Tók meðvitaða ákvörðun um að gefa dómurum vinnufrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2022 11:31 Bjarni Fritzson vill einbeita sér að þjálfun síns liðs en ekki að því að reyna að hafa áhrif á dómara. VÍSIR/BÁRA Handboltaþjálfarinn Bjarni Fritzson segir að sýn hans á störf dómara í handbolta hafi algjörlega breyst eftir að hann starfaði sem sérfræðingur í sjónvarpi. Bjarni tók við þjálfun ÍR í Olís deild karla fyrir þetta tímabil en hafði þar áður verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni í tvö tímabil. Sýn hans á dómara breyttist gríðarlega við það að fara hinum megin við borðið. Í seinni bylgjunni var hann að greina leikinn fyrir sjónvarp og sá því leikinn allt öðrum augum. „Þegar ég var í Seinni bylgjunni í fyrra þá var það mjög gott fyrir mig að stíga út úr þjálfuninni. Þegar maður er ofan í þessu þá týnir maður sér inn í þessu einhvern veginn,,“ sagði Bjarni Fritzson við Stefán Árna Pálsson. „Þegar ég steig aðeins út úr þessu þá fór ég að horfa á leikinn sem áhorfandi. Þá fannst mér svolítið fyndið þetta mikla dómaratuð sem var í gangi. Það sem mér fannst eiginlega merkilegast var að dómararnir höfðu yfirleitt alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Bjarni. „Það er mikið að vera tuða yfir alls konar hlutum og ég fór að hugsa þetta svolítið. Við erum með tvö lið og við erum með einhvern viðburð sem er leikurinn. Við ráðum tvo menn til að hafa stjórn á leiknum. Við erum síðan öskrandi á þá allan leikinn,“ sagði Bjarni. „Mér finnst ekki vera hægt að bjóða dómurum upp á það. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að gefa þeim vinnufrið en auðvitað tala ég alveg stundum við þá. Ég reyni að gera það prúðmannlega og vera vingjarnlegur,“ sagði Bjarni. Bjarni hefur enn ekki fengið gult spjald á tímabilinu. „Sumir sækja sér gult spjald til þess að láta finna fyrir sér. Ég var samt ekkert búinn að pæla neitt í því og það getur vel verið að það komin einhvern tímann,“ sagði Bjarni og hann segist fyrir vikið vera betri þjálfari. „Ég er með miklu betri fókus á leikinn. Það er einn leikur sem ég var með hærra spennustig heldur en í hinum og mér finnst það vera lélegasti leikur minn sem þjálfari. Mér fannst ég ekki ná að sjá leikinn nægilega vel,“ sagði Bjarni. Það er nóg að gera hjá Bjarna þessa dagana því hann stendur í bókaútgáfu. Hvernig fer það saman að vera rithöfundur og handboltaþjálfari. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Með bókunum ertu svolítið einn í þínu horni að týna þér inn í einhverjum heimum sem þú ert að búa til. Svo færðu útrás fyrir adrenalínið, spennuna og stemmninguna í handboltanum. Mér hefur alltaf fundist það passa mjög vel saman,“ sagði Bjarni. Bjarni gefur út bækurnar um Orra ótöðvandi og Sölku. Þetta er önnur bókin um Sölku og heitir hún: Salka 2: Tímaflakkið. Þetta er síðan fimmta og síðasta bókin um Orra og heitir hún: Orri óstöðvandi: Draumur Möggu Messi. Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira
Bjarni tók við þjálfun ÍR í Olís deild karla fyrir þetta tímabil en hafði þar áður verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni í tvö tímabil. Sýn hans á dómara breyttist gríðarlega við það að fara hinum megin við borðið. Í seinni bylgjunni var hann að greina leikinn fyrir sjónvarp og sá því leikinn allt öðrum augum. „Þegar ég var í Seinni bylgjunni í fyrra þá var það mjög gott fyrir mig að stíga út úr þjálfuninni. Þegar maður er ofan í þessu þá týnir maður sér inn í þessu einhvern veginn,,“ sagði Bjarni Fritzson við Stefán Árna Pálsson. „Þegar ég steig aðeins út úr þessu þá fór ég að horfa á leikinn sem áhorfandi. Þá fannst mér svolítið fyndið þetta mikla dómaratuð sem var í gangi. Það sem mér fannst eiginlega merkilegast var að dómararnir höfðu yfirleitt alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Bjarni. „Það er mikið að vera tuða yfir alls konar hlutum og ég fór að hugsa þetta svolítið. Við erum með tvö lið og við erum með einhvern viðburð sem er leikurinn. Við ráðum tvo menn til að hafa stjórn á leiknum. Við erum síðan öskrandi á þá allan leikinn,“ sagði Bjarni. „Mér finnst ekki vera hægt að bjóða dómurum upp á það. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að gefa þeim vinnufrið en auðvitað tala ég alveg stundum við þá. Ég reyni að gera það prúðmannlega og vera vingjarnlegur,“ sagði Bjarni. Bjarni hefur enn ekki fengið gult spjald á tímabilinu. „Sumir sækja sér gult spjald til þess að láta finna fyrir sér. Ég var samt ekkert búinn að pæla neitt í því og það getur vel verið að það komin einhvern tímann,“ sagði Bjarni og hann segist fyrir vikið vera betri þjálfari. „Ég er með miklu betri fókus á leikinn. Það er einn leikur sem ég var með hærra spennustig heldur en í hinum og mér finnst það vera lélegasti leikur minn sem þjálfari. Mér fannst ég ekki ná að sjá leikinn nægilega vel,“ sagði Bjarni. Það er nóg að gera hjá Bjarna þessa dagana því hann stendur í bókaútgáfu. Hvernig fer það saman að vera rithöfundur og handboltaþjálfari. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Með bókunum ertu svolítið einn í þínu horni að týna þér inn í einhverjum heimum sem þú ert að búa til. Svo færðu útrás fyrir adrenalínið, spennuna og stemmninguna í handboltanum. Mér hefur alltaf fundist það passa mjög vel saman,“ sagði Bjarni. Bjarni gefur út bækurnar um Orra ótöðvandi og Sölku. Þetta er önnur bókin um Sölku og heitir hún: Salka 2: Tímaflakkið. Þetta er síðan fimmta og síðasta bókin um Orra og heitir hún: Orri óstöðvandi: Draumur Möggu Messi.
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira