Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 09:21 Einar Þorsteinsson, formaður Borgarráðs og starfandi borgarstjóri. Vísir/Arnar Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. Mikla snjókomu gerði á höfuðborgarsvæðinu á aðfararnótt laugardags og færð hefur verið erfið um helgina. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, er hugsi yfir vetrarþjónustu borgarinnar þrátt fyrir að ágætlega hafi gengið að ryðja, að hans sögn. Árangur af þjónustunni væri ekki meiri en aflið sem borgin setti í hana. Eins og sakir standa sé borgin með samninga við verktaka um níu tæki til að ryðja stofnvegi og tengibrautir inn í hverfi og tólf minni tæki til að ryðja göngu- og hjólastíga. „Mér finnst tímabært að hugsa það hvort að borgin eigi ekki að eiga sjálf snjóruðningstæki,“ sagði Einar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðurkenndi hann þó að hann þekkti ekki vel sögu snjóruðnings í borginni. Hann vildi engu að síður að farið yrði í þá vinnu að skoða hvaða tæki borgin gæti átt, hvað það kostaði og hvort slík tæki gætu gagnast á öðrum tímum ársins. Erfitt væri að spá fyrir um þörfina hverju sinni. Þannig var vetrarþjónusta tvöfalt dýrari fyrir borgina í snjóþyngslum síðasta vetur en gert var ráð fyrir en veturinn á undan fengu verktakar greitt án þess að hreyfa tæki sín þar sem varla féll eitt snjókorn. Hlusta má á viðtalið við Einar í heild sinni í spilara að neðan. Töluverð upplýsingaóreiða í kringum snjómokstur Sagðist Einar skilja óþreyju fólks eftir að götur þess væru ruddar. Unnið sé eftir ákveðnum forgangi sem megi nálgast í borgarvefsjá. Fyrst sé farið í stofnbrautir og tengibrautir til þess að innviðir geti starfað og borgarbúir hafi kost á því að taka strætó eða nota aðrar samgöngur. Í dag sé kapp lagt á að ryðja húsagötur áður en snjórinn verði að klaka eða bætir enn í fannfergið. Að því sögðu þyrftu borgarbúar að hugsa betur um hvernig þeir tækjust á við ástand sem þetta sem samfélag. Fólk vaði af stað á illa búnum bílum. Strandaðir bílar teppi snjóruðningstæki um alla borg og komi í veg fyrir að hægt sé að ryðja götur sums staðar. „Við þurfum að muna að við búum á Íslandi. Við verðum að geta sýnt smá ábyrgð, ekki fara af stað. Það er bara skítaveður og vond færð. Þá verður maður bara að bíða aðeins,“ sagði Einar sem benti á að sumar borgir í heiminum lokist alveg við aðstæður sem þessar. Gaf hann lítið fyrir umkvartanir á þá leið að nágrannasveitarfélög hafi verið búin að ryðja húsagötur strax um helgina. Upplýsingaóreiða í kringum snjómokstur væri töluverð. Þannig vissi hann að ekkert hefði til dæmis verið skafið í efri byggðum Kópavogs í gær. Reykjavík Bílar Bítið Borgarstjórn Snjómokstur Tengdar fréttir Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. 19. desember 2022 06:08 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. 18. desember 2022 13:01 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Mikla snjókomu gerði á höfuðborgarsvæðinu á aðfararnótt laugardags og færð hefur verið erfið um helgina. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, er hugsi yfir vetrarþjónustu borgarinnar þrátt fyrir að ágætlega hafi gengið að ryðja, að hans sögn. Árangur af þjónustunni væri ekki meiri en aflið sem borgin setti í hana. Eins og sakir standa sé borgin með samninga við verktaka um níu tæki til að ryðja stofnvegi og tengibrautir inn í hverfi og tólf minni tæki til að ryðja göngu- og hjólastíga. „Mér finnst tímabært að hugsa það hvort að borgin eigi ekki að eiga sjálf snjóruðningstæki,“ sagði Einar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðurkenndi hann þó að hann þekkti ekki vel sögu snjóruðnings í borginni. Hann vildi engu að síður að farið yrði í þá vinnu að skoða hvaða tæki borgin gæti átt, hvað það kostaði og hvort slík tæki gætu gagnast á öðrum tímum ársins. Erfitt væri að spá fyrir um þörfina hverju sinni. Þannig var vetrarþjónusta tvöfalt dýrari fyrir borgina í snjóþyngslum síðasta vetur en gert var ráð fyrir en veturinn á undan fengu verktakar greitt án þess að hreyfa tæki sín þar sem varla féll eitt snjókorn. Hlusta má á viðtalið við Einar í heild sinni í spilara að neðan. Töluverð upplýsingaóreiða í kringum snjómokstur Sagðist Einar skilja óþreyju fólks eftir að götur þess væru ruddar. Unnið sé eftir ákveðnum forgangi sem megi nálgast í borgarvefsjá. Fyrst sé farið í stofnbrautir og tengibrautir til þess að innviðir geti starfað og borgarbúir hafi kost á því að taka strætó eða nota aðrar samgöngur. Í dag sé kapp lagt á að ryðja húsagötur áður en snjórinn verði að klaka eða bætir enn í fannfergið. Að því sögðu þyrftu borgarbúar að hugsa betur um hvernig þeir tækjust á við ástand sem þetta sem samfélag. Fólk vaði af stað á illa búnum bílum. Strandaðir bílar teppi snjóruðningstæki um alla borg og komi í veg fyrir að hægt sé að ryðja götur sums staðar. „Við þurfum að muna að við búum á Íslandi. Við verðum að geta sýnt smá ábyrgð, ekki fara af stað. Það er bara skítaveður og vond færð. Þá verður maður bara að bíða aðeins,“ sagði Einar sem benti á að sumar borgir í heiminum lokist alveg við aðstæður sem þessar. Gaf hann lítið fyrir umkvartanir á þá leið að nágrannasveitarfélög hafi verið búin að ryðja húsagötur strax um helgina. Upplýsingaóreiða í kringum snjómokstur væri töluverð. Þannig vissi hann að ekkert hefði til dæmis verið skafið í efri byggðum Kópavogs í gær.
Reykjavík Bílar Bítið Borgarstjórn Snjómokstur Tengdar fréttir Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. 19. desember 2022 06:08 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. 18. desember 2022 13:01 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. 19. desember 2022 06:08
Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50
Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. 18. desember 2022 13:01