Búbblur og böl Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 14. desember 2022 10:01 Á undanförnum árum hafa viðburðir þar sem áfengi er haft um hönd færst í aukana og áfengir drykkir nú töluvert oftar í boði og einnig við fleiri tækifæri en áður tíðkaðist. Nýleg dæmi um slíka viðburði eru konukvöld í ýmsum verslunum þar sem boðið er upp á vín yfir gylliboðum, tilboðum og skemmtunum. Nýjasta æðið í þessari menningu eru búbblurnar, en nú er afar vinsælt að tala um freyðivín sem búbblur og virðast þær orðnar nokkuð ómissandi á mörgum viðburðum. Það mætti klárlega segja að áfengisnotkun sé sett á ákveðinn stall í íslensku samfélagi og þá fer oft mun minna fyrir umræðunni um skaðsemi áfengis. Þessi áhersla á drykkju áfengra veiga stingur verulega í stúf við aukningu á alvarlegum afleiðingum áfengisneyslu á einstaklinga með tilheyrandi hörmungum fyrir samfélagið allt. Samkvæmt fréttabréfi Landlæknis um heilbrigðisupplýsingar frá árinu 2020 stundaði tæplega fjórðungur Íslendinga svokallaða áhættudrykkju. Að sama skapi hefur heildardrykkja aukist verulega eftir 1989 og í raun tvöfaldast. Rannsóknir sýna einnig að skaðleg áhrif áfengis eru tengd yfir 200 sjúkdómum og slysum/áverkum. Neikvæðar birtingarmyndir ofneyslu áfengis og annarra vímuefna í samfélaginu eru því miður æði fjölbreyttar. Þannig má rekja 48% allra banaslysa og 28% allra umferðarslysa í umferðinni til ölvunar. 51% sem komu á bráðamóttöku LSH um helgar voru undir áhrifum hugbreytandi efna og 13,5 % af öllum dauðsföllum fólks á aldrinum 20-39 ára má rekja til áfengisneyslu. Dæmin um skaðsemi neyslu áfengis í samfélaginu eru enn fleiri því miður.Fyrir utan neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar veldur ofnotkun áfengis einnig miklu félagslegu og efnahagslegu tjóni í samfélaginu.Ótal rannsóknir staðfesta tengsl áfengisneyslu við marga alvarlega sjúkdóma en til að mynda hefur neysla áfengis verið tengd beint við áhættu á mörgum mismunandi tegundum krabbameina. Þá er einnig vitað að skorpulifur hefur aukist á Íslandi að meðaltali um 10% árlega á undanförnum áratugum. Það er vissulega sorglegt að með aukinni þekkingu á skaðsemi áfengis skuli áfengisneysla vaxa eins og faraldur með samsvarandi aukningu sjúkdóma sem orsakast af drykkju. Staðreyndin er sú að áfengi drepur um 3 milljónir manna á heimsvísu á hverju ári og er ein helsta ógnin við heilsu almennings um allan heim. Það liggur því beint við að spyrja hvort það geti verið að við sem samfélag séum hugsanlega að taka einhverjar rangar ákvarðanir í sambandi við stefnu í áfengismálum? Það er auðvitað afskaplega jákvætt hvað viðtölum við ungt fólk hefur fjölgað sem hefur ákveðið að lifa áfengislausum lífsstíl og sannarlega mikilvæg skref í að breyta “norminu” um að áfengi sé ómissandi, en betur má ef duga skal. Að fagna og lyfta glasi í góðra vina hópi er afskaplega gefandi og gaman svo lengi sem það skaðar ekki okkur sjálf eða aðra í kringum okkur. Málið er þó flóknara en svo og þarna koma genavísindin til sögunnar því bakkus fer ekki í manngreinaalit. Það er sorgleg staðreynd að stór hluti þjóðarinnar er með heilasjúkdóm sem heitir alkóhólismi og veldur því að fólk ræður ekki við að drekka áfengi. Annar stór hluti þjóðarinnar veit ekki sjálft eða ber ekki sjálft kennsl á að það er haldið þessum sjúkdómi. Þekkingin er til staðar en afneitunin er sterkari enda er það eitt einkenni sjúkdómsins. Þegar öllu er á botninn hvolft myndi það sennilega ekki skaða að staldra aðeins við og spyrja “Þarf alltaf að vera áfengi?” Höfundur er kennari og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa viðburðir þar sem áfengi er haft um hönd færst í aukana og áfengir drykkir nú töluvert oftar í boði og einnig við fleiri tækifæri en áður tíðkaðist. Nýleg dæmi um slíka viðburði eru konukvöld í ýmsum verslunum þar sem boðið er upp á vín yfir gylliboðum, tilboðum og skemmtunum. Nýjasta æðið í þessari menningu eru búbblurnar, en nú er afar vinsælt að tala um freyðivín sem búbblur og virðast þær orðnar nokkuð ómissandi á mörgum viðburðum. Það mætti klárlega segja að áfengisnotkun sé sett á ákveðinn stall í íslensku samfélagi og þá fer oft mun minna fyrir umræðunni um skaðsemi áfengis. Þessi áhersla á drykkju áfengra veiga stingur verulega í stúf við aukningu á alvarlegum afleiðingum áfengisneyslu á einstaklinga með tilheyrandi hörmungum fyrir samfélagið allt. Samkvæmt fréttabréfi Landlæknis um heilbrigðisupplýsingar frá árinu 2020 stundaði tæplega fjórðungur Íslendinga svokallaða áhættudrykkju. Að sama skapi hefur heildardrykkja aukist verulega eftir 1989 og í raun tvöfaldast. Rannsóknir sýna einnig að skaðleg áhrif áfengis eru tengd yfir 200 sjúkdómum og slysum/áverkum. Neikvæðar birtingarmyndir ofneyslu áfengis og annarra vímuefna í samfélaginu eru því miður æði fjölbreyttar. Þannig má rekja 48% allra banaslysa og 28% allra umferðarslysa í umferðinni til ölvunar. 51% sem komu á bráðamóttöku LSH um helgar voru undir áhrifum hugbreytandi efna og 13,5 % af öllum dauðsföllum fólks á aldrinum 20-39 ára má rekja til áfengisneyslu. Dæmin um skaðsemi neyslu áfengis í samfélaginu eru enn fleiri því miður.Fyrir utan neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar veldur ofnotkun áfengis einnig miklu félagslegu og efnahagslegu tjóni í samfélaginu.Ótal rannsóknir staðfesta tengsl áfengisneyslu við marga alvarlega sjúkdóma en til að mynda hefur neysla áfengis verið tengd beint við áhættu á mörgum mismunandi tegundum krabbameina. Þá er einnig vitað að skorpulifur hefur aukist á Íslandi að meðaltali um 10% árlega á undanförnum áratugum. Það er vissulega sorglegt að með aukinni þekkingu á skaðsemi áfengis skuli áfengisneysla vaxa eins og faraldur með samsvarandi aukningu sjúkdóma sem orsakast af drykkju. Staðreyndin er sú að áfengi drepur um 3 milljónir manna á heimsvísu á hverju ári og er ein helsta ógnin við heilsu almennings um allan heim. Það liggur því beint við að spyrja hvort það geti verið að við sem samfélag séum hugsanlega að taka einhverjar rangar ákvarðanir í sambandi við stefnu í áfengismálum? Það er auðvitað afskaplega jákvætt hvað viðtölum við ungt fólk hefur fjölgað sem hefur ákveðið að lifa áfengislausum lífsstíl og sannarlega mikilvæg skref í að breyta “norminu” um að áfengi sé ómissandi, en betur má ef duga skal. Að fagna og lyfta glasi í góðra vina hópi er afskaplega gefandi og gaman svo lengi sem það skaðar ekki okkur sjálf eða aðra í kringum okkur. Málið er þó flóknara en svo og þarna koma genavísindin til sögunnar því bakkus fer ekki í manngreinaalit. Það er sorgleg staðreynd að stór hluti þjóðarinnar er með heilasjúkdóm sem heitir alkóhólismi og veldur því að fólk ræður ekki við að drekka áfengi. Annar stór hluti þjóðarinnar veit ekki sjálft eða ber ekki sjálft kennsl á að það er haldið þessum sjúkdómi. Þekkingin er til staðar en afneitunin er sterkari enda er það eitt einkenni sjúkdómsins. Þegar öllu er á botninn hvolft myndi það sennilega ekki skaða að staldra aðeins við og spyrja “Þarf alltaf að vera áfengi?” Höfundur er kennari og lýðheilsufræðingur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun