Chris Paul útskrifaður úr háskóla Árni Jóhansson og Árni Jóhannsson skrifa 18. desember 2022 09:00 Chris Paul hefur staðið í ströngu í þessari viku. AP Photo/David Zalubowski Það er þekkt að leikmenn í atvinnumannaíþróttum í Bandaríkjunum hætti í háskóla til þess að komast í atvinnumennsku sem fyrst. Þar eru náttúrlega gull og grænir skógar sem fólk sækist eftir og því er menntunin látin sitja á hakanum. Það er einnig þekkt að leikmenn nái sér í gráðu um miðjan ferilinn og nú er Chris Paul, leikstjórnandi Phoenix Suns, orðinn einn af þeim sem hafa útskrifast úr háskóla Það var heldur betur mikið að gera hjá Chris Paul á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Hann spilaði gegn LA Clippers á fimmtudagskvöld þar sem hann stýrði sínum mönnum í Suns til sigurs á fimmtudagskvöldið og var mættur til Norður Karólínu morgunin eftir til þess að vera viðstaddur útskriftar athöfnina frá Winston-Salem ríkisháskólanum. Hann var þreyttur enda hafði hann staðið í ströngu og hafði einungis vantað þrjú fráköst upp í þrefalda tvennu en hann talaði um að hann hafi viljað vera á staðnum og eiga venjulegan dag. „Ég vildi standa úti með öðrum nemendum og heyra hvað þau höfðu að segja. Ég vildi fá að upplifa það hvernig það er að útskrifast.“ Paul útskrifaðist ásamt 350 öðrum nemendum á föstudaginn og gerði það með láði. Aðalgreinin hans kallast á ensku „interdisciplinary studies“ en þar þarf ekki að einsetja sér eina námsgrein heldur hægt að fá breiðan grunn sem mun svo nýtast fólki út í lífið. Paul var mjög þakklátur fyrir að geta verið á staðnum og upplifa það sem fyrir augum bar en hann er alinn upp rétt hjá háskólanum. Congratulations to Chris Paul (@CP3), a member of #WSSU22 pic.twitter.com/sf9t9CRi75— WSSU (@WSSURAMS) December 16, 2022 Það er skammt stórra högg á milli hjá leikstjórnandanum en í kvöld mætir Phoenix Suns liði New Orleans Pelicans en þessi lið sitja í öðru og fjórða sæti Vesturdeildar NBA deildarinnar. Nánar var fjallað um daginn hans Chris Paul hér. NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Það var heldur betur mikið að gera hjá Chris Paul á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Hann spilaði gegn LA Clippers á fimmtudagskvöld þar sem hann stýrði sínum mönnum í Suns til sigurs á fimmtudagskvöldið og var mættur til Norður Karólínu morgunin eftir til þess að vera viðstaddur útskriftar athöfnina frá Winston-Salem ríkisháskólanum. Hann var þreyttur enda hafði hann staðið í ströngu og hafði einungis vantað þrjú fráköst upp í þrefalda tvennu en hann talaði um að hann hafi viljað vera á staðnum og eiga venjulegan dag. „Ég vildi standa úti með öðrum nemendum og heyra hvað þau höfðu að segja. Ég vildi fá að upplifa það hvernig það er að útskrifast.“ Paul útskrifaðist ásamt 350 öðrum nemendum á föstudaginn og gerði það með láði. Aðalgreinin hans kallast á ensku „interdisciplinary studies“ en þar þarf ekki að einsetja sér eina námsgrein heldur hægt að fá breiðan grunn sem mun svo nýtast fólki út í lífið. Paul var mjög þakklátur fyrir að geta verið á staðnum og upplifa það sem fyrir augum bar en hann er alinn upp rétt hjá háskólanum. Congratulations to Chris Paul (@CP3), a member of #WSSU22 pic.twitter.com/sf9t9CRi75— WSSU (@WSSURAMS) December 16, 2022 Það er skammt stórra högg á milli hjá leikstjórnandanum en í kvöld mætir Phoenix Suns liði New Orleans Pelicans en þessi lið sitja í öðru og fjórða sæti Vesturdeildar NBA deildarinnar. Nánar var fjallað um daginn hans Chris Paul hér.
NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira