Fimmtán milljarða samningur tryggir Betri samgöngum Keldnaland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 08:50 Bjarni Benediktsson og Davíð Þorláksson undirrituðu samkomulagið að viðstaddri stjórn Betri samgangna, fulltrúum sveitarfélaga og ráðuneytis og starfsmönnum Betri samgangna. Stjórnarráðið/Birgir Ísleifur Gunnarsson. Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Landið er alls um 116 hektarar eða að svipaðri stærð og miðborg Reykjavíkur að flatarmáli. Þetta kemur fram á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Kaupverðið er fimmtán milljarðar króna. Er það greitt með útgáfu nýrra hluta í Betri samgöngum. Ef ábati verkefnisins er umfram fimmtán milljarða munu þeir viðbótar fjármunir einnig renna til verkefnisins. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, undirrituðu samninginn. Betri samgöngur, sem er félag í eigu ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, munu annast verkefnið í samvinnu við skipulagsyfirvöld með það að markmiði að hámarka virði landsins og uppbyggingarmöguleika eins og kostur er með hagkvæmu skipulagi og nýtingarhlutfalli sem samræmist áformum um þéttingu byggðar á samgöngu- og þróunarás Borgarlínu,“ segir á vef ráðuneytisins. Allur ábati af þróun og sölu landsins mun renna óskertur til verkefna samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var árið 2019. Í samgöngusáttmálanum var kveðið á um að allur ábati ríkisins af þróun og sölu Keldnalands, um 85,2 hektarar, rynni til uppbyggingar samgangna á höfuðborgarsvæðinu. „Sú afmörkun var þó ekki endanleg og í kaupsamningnum sem nú hefur verið undirritaður er gert ráð fyrir að því til viðbótar verði landið sem tilheyrir Keldnaholti, alls 30,6 hektarar, einnig framlag ríkisins til verkefnisins. Samtals mun því ábati af 116 hektara landssvæði renna óskertur til verkefnisins um uppbyggingu samganga á höfuðborgarsvæðinu. Með þessu er verkefnið styrkt verulega bæði með tilliti til skipulagslegra og fjárhagslegra markmiða.“ Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Borgarlína Reykjavík Tengdar fréttir Betri samgöngur í viðræðum við ríkið um lánasamning Betri samgöngur, opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, hafa átt í viðræðum við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanka Íslands um fjármögnun félagsins með aðkomu ríkissjóðs. 30. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Þetta kemur fram á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Kaupverðið er fimmtán milljarðar króna. Er það greitt með útgáfu nýrra hluta í Betri samgöngum. Ef ábati verkefnisins er umfram fimmtán milljarða munu þeir viðbótar fjármunir einnig renna til verkefnisins. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, undirrituðu samninginn. Betri samgöngur, sem er félag í eigu ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, munu annast verkefnið í samvinnu við skipulagsyfirvöld með það að markmiði að hámarka virði landsins og uppbyggingarmöguleika eins og kostur er með hagkvæmu skipulagi og nýtingarhlutfalli sem samræmist áformum um þéttingu byggðar á samgöngu- og þróunarás Borgarlínu,“ segir á vef ráðuneytisins. Allur ábati af þróun og sölu landsins mun renna óskertur til verkefna samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var árið 2019. Í samgöngusáttmálanum var kveðið á um að allur ábati ríkisins af þróun og sölu Keldnalands, um 85,2 hektarar, rynni til uppbyggingar samgangna á höfuðborgarsvæðinu. „Sú afmörkun var þó ekki endanleg og í kaupsamningnum sem nú hefur verið undirritaður er gert ráð fyrir að því til viðbótar verði landið sem tilheyrir Keldnaholti, alls 30,6 hektarar, einnig framlag ríkisins til verkefnisins. Samtals mun því ábati af 116 hektara landssvæði renna óskertur til verkefnisins um uppbyggingu samganga á höfuðborgarsvæðinu. Með þessu er verkefnið styrkt verulega bæði með tilliti til skipulagslegra og fjárhagslegra markmiða.“
Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Borgarlína Reykjavík Tengdar fréttir Betri samgöngur í viðræðum við ríkið um lánasamning Betri samgöngur, opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, hafa átt í viðræðum við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanka Íslands um fjármögnun félagsins með aðkomu ríkissjóðs. 30. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Betri samgöngur í viðræðum við ríkið um lánasamning Betri samgöngur, opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, hafa átt í viðræðum við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanka Íslands um fjármögnun félagsins með aðkomu ríkissjóðs. 30. ágúst 2022 17:00