„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. desember 2022 15:01 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður Blaðamannafélagsins segir erfitt að réttlæta slíka styrki sem veittir séu með jafn duttlungafullum hætti og kallar eftir gegnsærra ferli. Formaður fjárlaganefndar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar telji að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Þess vegna séu þeim ætlaðar 100 milljónir króna. Aðspurð gat Bjarkey nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla þessi skilyrði, það er, að vera á landsbyggðinni og framleiða sjónvarpsefni. Það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélag Íslands. Hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag harðlega. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki. Að fjárlaganefnd þingsins handvelji einn fjölmiðil til að veita 100 milljóna styrk,“ segir Sigríður Dögg. „Og það verður líka að benda á að þetta er fjórðungur af upphæðinni sem allir aðrir einkareknir miðlar á Íslandi fá.“ Sigríður segir að þó hún fagni því að verið sé að auka styrki til einkarekinna miðla hefði verið mun eðlilegra að hækka slíka styrki með þeim fyrirfram ákveðna hætti eins og tíðkast hefur. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 „Það er kerfi sem hefur verið samþykkt, það er gagnsætt, það eru reglur um það. Í staðinn fyrir að styrkja með jafn duttlungafullum hætti og þarna er gert.“ Blaðamannafélagið hefur sett málið á dagskrá stjórnarfunds í næstu viku. Sigríður segir að þó hún hafi ekkert á móti því að N4 hljóti slíkan styrk verði það sama að ganga yfir alla miðla. „Mér finnst mjög erfitt að réttlæta það að þessi miðill fái þennan margfalt hærri styrk en aðrir miðlar, og mér þætti áhugavert að sjá rökstuðning nefndarinnar fyrir því.“ Fjölmiðlar Alþingi Akureyri Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins segir erfitt að réttlæta slíka styrki sem veittir séu með jafn duttlungafullum hætti og kallar eftir gegnsærra ferli. Formaður fjárlaganefndar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar telji að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Þess vegna séu þeim ætlaðar 100 milljónir króna. Aðspurð gat Bjarkey nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla þessi skilyrði, það er, að vera á landsbyggðinni og framleiða sjónvarpsefni. Það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélag Íslands. Hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag harðlega. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki. Að fjárlaganefnd þingsins handvelji einn fjölmiðil til að veita 100 milljóna styrk,“ segir Sigríður Dögg. „Og það verður líka að benda á að þetta er fjórðungur af upphæðinni sem allir aðrir einkareknir miðlar á Íslandi fá.“ Sigríður segir að þó hún fagni því að verið sé að auka styrki til einkarekinna miðla hefði verið mun eðlilegra að hækka slíka styrki með þeim fyrirfram ákveðna hætti eins og tíðkast hefur. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 „Það er kerfi sem hefur verið samþykkt, það er gagnsætt, það eru reglur um það. Í staðinn fyrir að styrkja með jafn duttlungafullum hætti og þarna er gert.“ Blaðamannafélagið hefur sett málið á dagskrá stjórnarfunds í næstu viku. Sigríður segir að þó hún hafi ekkert á móti því að N4 hljóti slíkan styrk verði það sama að ganga yfir alla miðla. „Mér finnst mjög erfitt að réttlæta það að þessi miðill fái þennan margfalt hærri styrk en aðrir miðlar, og mér þætti áhugavert að sjá rökstuðning nefndarinnar fyrir því.“
Fjölmiðlar Alþingi Akureyri Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira