„Þú átt meiri pening en þú heldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. desember 2022 10:30 Hrefna gefur út bókina Viltu finna milljón. Hrefna Björk Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins ROK sem er nýbúin að gefa út bókina, Viltu finna milljón. Í bókinni má finna hundruð ráða til að spara og fara betur með peninga og segir Hrefna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að um sé að ræða ráð sem séu í raun mjög einföld. Í þættinum fór hún yfir fjölda ráða en þrátt fyrir að bókin nýtist mögulega mest þeim sem eru nýbyrjaðir að búa, sé hún svo sannarlega fyrir alla, þ.e.a.s. alla sem vilja spara. „Það hefur alltaf verið lögð svo mikil áhersla á fjárfestingarhlutann, á vexti og í rauninni hvernig þú átt að ávaxta peninginn þinn. Í staðinn fyrir að horfa svolítið á hvað við erum að gera dags daglega sem getur hjálpað okkur að ná fjárhagslegum árangri,“ segir Hrefna og bætir við að það sé staðreynd að hjónum þyki erfitt að ræða peningamál á heimilinu. „Það er í raun staðreynd að þetta er önnur mesta ástæða hjónaskilnaða. Það er mikil spenna í kringum þetta málefni. Annar vill kannski eyða, kaupa sér flottan bíl eða sjónvarp eða eitthvað annað á meðan annar vill eiga varasjóð og líður rosalega vel svoleiðis. En þetta er aldrei rætt, þetta er alltaf einhver spenna.“ Fjármálauppeldi mikilvægt En þetta snýst ekki aðeins um peningamál fullorðinna, þetta snýst einnig um börnin og virðing þeirra fyrir peningum. Hrefna segir að þessi mál ættu að vera betur kennd í skólum landsins. „Í bókinni er einnig farið aðeins inn á fjármálauppeldi en fyrsta skrefið er að vera meðvituð um þetta og það sem við gerum í peningamálum endurspeglast svolítið í börnunum okkar. Segja börnunum okkar að hlutir kosta peninga og að mamma þurfi að vinna ákveðið mikið til að geta keypt hlutinn. Útskýra hvað peningar eru og hvað þeir þýða. Sérstaklega í dag því krakkar sjá oft ekki pening, þetta er allt í símanum, í úrinu eða í kortum. Það getur verið sniðugt að leyfa þeim að fá pening, fara út í búð og lesa á verðmiðana og velja sér sjálf vöruna,“ segir Hrefna. Sindri Sindrason tók viðtalið við Hrefnu og spyr hann út í eina setningu sem er í bókinni sem hljómar svona: „Þú átt meiri pening en þú heldur.“ „Við erum að gefa fyrirtækjum út í bæ allt of mikinn hluta af laununum okkar í einhvern kostnað sem við höfum kannski enga þörf fyrir. Það er ekkert endilega að fólk sé eitthvað vitlaust eða kunni ekki á þetta. Það hefur kannski bara ekkert hugsað út í þetta og hefur ekki áhuga á fjármálum. Í Bandaríkjunum hefur til að mynda verið gerð rannsókn en þar kom fram að hver einasti Bandaríkjamaður er talinn eyða um 170 þúsund krónur á ári í algjöra sóun. Þarna er verið að taka saman alla, frá 0-100 ára. Þannig að það eru gríðarlega miklir peningar í kerfinu sem í rauninni eru að fara til spillis. Ef ég tek t.d. mjög einfalt dæmi að skrá í beingreiðslu á kreditkort svo við séum ekki að borga seðilgjöld,“ segir Hrefna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Bókmenntir Fjármál heimilisins Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Í bókinni má finna hundruð ráða til að spara og fara betur með peninga og segir Hrefna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að um sé að ræða ráð sem séu í raun mjög einföld. Í þættinum fór hún yfir fjölda ráða en þrátt fyrir að bókin nýtist mögulega mest þeim sem eru nýbyrjaðir að búa, sé hún svo sannarlega fyrir alla, þ.e.a.s. alla sem vilja spara. „Það hefur alltaf verið lögð svo mikil áhersla á fjárfestingarhlutann, á vexti og í rauninni hvernig þú átt að ávaxta peninginn þinn. Í staðinn fyrir að horfa svolítið á hvað við erum að gera dags daglega sem getur hjálpað okkur að ná fjárhagslegum árangri,“ segir Hrefna og bætir við að það sé staðreynd að hjónum þyki erfitt að ræða peningamál á heimilinu. „Það er í raun staðreynd að þetta er önnur mesta ástæða hjónaskilnaða. Það er mikil spenna í kringum þetta málefni. Annar vill kannski eyða, kaupa sér flottan bíl eða sjónvarp eða eitthvað annað á meðan annar vill eiga varasjóð og líður rosalega vel svoleiðis. En þetta er aldrei rætt, þetta er alltaf einhver spenna.“ Fjármálauppeldi mikilvægt En þetta snýst ekki aðeins um peningamál fullorðinna, þetta snýst einnig um börnin og virðing þeirra fyrir peningum. Hrefna segir að þessi mál ættu að vera betur kennd í skólum landsins. „Í bókinni er einnig farið aðeins inn á fjármálauppeldi en fyrsta skrefið er að vera meðvituð um þetta og það sem við gerum í peningamálum endurspeglast svolítið í börnunum okkar. Segja börnunum okkar að hlutir kosta peninga og að mamma þurfi að vinna ákveðið mikið til að geta keypt hlutinn. Útskýra hvað peningar eru og hvað þeir þýða. Sérstaklega í dag því krakkar sjá oft ekki pening, þetta er allt í símanum, í úrinu eða í kortum. Það getur verið sniðugt að leyfa þeim að fá pening, fara út í búð og lesa á verðmiðana og velja sér sjálf vöruna,“ segir Hrefna. Sindri Sindrason tók viðtalið við Hrefnu og spyr hann út í eina setningu sem er í bókinni sem hljómar svona: „Þú átt meiri pening en þú heldur.“ „Við erum að gefa fyrirtækjum út í bæ allt of mikinn hluta af laununum okkar í einhvern kostnað sem við höfum kannski enga þörf fyrir. Það er ekkert endilega að fólk sé eitthvað vitlaust eða kunni ekki á þetta. Það hefur kannski bara ekkert hugsað út í þetta og hefur ekki áhuga á fjármálum. Í Bandaríkjunum hefur til að mynda verið gerð rannsókn en þar kom fram að hver einasti Bandaríkjamaður er talinn eyða um 170 þúsund krónur á ári í algjöra sóun. Þarna er verið að taka saman alla, frá 0-100 ára. Þannig að það eru gríðarlega miklir peningar í kerfinu sem í rauninni eru að fara til spillis. Ef ég tek t.d. mjög einfalt dæmi að skrá í beingreiðslu á kreditkort svo við séum ekki að borga seðilgjöld,“ segir Hrefna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Bókmenntir Fjármál heimilisins Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira