Útkallið kom frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra á tólfta tímanum í dag vegna bílveltu sem orðið hafði á Norðurlandsvegi, nálægt Lækjarmótum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að tveir sjúkrabílar og einn tækjabíll hafi sinnt útkallinu áður en þyrlan kom á vettvang.
Í samtali við Vísi segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að þyrlan hafi lent á Landspítalanum fyrir um hálftíma síðan með tvo innanborðs. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur ökumenn til að fara varlega í umferðinni enda sé hálka á flestum, ef ekki öllum, vegum umdæmisins.
Fréttin hefur verið uppfærð.