Brjóst í ríkissjónvarpinu fara fyrir brjóstið á Norðmönnum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2022 08:35 Norsku stjörnurnar þurftu að reyna að fá fjölskylduna til að hlæja. Eitt af jóladagatölum norska ríkissjónvarpsins, NRK, er afar umdeilt eftir innslag í þættinum á mánudaginn í þessari viku. Þar fór áhrifavaldur úr að ofan og bauð gestum mjólk í kaffið sitt. Jóladagatalið ber nafnið 24-stjerners julekalender, eða jóladagatal 24 stjarna. Í því keppast 24 frægir norskir einstaklingar um titilinn „Hin eina sanna jólastjarna“. Um er að ræða raunveruleikaþætti en líkt og venjan er með jóladagatöl þá birtist einn þáttur dag hvern í desember fram að jólum. Það er tólfti þáttur dagatalsins sem hefur vakið hvað mesta athygli fólks. Þar áttu stjörnurnar að reyna að fá fimm manna fjölskyldu og stjórnanda þáttanna, Markus Neby, til að hlæja sem mest. Til þess fékk fólkið tvær mínútur. Uppátæki áhrifavaldsins Øyunn Krogh til að fá fjölskylduna til að hlæja er afar umdeilt meðal norsku þjóðarinnar samkvæmt umfjöllun Dagbladet. Hún fór úr að ofan, greip utan um brjóst sín og spurði fjölskylduna hvort það mætti ekki bjóða þeim brjóstamjólk í kaffið sitt. Fjölskyldan tók vel í þetta og sigraði Øyunn keppnina. „Ógeðsleg hegðun,“ og „Ég skil ekki að NRK vilji sýna þetta,“ eru meðal ummæla um þáttinn sem Dagbladet fjallar um. Verkefnastjóri hjá NRK, Mirja Minares, gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og bendir á að fyrr í dagatalinu hafi tveir aðrir keppendur farið úr að ofan, þeir Tete Lidblom og Emil Gukild. „Ég er meðvituð um að margir telji að brjóst séu eitthvað sem fólk ætti ekki að sjá í sjónvarpi. En þar sem fjölskyldan hafði gaman af þessu þá sáum við ekkert að því að birta efnið,“ hefur Dagbladet eftir Minares. Noregur Bíó og sjónvarp Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Jóladagatalið ber nafnið 24-stjerners julekalender, eða jóladagatal 24 stjarna. Í því keppast 24 frægir norskir einstaklingar um titilinn „Hin eina sanna jólastjarna“. Um er að ræða raunveruleikaþætti en líkt og venjan er með jóladagatöl þá birtist einn þáttur dag hvern í desember fram að jólum. Það er tólfti þáttur dagatalsins sem hefur vakið hvað mesta athygli fólks. Þar áttu stjörnurnar að reyna að fá fimm manna fjölskyldu og stjórnanda þáttanna, Markus Neby, til að hlæja sem mest. Til þess fékk fólkið tvær mínútur. Uppátæki áhrifavaldsins Øyunn Krogh til að fá fjölskylduna til að hlæja er afar umdeilt meðal norsku þjóðarinnar samkvæmt umfjöllun Dagbladet. Hún fór úr að ofan, greip utan um brjóst sín og spurði fjölskylduna hvort það mætti ekki bjóða þeim brjóstamjólk í kaffið sitt. Fjölskyldan tók vel í þetta og sigraði Øyunn keppnina. „Ógeðsleg hegðun,“ og „Ég skil ekki að NRK vilji sýna þetta,“ eru meðal ummæla um þáttinn sem Dagbladet fjallar um. Verkefnastjóri hjá NRK, Mirja Minares, gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og bendir á að fyrr í dagatalinu hafi tveir aðrir keppendur farið úr að ofan, þeir Tete Lidblom og Emil Gukild. „Ég er meðvituð um að margir telji að brjóst séu eitthvað sem fólk ætti ekki að sjá í sjónvarpi. En þar sem fjölskyldan hafði gaman af þessu þá sáum við ekkert að því að birta efnið,“ hefur Dagbladet eftir Minares.
Noregur Bíó og sjónvarp Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira