Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 08:06 Frá mótmælum gegn aftökum á írönskum mótmælendum sem voru haldin í Róm um helgina. Vísir/EPA Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. Majidreza Rahnavard, 23 ára, var hengdur á almannafæri í Mashahd, næstfjölmennustu borg Írans, í morgun. Hann var sakfelldur fyrir að heyja „stríð gegn guði“ með því að stinga tvo varaliðsmenn íranska byltingarvarðarins til bana og særa fjóra aðra 17. nóvember, að sögn AP-fréttastofunnar. Í íranska ríkissjónvarpinu voru sýndar myndir úr réttarsal þar sem Rahnavard sagðist hafa lagt fæð á öryggissveitirnar eftir að hann sá myndbönd af því hvernig þær drápu og börðu mótmælendur á samfélagsmiðlum. Aftakan á Rahnavard átti sér stað aðeins fjórum dögum eftir að klerkastjórnin lét hengja Mohsen Shekari, annan ungan mótmælanda. Shekari var sakfelldur fyrir að særa öryggisvörð með hnífi og að loka götu í Teheran í mótmælaaðgerðum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að írönsk stjórnvöld sækist nú eftir dauðarefsingu yfir 21 manni sem hefur verið handtekinn í tengslum við mótmælin sem blossuðu upp í september. Sýndarréttarhöldum yfir þeim sé ætlað að slá ótta í brjóst þeirra sem taka þátt í mótmælaaðgerðum. Kveikjan að mótmælunum var dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögrelunnar í Teheran. Yfirvöld segja að hún hafi látist af völdum veikinda en fjölskylda hennar fullyrðir að hún hafi verið barin til dauða. Íran Mótmælaalda í Íran Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Majidreza Rahnavard, 23 ára, var hengdur á almannafæri í Mashahd, næstfjölmennustu borg Írans, í morgun. Hann var sakfelldur fyrir að heyja „stríð gegn guði“ með því að stinga tvo varaliðsmenn íranska byltingarvarðarins til bana og særa fjóra aðra 17. nóvember, að sögn AP-fréttastofunnar. Í íranska ríkissjónvarpinu voru sýndar myndir úr réttarsal þar sem Rahnavard sagðist hafa lagt fæð á öryggissveitirnar eftir að hann sá myndbönd af því hvernig þær drápu og börðu mótmælendur á samfélagsmiðlum. Aftakan á Rahnavard átti sér stað aðeins fjórum dögum eftir að klerkastjórnin lét hengja Mohsen Shekari, annan ungan mótmælanda. Shekari var sakfelldur fyrir að særa öryggisvörð með hnífi og að loka götu í Teheran í mótmælaaðgerðum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að írönsk stjórnvöld sækist nú eftir dauðarefsingu yfir 21 manni sem hefur verið handtekinn í tengslum við mótmælin sem blossuðu upp í september. Sýndarréttarhöldum yfir þeim sé ætlað að slá ótta í brjóst þeirra sem taka þátt í mótmælaaðgerðum. Kveikjan að mótmælunum var dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögrelunnar í Teheran. Yfirvöld segja að hún hafi látist af völdum veikinda en fjölskylda hennar fullyrðir að hún hafi verið barin til dauða.
Íran Mótmælaalda í Íran Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39