HM félagsliða verður eins og HM landsliða árið 2025 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2022 08:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, heldur áfram að taka umdeildar ákvarðanir. Victor Boyko/Getty Images Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusamabndsins - FIFA - hefur tilkynnt að sambandið hygðist hefja leik á glænýrri heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2025. Keppnin verður uppsett líkt og heimsmeistaramót landsliða í núverandi mynd. Alls myndu 32 lið keppa í átta riðlum áður en útsláttarkeppni tekur við. Þá myndu bestu lið hverrar álfu fyrir sig fá keppnisrétt á mótinu. „Við samþykktum fyrir nokkrum árum að hafa nýja heimsmeistarakeppni karla með 24 liðum. Hefði hún átt að fara fram 2021. Þessum atburði var frestað vegna Covid-19. Nýja HM karlaliða mun þess vegna fara fram 2025 og þar munu 32 lið taka þátt, bestu félagslið í heimi,“ sagði Infantino á blaðamannafundi. „Það þarf að ræða og samþykkja hvar keppnin fer fram en þessi 32 liða keppni mun fara fram þannig að þetta verður eins og þessi heimsmeistarakeppni [í Katar] með 32 liðum,“ bætti forsetinn við. Hugmyndir sem þessar hafa verið gagnrýndar þar sem keppnin eykur álag fótboltamanna á efsta stigi, það er þegar býsna mikið. Lið spila í deildarkeppnum, bikarkeppnum og álfukeppnum. Þá eru stórmót landsliða annað hvert ár sem og töluvert magn landsleikja ár hvert.“ Jaime Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur á Sky Sports, er á meðal gagnrýnenda. Hann segir að leikmenn þurfi á hvíld að halda en í dag sé komið fram við þá líkt og nautgripi. Like the ridiculous idea of @FIFAWorldCup every two years, this is another one from Infantino. Players need rest at some point, they are getting treated like cattle. FIFA hate the CL & want something similar themselves. European clubs should boycott it. https://t.co/YHdbAx8rna— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2022 Hann segir einnig að FIFA sé meinilla við að Meistaradeild Evrópu, stærsta félagsliðakeppni heims, sé á vegum UEFA og að sambandið vilji herða tökin með því að stofna sína eigin keppni. Carragher kallar jafnframt eftir því að evrópsk lið sniðgangi keppnna. Fótbolti FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
Keppnin verður uppsett líkt og heimsmeistaramót landsliða í núverandi mynd. Alls myndu 32 lið keppa í átta riðlum áður en útsláttarkeppni tekur við. Þá myndu bestu lið hverrar álfu fyrir sig fá keppnisrétt á mótinu. „Við samþykktum fyrir nokkrum árum að hafa nýja heimsmeistarakeppni karla með 24 liðum. Hefði hún átt að fara fram 2021. Þessum atburði var frestað vegna Covid-19. Nýja HM karlaliða mun þess vegna fara fram 2025 og þar munu 32 lið taka þátt, bestu félagslið í heimi,“ sagði Infantino á blaðamannafundi. „Það þarf að ræða og samþykkja hvar keppnin fer fram en þessi 32 liða keppni mun fara fram þannig að þetta verður eins og þessi heimsmeistarakeppni [í Katar] með 32 liðum,“ bætti forsetinn við. Hugmyndir sem þessar hafa verið gagnrýndar þar sem keppnin eykur álag fótboltamanna á efsta stigi, það er þegar býsna mikið. Lið spila í deildarkeppnum, bikarkeppnum og álfukeppnum. Þá eru stórmót landsliða annað hvert ár sem og töluvert magn landsleikja ár hvert.“ Jaime Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur á Sky Sports, er á meðal gagnrýnenda. Hann segir að leikmenn þurfi á hvíld að halda en í dag sé komið fram við þá líkt og nautgripi. Like the ridiculous idea of @FIFAWorldCup every two years, this is another one from Infantino. Players need rest at some point, they are getting treated like cattle. FIFA hate the CL & want something similar themselves. European clubs should boycott it. https://t.co/YHdbAx8rna— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2022 Hann segir einnig að FIFA sé meinilla við að Meistaradeild Evrópu, stærsta félagsliðakeppni heims, sé á vegum UEFA og að sambandið vilji herða tökin með því að stofna sína eigin keppni. Carragher kallar jafnframt eftir því að evrópsk lið sniðgangi keppnna.
Fótbolti FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira