Grikkland HM 2022 í Katar Belgía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira