Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2022 12:01 Bílar sitja víða fastir og mörgum helstu vegum á Suðurlandi hefur verið lokað. Landsbjörg Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. Samgöngur hafa víða rakast á suðvestanverðu landinu vegna veðurs. Hellisheiði, Þrengsli og Krýsuvíkurvegur eru lokuð, ófært er um Mosfellsheiði og Kjósarskarð og víða annars staðar eru vegir lokaðir. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Þorlákshöfn í nótt fyrir þá sem komust ekki leiðar sinnar vegna veðursins. Flugferðum hefur mörgum verið aflýst eða seinkað og ferðum strætisvagna sem ganga norður til Akureyrar frá Reykjavík og um Suðurland verið aflýst. Strætóferðir í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun en notendur þjónustunnar verið beðnir um að fylgast með rauntímakorti þar sem ferðum getur seinkað vegna slæmrar færðar. Frá aðgerðum á Grindarvíkurvegi.Landsbjörg „Margir ætla að nota daginn í innkaup og snatt svo fólk þarf að taka því rólega þangað til er búið að ryðja göturnar almennilega,“segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með starfsmann á Twittervaktinni í gærkvöldi og í nótt, sem er árlegur viðburður, þar sem greint var frá öllum útköllum lögreglu. Veðurtengdar tilkynningar voru áberandi og mikið um minniháttar umferðarslys tengd snjókomunni. Þá þurfti lögregla að koma nokkrum til aðstoðar í miðborginni í nótt sem komust ekki leiðar sinnar vegna ófærðarinnar. Minniháttar umferðarslys í snjónum, dráttarbílar færðu ökutæki af vettvangi. #löggutíst #færðin— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tilkynnt var um sídettandi manneskju með trefil og húfu í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla fór á stúfana og fann viðkomandi og kom henni heim #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2022 Snjórinn mældist dýpstur við Vogsósa í morgun, eða átján sentímetrar. Jólasnjórinn er því líklega kominn en stytta á upp í dag. Veðrið verður þó áfram leiðinlegt. „Það hvessir dálítið annað kvöld og svo verður mjög hvasst á mánudaginn og við erum komin með gula viðvörun fyrir Suðausturlandið þá út af stormi og öflugum vindhviðum,“ segir Þorsteinn. Björgunarsveitir hafa átt í nógu að snúast, sérstaklega á suðvesturhorninu, þar sem hundrað björgunarsveitarmenn eru að störfum. „Það er búið að kalla út sveitir á nánast öllu Suðvesturhorninu frá Vogum, Suðurnesjum og Grindavík. Það er fjöldi bíla í vandræðum á Grindavíkurvegi. Einhverjir fastir, einhverjir sem komast ekki út af föstum bílum,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Helstu verkefni í morgun voru að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu en útköllum fjölgaði í dagrenningu. „Við hvetjum fólk til að taka því rólega og huga að færð og veðri en í augnablikinu er best að vera heima,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Samgöngur hafa víða rakast á suðvestanverðu landinu vegna veðurs. Hellisheiði, Þrengsli og Krýsuvíkurvegur eru lokuð, ófært er um Mosfellsheiði og Kjósarskarð og víða annars staðar eru vegir lokaðir. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Þorlákshöfn í nótt fyrir þá sem komust ekki leiðar sinnar vegna veðursins. Flugferðum hefur mörgum verið aflýst eða seinkað og ferðum strætisvagna sem ganga norður til Akureyrar frá Reykjavík og um Suðurland verið aflýst. Strætóferðir í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun en notendur þjónustunnar verið beðnir um að fylgast með rauntímakorti þar sem ferðum getur seinkað vegna slæmrar færðar. Frá aðgerðum á Grindarvíkurvegi.Landsbjörg „Margir ætla að nota daginn í innkaup og snatt svo fólk þarf að taka því rólega þangað til er búið að ryðja göturnar almennilega,“segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með starfsmann á Twittervaktinni í gærkvöldi og í nótt, sem er árlegur viðburður, þar sem greint var frá öllum útköllum lögreglu. Veðurtengdar tilkynningar voru áberandi og mikið um minniháttar umferðarslys tengd snjókomunni. Þá þurfti lögregla að koma nokkrum til aðstoðar í miðborginni í nótt sem komust ekki leiðar sinnar vegna ófærðarinnar. Minniháttar umferðarslys í snjónum, dráttarbílar færðu ökutæki af vettvangi. #löggutíst #færðin— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tilkynnt var um sídettandi manneskju með trefil og húfu í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla fór á stúfana og fann viðkomandi og kom henni heim #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2022 Snjórinn mældist dýpstur við Vogsósa í morgun, eða átján sentímetrar. Jólasnjórinn er því líklega kominn en stytta á upp í dag. Veðrið verður þó áfram leiðinlegt. „Það hvessir dálítið annað kvöld og svo verður mjög hvasst á mánudaginn og við erum komin með gula viðvörun fyrir Suðausturlandið þá út af stormi og öflugum vindhviðum,“ segir Þorsteinn. Björgunarsveitir hafa átt í nógu að snúast, sérstaklega á suðvesturhorninu, þar sem hundrað björgunarsveitarmenn eru að störfum. „Það er búið að kalla út sveitir á nánast öllu Suðvesturhorninu frá Vogum, Suðurnesjum og Grindavík. Það er fjöldi bíla í vandræðum á Grindavíkurvegi. Einhverjir fastir, einhverjir sem komast ekki út af föstum bílum,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Helstu verkefni í morgun voru að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu en útköllum fjölgaði í dagrenningu. „Við hvetjum fólk til að taka því rólega og huga að færð og veðri en í augnablikinu er best að vera heima,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29
Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09