Harðorður í garð Infantino: Sjálfshagsmunaseggur sem vill engu breyta Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2022 11:30 Phillipp Lahm er mótsstjóri EM 2024 í Þýskalandi. Hann hrífst ekki af forseta FIFA. Boris Streubel/Getty Images for DFB Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Phillipp Lahm, sem er jafnframt mótsstjóri EM 2024, sem fram fer í Þýskalandi, er lítt hrifinn af Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Infantino hefur sætt töluverðri gagnrýni í kringum heimsmeistaramót karla sem stendur yfir í Katar. Spillingarsaga sambandsins náði hámæli í kringum gestgjafavalið árið 2010 þar sem Katar var veittur gestgjafaréttur mótsins í ár. Flestir meðlimir framkvæmdastjórnar FIFA á þeim tíma, sem kusu um gestgjafa á HM 2018 og 2022, hafa ýmist verið sakaðir, sakfelldir eða dæmdir í bann frá fótbolta vegna spillingar. Infantino steig þá inn og tók við sem forseti sambandsins árið 2016. Hann tók við á þeim forsendum og með loforðum um víðtækar breytingar í átt til betri stjórnarhátta og var ætlað að uppræta spillingu. Verk sem mörgum þykir hafa gengið hægt. „Það lítur ekki út sem Infantino vilji breyta neinu. Hann nýtir sér leikinn til sjálfshagsmuna. Það er vandamál FIFA, stofnunar sem á aðsetur í Evrópu en ekki í fótboltaheiminum. Því er aðeins hægt að breyta með því að treysta loksins á sanngjarnt og gagnsætt útboðsferli í framtíðinni,“ segir Lahm við þýska fjölmiðla. Lahm segir að „Evrópubúar og ríki verði að standa saman og koma í veg fyrir að hneyksli líkt og það sem átti sér stað árið 2010 komi upp á ný“. „Gæta verður heilinda og Evrópa þarf að halda uppi vörnum,“ segir Lahm. FIFA HM 2022 í Katar EM 2024 í Þýskalandi Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Infantino hefur sætt töluverðri gagnrýni í kringum heimsmeistaramót karla sem stendur yfir í Katar. Spillingarsaga sambandsins náði hámæli í kringum gestgjafavalið árið 2010 þar sem Katar var veittur gestgjafaréttur mótsins í ár. Flestir meðlimir framkvæmdastjórnar FIFA á þeim tíma, sem kusu um gestgjafa á HM 2018 og 2022, hafa ýmist verið sakaðir, sakfelldir eða dæmdir í bann frá fótbolta vegna spillingar. Infantino steig þá inn og tók við sem forseti sambandsins árið 2016. Hann tók við á þeim forsendum og með loforðum um víðtækar breytingar í átt til betri stjórnarhátta og var ætlað að uppræta spillingu. Verk sem mörgum þykir hafa gengið hægt. „Það lítur ekki út sem Infantino vilji breyta neinu. Hann nýtir sér leikinn til sjálfshagsmuna. Það er vandamál FIFA, stofnunar sem á aðsetur í Evrópu en ekki í fótboltaheiminum. Því er aðeins hægt að breyta með því að treysta loksins á sanngjarnt og gagnsætt útboðsferli í framtíðinni,“ segir Lahm við þýska fjölmiðla. Lahm segir að „Evrópubúar og ríki verði að standa saman og koma í veg fyrir að hneyksli líkt og það sem átti sér stað árið 2010 komi upp á ný“. „Gæta verður heilinda og Evrópa þarf að halda uppi vörnum,“ segir Lahm.
FIFA HM 2022 í Katar EM 2024 í Þýskalandi Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira