Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2022 19:31 Hér sést hluti af vestari enda væntanlegs byggingarlands með Suðurlandsvegi og hluta Árbæjarhverfis. Vísir Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. Fjármálaráðherra afhenti Betri samgöngum Keldnalandið til uppbyggingar á íbúða- og atvinnuhúsnæði í gær sem hluta af framlagi ríkisins samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir landið er mjög stórt eða samanlagt 116 hektarar. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Það sem meira er að Keldnaholtið bætist nú við framlag ríkisins til fjármögnunar á samgöngusáttmálanum,“ segir Einar. En allur ágóði af sölu lóða á landinu verður að framlagi ríkisins til Betri byggðar. Uppbyggingu á þessu svæði var flýtt í sáttmála nýju meirihlutaflokkanna í borginni síðast liðið vor að kröfu Framsóknarflokksins. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs vonar að hægt verði að hefja bygingaframkvæmdir í nýju tuttugu þúsund manna hverfi á Keldnalandi árið 2025.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að það vantar húsnæði. Við sjáum að fasteignamarkaðurinn er yfir spenntur. Húsnæðisverðið er of hátt og það þarf að auka framboð. Það hefur stundum verið talað um að lóðaframboð sé af skornum skammti í Reykjavík. Hér erum við að bæta við heilum nýjum borgarhluta af óruddu landi,“ segir formaður borgarráðs. Strax í janúar verður farið í alþjóðlega samkeppni um skipulag nýja hverfisins. Einar vonar að niðurstöður hennar liggi fyrir næsta haust og er bjartsýnn á að skipulagsvinnan í framhaldinu gangi vel. „Ef það gengur hratt og vel væri náttúrlega alger draumur að geta stungið niður skóflu árið 2025.“ Hér sést austurendi hins nýja byggingarlands sem er mög stórt eða 116 hektarar.Vísir Og þetta hverfi tekur mið af nýjum viðmiðum borgarinnar um samgöngur og svo framvegis? „Já, við erum að styrkja þarna innviði í austurhluta borgarinnar,“ segir Einar. Þarna verði blönduð byggð auk húsnæðis fyrir þjónustu og annað atvinuhúsnæði sem muni styrkja hverfin í kring ásamt lagningu borgarlínu. Þetta væri stærsta byggingarverkefni í borginni í áratugi og á við hálft Breiðholt. „Sjö til níu þúsund íbúðir, 150 þúsund fermetrar af atvinnurými. En það ræðst allt af niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar hvernig hverfið verður skipulagt. Það skiptir máli að hverfið sé bæði þétt en líka þannig að þar verði fjölbreyttar tegundir af húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Reykjavík Húsnæðismál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fjármálaráðherra afhenti Betri samgöngum Keldnalandið til uppbyggingar á íbúða- og atvinnuhúsnæði í gær sem hluta af framlagi ríkisins samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir landið er mjög stórt eða samanlagt 116 hektarar. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Það sem meira er að Keldnaholtið bætist nú við framlag ríkisins til fjármögnunar á samgöngusáttmálanum,“ segir Einar. En allur ágóði af sölu lóða á landinu verður að framlagi ríkisins til Betri byggðar. Uppbyggingu á þessu svæði var flýtt í sáttmála nýju meirihlutaflokkanna í borginni síðast liðið vor að kröfu Framsóknarflokksins. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs vonar að hægt verði að hefja bygingaframkvæmdir í nýju tuttugu þúsund manna hverfi á Keldnalandi árið 2025.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að það vantar húsnæði. Við sjáum að fasteignamarkaðurinn er yfir spenntur. Húsnæðisverðið er of hátt og það þarf að auka framboð. Það hefur stundum verið talað um að lóðaframboð sé af skornum skammti í Reykjavík. Hér erum við að bæta við heilum nýjum borgarhluta af óruddu landi,“ segir formaður borgarráðs. Strax í janúar verður farið í alþjóðlega samkeppni um skipulag nýja hverfisins. Einar vonar að niðurstöður hennar liggi fyrir næsta haust og er bjartsýnn á að skipulagsvinnan í framhaldinu gangi vel. „Ef það gengur hratt og vel væri náttúrlega alger draumur að geta stungið niður skóflu árið 2025.“ Hér sést austurendi hins nýja byggingarlands sem er mög stórt eða 116 hektarar.Vísir Og þetta hverfi tekur mið af nýjum viðmiðum borgarinnar um samgöngur og svo framvegis? „Já, við erum að styrkja þarna innviði í austurhluta borgarinnar,“ segir Einar. Þarna verði blönduð byggð auk húsnæðis fyrir þjónustu og annað atvinuhúsnæði sem muni styrkja hverfin í kring ásamt lagningu borgarlínu. Þetta væri stærsta byggingarverkefni í borginni í áratugi og á við hálft Breiðholt. „Sjö til níu þúsund íbúðir, 150 þúsund fermetrar af atvinnurými. En það ræðst allt af niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar hvernig hverfið verður skipulagt. Það skiptir máli að hverfið sé bæði þétt en líka þannig að þar verði fjölbreyttar tegundir af húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson.
Reykjavík Húsnæðismál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent