HM félagsliða verður eins og HM landsliða árið 2025 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2022 08:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, heldur áfram að taka umdeildar ákvarðanir. Victor Boyko/Getty Images Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusamabndsins - FIFA - hefur tilkynnt að sambandið hygðist hefja leik á glænýrri heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2025. Keppnin verður uppsett líkt og heimsmeistaramót landsliða í núverandi mynd. Alls myndu 32 lið keppa í átta riðlum áður en útsláttarkeppni tekur við. Þá myndu bestu lið hverrar álfu fyrir sig fá keppnisrétt á mótinu. „Við samþykktum fyrir nokkrum árum að hafa nýja heimsmeistarakeppni karla með 24 liðum. Hefði hún átt að fara fram 2021. Þessum atburði var frestað vegna Covid-19. Nýja HM karlaliða mun þess vegna fara fram 2025 og þar munu 32 lið taka þátt, bestu félagslið í heimi,“ sagði Infantino á blaðamannafundi. „Það þarf að ræða og samþykkja hvar keppnin fer fram en þessi 32 liða keppni mun fara fram þannig að þetta verður eins og þessi heimsmeistarakeppni [í Katar] með 32 liðum,“ bætti forsetinn við. Hugmyndir sem þessar hafa verið gagnrýndar þar sem keppnin eykur álag fótboltamanna á efsta stigi, það er þegar býsna mikið. Lið spila í deildarkeppnum, bikarkeppnum og álfukeppnum. Þá eru stórmót landsliða annað hvert ár sem og töluvert magn landsleikja ár hvert.“ Jaime Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur á Sky Sports, er á meðal gagnrýnenda. Hann segir að leikmenn þurfi á hvíld að halda en í dag sé komið fram við þá líkt og nautgripi. Like the ridiculous idea of @FIFAWorldCup every two years, this is another one from Infantino. Players need rest at some point, they are getting treated like cattle. FIFA hate the CL & want something similar themselves. European clubs should boycott it. https://t.co/YHdbAx8rna— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2022 Hann segir einnig að FIFA sé meinilla við að Meistaradeild Evrópu, stærsta félagsliðakeppni heims, sé á vegum UEFA og að sambandið vilji herða tökin með því að stofna sína eigin keppni. Carragher kallar jafnframt eftir því að evrópsk lið sniðgangi keppnna. Fótbolti FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
Keppnin verður uppsett líkt og heimsmeistaramót landsliða í núverandi mynd. Alls myndu 32 lið keppa í átta riðlum áður en útsláttarkeppni tekur við. Þá myndu bestu lið hverrar álfu fyrir sig fá keppnisrétt á mótinu. „Við samþykktum fyrir nokkrum árum að hafa nýja heimsmeistarakeppni karla með 24 liðum. Hefði hún átt að fara fram 2021. Þessum atburði var frestað vegna Covid-19. Nýja HM karlaliða mun þess vegna fara fram 2025 og þar munu 32 lið taka þátt, bestu félagslið í heimi,“ sagði Infantino á blaðamannafundi. „Það þarf að ræða og samþykkja hvar keppnin fer fram en þessi 32 liða keppni mun fara fram þannig að þetta verður eins og þessi heimsmeistarakeppni [í Katar] með 32 liðum,“ bætti forsetinn við. Hugmyndir sem þessar hafa verið gagnrýndar þar sem keppnin eykur álag fótboltamanna á efsta stigi, það er þegar býsna mikið. Lið spila í deildarkeppnum, bikarkeppnum og álfukeppnum. Þá eru stórmót landsliða annað hvert ár sem og töluvert magn landsleikja ár hvert.“ Jaime Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur á Sky Sports, er á meðal gagnrýnenda. Hann segir að leikmenn þurfi á hvíld að halda en í dag sé komið fram við þá líkt og nautgripi. Like the ridiculous idea of @FIFAWorldCup every two years, this is another one from Infantino. Players need rest at some point, they are getting treated like cattle. FIFA hate the CL & want something similar themselves. European clubs should boycott it. https://t.co/YHdbAx8rna— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2022 Hann segir einnig að FIFA sé meinilla við að Meistaradeild Evrópu, stærsta félagsliðakeppni heims, sé á vegum UEFA og að sambandið vilji herða tökin með því að stofna sína eigin keppni. Carragher kallar jafnframt eftir því að evrópsk lið sniðgangi keppnna.
Fótbolti FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira