Rúnar blæs á sögusagnirnar: „Það hefur enginn haft samband“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2022 17:33 Rúnar Kárason segist ekki kannast við það að vera að fara í lið á höfuðborgarsvæðinu að tímabili loknu. Vísir/Vilhelm Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV í Olís-deild karla, segist ekki kannast við það að lið á höfuðborgarsvæðinu hafi haft samband við hann undanfarna daga. Í seinasta þætti af hlaðvarpi Handkastsins sagðist Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, hafa heimildir fyrir því að Rúnar myndi að öllum líkindum yfirgefa ÍBV eftir tímabilið og næsti áfangastaður hans gæti verið Seltjarnarnesið. Arnar sagðist einnig hafa fengið orð af því að Valsmenn vildu fá Rúnar í sínar raðir þar sem liðið býst við því að missa Arnór Snær Óskarsson út í atvinnumennsku að tímabilinu loknu, en að Íslandsmeistararnir hafi ekki enn haft samband við stórskyttuna. Samkvæmt heimildarmönnum Arnars höfðu tvö lið haft samband við Rúnar, Grótta og annað ónefnt lið sem Arnar giskaði á að væri Stjarnan. Rúnar birti þó færslu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann blæs á þessar sögusagnir. Rúnar fer ekki mörgum orðum um ummælin og segir einfaldlega: „Það hefur enginn haft samband.“ Það hefur enginn haft samband— Rúnar Kárason (@runarkarason) December 13, 2022 Í stuttu spjalli við blaðamann Vísis í dag staðfesti Rúnar að þarna væri hann vissulega að vísa í ummæli Arnars í Handkastinu. Aðspurður að því hvort hann væri á förum frá ÍBV sagðist hann ekki ætla tjá sig neitt um það á þessum tímapunkti. Hann ítrekaði þó að hann hafi ekki átt neitt samtal við annað lið en ÍBV, enda sé hann samningsbundinn Eyjaliðinu og önnur lið megi því einfaldlega ekki ræða við hann. „Nei það hafa engin lið haft samband við mig,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Enda mega þau ekkert hafa samband núna. Það er ekki fyrr en eftir áramót sem það væri hægt.“ Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Í seinasta þætti af hlaðvarpi Handkastsins sagðist Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, hafa heimildir fyrir því að Rúnar myndi að öllum líkindum yfirgefa ÍBV eftir tímabilið og næsti áfangastaður hans gæti verið Seltjarnarnesið. Arnar sagðist einnig hafa fengið orð af því að Valsmenn vildu fá Rúnar í sínar raðir þar sem liðið býst við því að missa Arnór Snær Óskarsson út í atvinnumennsku að tímabilinu loknu, en að Íslandsmeistararnir hafi ekki enn haft samband við stórskyttuna. Samkvæmt heimildarmönnum Arnars höfðu tvö lið haft samband við Rúnar, Grótta og annað ónefnt lið sem Arnar giskaði á að væri Stjarnan. Rúnar birti þó færslu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann blæs á þessar sögusagnir. Rúnar fer ekki mörgum orðum um ummælin og segir einfaldlega: „Það hefur enginn haft samband.“ Það hefur enginn haft samband— Rúnar Kárason (@runarkarason) December 13, 2022 Í stuttu spjalli við blaðamann Vísis í dag staðfesti Rúnar að þarna væri hann vissulega að vísa í ummæli Arnars í Handkastinu. Aðspurður að því hvort hann væri á förum frá ÍBV sagðist hann ekki ætla tjá sig neitt um það á þessum tímapunkti. Hann ítrekaði þó að hann hafi ekki átt neitt samtal við annað lið en ÍBV, enda sé hann samningsbundinn Eyjaliðinu og önnur lið megi því einfaldlega ekki ræða við hann. „Nei það hafa engin lið haft samband við mig,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Enda mega þau ekkert hafa samband núna. Það er ekki fyrr en eftir áramót sem það væri hægt.“
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira