Sænskir simpansar skotnir til bana af lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 14:37 Frá dýragarðinum í Furuvík í Svíþjóð. Sannkallað upplausnarástand hefur ríkt þar eftir að hópur simpansa slapp úr búri sínu. Lögreglan hefur skotið nokkra þeirra til bana og það hefur ekki lagst vel í dýravini í Svíþjóð og víðar. (Myndin er samsett.) vísir Upplausnarástand hefur ríkt í Furuvík í Svíþjóð að undanförnu og hefur lögreglan gripið til þess örþrifaráðs að skjóta og drepa fjóra simpansapa sem sluppu úr búrum sínum í dýragarðinum þar. Dýravinir eru afar ósáttir við hvernig staðið hefur verið að málum. Fimmti apinn var skotinn og særður en þrír simpansar ganga enn lausir nú þegar þetta er skrifað. Einn apanna, Santino, er svo þekktur að um hann er með sérstaka síðu á Wikipedia. Ekki er vitað hvort Santino sé meðal þeirra sem eru nú dauðir. Samkvæmt slúðurritinu Svenskdam er Santino í sérstöku dálæti hjá Victoríu krónprinsessu, en bæði hún og Madelaeine prinsessa, eru sagðar eiga málverk eftir apann. Santino er ekki eini þekkti apinn sem hefur verið búsettur í dýragarðinum í Furuvík. Linda er annar api en frásagnir af því að hún hafi mátt horfa upp á fjölskyldu sína drepna í Liberiu, áður en henni var komið í dýragarðinn, hafa vakið mikla athygli. Lögreglan heldur því fram að ekki hafi verið um annað að ræða en skjóta simpansapana því þeir hefðu ekki yfir deyfilyfjum og byssum til að nota til að taka apana úr leik. En þeir yfirtóku byggingu í dýragarðinum í Furuvik þannig að þar hefur enginn getað farið inn. Sænskir fjölmiðlar, sem og reyndar heimspressan, fjalla vitaskuld um málið en meðal þeirra sem rætt hefur verið við er Ing-Marie Petsson, sem starfaði við dýragarðinn í heil 37 ár og annaðist þar meðal annars apana. Hún er afar ósátt með það hvernig úr hefur spilast, svo vægt sé til orða tekið. Á Twitter-síðu Antons nokkurs Larssons, er grannt fylgst með gangi mála og keppast Twitternotendur við að setja inn upplýsingar um apana á þráð Larssons um málið. Insane things are happening at Furuvik Zoo. 4 chimpanzees gunned down after a break-out, a 5th shot but only wounded, 3 more on the loose. Drones are used to survey the besieged zoo, after +24 hours the bodies still litter the ground. Zoo says they were "out of tranquilizers".— Anton Larsson (@antonyaolarsson) December 15, 2022 Dýr Dýraheilbrigði Svíþjóð Dýragarðar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Fimmti apinn var skotinn og særður en þrír simpansar ganga enn lausir nú þegar þetta er skrifað. Einn apanna, Santino, er svo þekktur að um hann er með sérstaka síðu á Wikipedia. Ekki er vitað hvort Santino sé meðal þeirra sem eru nú dauðir. Samkvæmt slúðurritinu Svenskdam er Santino í sérstöku dálæti hjá Victoríu krónprinsessu, en bæði hún og Madelaeine prinsessa, eru sagðar eiga málverk eftir apann. Santino er ekki eini þekkti apinn sem hefur verið búsettur í dýragarðinum í Furuvík. Linda er annar api en frásagnir af því að hún hafi mátt horfa upp á fjölskyldu sína drepna í Liberiu, áður en henni var komið í dýragarðinn, hafa vakið mikla athygli. Lögreglan heldur því fram að ekki hafi verið um annað að ræða en skjóta simpansapana því þeir hefðu ekki yfir deyfilyfjum og byssum til að nota til að taka apana úr leik. En þeir yfirtóku byggingu í dýragarðinum í Furuvik þannig að þar hefur enginn getað farið inn. Sænskir fjölmiðlar, sem og reyndar heimspressan, fjalla vitaskuld um málið en meðal þeirra sem rætt hefur verið við er Ing-Marie Petsson, sem starfaði við dýragarðinn í heil 37 ár og annaðist þar meðal annars apana. Hún er afar ósátt með það hvernig úr hefur spilast, svo vægt sé til orða tekið. Á Twitter-síðu Antons nokkurs Larssons, er grannt fylgst með gangi mála og keppast Twitternotendur við að setja inn upplýsingar um apana á þráð Larssons um málið. Insane things are happening at Furuvik Zoo. 4 chimpanzees gunned down after a break-out, a 5th shot but only wounded, 3 more on the loose. Drones are used to survey the besieged zoo, after +24 hours the bodies still litter the ground. Zoo says they were "out of tranquilizers".— Anton Larsson (@antonyaolarsson) December 15, 2022
Dýr Dýraheilbrigði Svíþjóð Dýragarðar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira