Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2022 20:31 Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. Það verður áfram ískalt á landinu alla næstu viku ef marka má veðurspár. Reykjavíkurborg ákvað í dag að hafa neyðarskýli sín, sem alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna, opin allan sólarhringinn á morgun vegna kulda. Staðan verði svo metin. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Við förum vel yfir hvar við getum opnað að auki og og rýmkað til. Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært,“ segir Heiða. Heiða bendir á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík,“ segir Heiða. Geti valið um að nokkrir deyi vegna kuldans Ragnar Erling Hermannsson sem hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið vonar að borgin hafi opið allan sólarhringinn meðan kuldakastið varir. „Ég ætla nú bara að fá að sjá hvort það verði meira en bara morgundagurinn. Það er líka hægt að velta fyrir sér hvort þetta er bara eitthvað sýningarhjal hjá borginni. Í raun og veru þá hafa þau bara val um það að svona tveir til þrír bara deyi á morgun eða hafa opið meðan kuldinn er svona mikill,“ segir Ragnar. Smáfuglar líka í vanda Það eru fleiri sem eiga erfitt í tíðinni sem nú varir en það getur reynst smáfuglum afar erfitt að finna æti og rennandi vatn. „Það er erfitt að finna fæðu í þessu frosti. Það eru örfáir klukkustundir á dag sem er bjart þannig að það er skemmri tími til að leita sér að fæðu og lengri tími til að halda á sér hita sem er öll nóttin,“ segir Hólmfríður Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar. Hólmfríður segir gríðarlega mikilvægt að fólk gefi fuglunum meðan tíðin er svona og passi að þeir fái vatn. „Það þarf helst að gefa þeim tvisvar á dag, þegar birtir og svo aftur þegar rökkvar,“ segir hún. Kuldatíðin gæti líka haft áhrif á sundlaugarnar. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR segir að mögulega gæti þurft að loka þremur laugum. „Það eru þrjár laugar Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og Dalslaug sem að hugsanlega þurfa að loka vegna kuldans. Ég var að fá skilaboð núna um að það þarf ekki að loka á morgun en svo tökum við stöðuna á hverjum degi og það er mikil kuldaspá framundan þannig að það er ekki hægt að segja af eða á,“ segir hann. Veður Reykjavík Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Það verður áfram ískalt á landinu alla næstu viku ef marka má veðurspár. Reykjavíkurborg ákvað í dag að hafa neyðarskýli sín, sem alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna, opin allan sólarhringinn á morgun vegna kulda. Staðan verði svo metin. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Við förum vel yfir hvar við getum opnað að auki og og rýmkað til. Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært,“ segir Heiða. Heiða bendir á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík,“ segir Heiða. Geti valið um að nokkrir deyi vegna kuldans Ragnar Erling Hermannsson sem hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið vonar að borgin hafi opið allan sólarhringinn meðan kuldakastið varir. „Ég ætla nú bara að fá að sjá hvort það verði meira en bara morgundagurinn. Það er líka hægt að velta fyrir sér hvort þetta er bara eitthvað sýningarhjal hjá borginni. Í raun og veru þá hafa þau bara val um það að svona tveir til þrír bara deyi á morgun eða hafa opið meðan kuldinn er svona mikill,“ segir Ragnar. Smáfuglar líka í vanda Það eru fleiri sem eiga erfitt í tíðinni sem nú varir en það getur reynst smáfuglum afar erfitt að finna æti og rennandi vatn. „Það er erfitt að finna fæðu í þessu frosti. Það eru örfáir klukkustundir á dag sem er bjart þannig að það er skemmri tími til að leita sér að fæðu og lengri tími til að halda á sér hita sem er öll nóttin,“ segir Hólmfríður Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar. Hólmfríður segir gríðarlega mikilvægt að fólk gefi fuglunum meðan tíðin er svona og passi að þeir fái vatn. „Það þarf helst að gefa þeim tvisvar á dag, þegar birtir og svo aftur þegar rökkvar,“ segir hún. Kuldatíðin gæti líka haft áhrif á sundlaugarnar. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR segir að mögulega gæti þurft að loka þremur laugum. „Það eru þrjár laugar Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og Dalslaug sem að hugsanlega þurfa að loka vegna kuldans. Ég var að fá skilaboð núna um að það þarf ekki að loka á morgun en svo tökum við stöðuna á hverjum degi og það er mikil kuldaspá framundan þannig að það er ekki hægt að segja af eða á,“ segir hann.
Veður Reykjavík Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira