Innherji

Stað­festir um­deildar breytingar sem hækka líf­eyris­réttindi elstu hópa mest

Hörður Ægisson skrifar
Hrein raunávöxtun Gildis, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, var neikvæð um 10,2 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins en eignir sjóðsins nema um 920 milljörðum.
Hrein raunávöxtun Gildis, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, var neikvæð um 10,2 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins en eignir sjóðsins nema um 920 milljörðum.

Breytingar á samþykktum Gildis um áunnin lífeyrisréttindi, sem hækka mest hjá þeim elstir eru, hafa verið staðfestar af fjármála- og efnahagsráðuneytinu en þær byggja á nýjum forsendum um lengri lífaldur sem hefur aukið skuldbindingar sjóðsins. Þannig hækka áunnin réttindi 67 ára og eldri auk örorku- og makalífeyrisþega frá áramótum um 10,5 prósent borið saman við aðeins rúmlega eitt prósent hjá yngstu árgöngum. Tryggingastærðfræðingur hafði áður skorað á ráðuneytið að synja lífeyrissjóðum staðfestingu á því sem hann kallaði „fordæmalausum“ umreikningi lífeyrisréttinda sem bryti „gróflega á eignarétti yngri sjóðfélaga.“


Tengdar fréttir

Lengri líf­aldur setur mark sitt á skuld­bindingar líf­eyris­sjóða

Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 

Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar

Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×