Múrmansk svarar Akureyri í sömu mynt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2022 10:59 Bæjarstjórn Akureyrar ákvað í nóvember að slíta vinabæjarsamstarfi við Múrmansk. Vísir/Tryggvi Borgarráð rússnesku borgarinnar Múrmansk hefur ákveðið að slíta vinabæjarsamstarfi við Akureyri, eftir að bæjarráð Akureyrar sleit samstarfinu við Múrmansk í síðasta mánuði. Rússneska fréttaveitan Interfax greindi frá þessari ákvörðun borgarráðs Múrmansk, sem tekin var í síðustu viku. Í frétt Interfax segir að allir 23 fulltrúar í borgarráði hafi samþykkt að slíta vinabæjarsamstarfinu. Haft er eftir Olgu Dzyuba, næstráðanda í borgarráðinu að þann 28. nóvember síðastliðinn hafi stjórnsýslu Múrmansk borist bréf frá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, þar sem borgaryfirvöldum Múrmansk var greint frá ákvörðun bæjarstjórn Akureyrar að slíta vinasambandinu. Frá Múrmansk.Delphine AURES/Gamma-Rapho via Getty Images Segir í frétt Interfax að ákvörðun borgarráðs Múrmansk sé tekin til að svara bæjaryfirvöldum á Akureyri í sömu mynt. Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í nóvember að slíta umræddu vinabæjarsamstarfi. Ákvörðunin var tekin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá kom einnig fram í umfjöllun um ákvörðun bæjarstjórnar að vinabæjarsamstarfið á milli Akureyrar og Múrmansk, sem komið var á árið 1994, hafi ekki verið virkt í mörg ár. Akureyri Utanríkismál Rússland Sveitarstjórnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Rússneska fréttaveitan Interfax greindi frá þessari ákvörðun borgarráðs Múrmansk, sem tekin var í síðustu viku. Í frétt Interfax segir að allir 23 fulltrúar í borgarráði hafi samþykkt að slíta vinabæjarsamstarfinu. Haft er eftir Olgu Dzyuba, næstráðanda í borgarráðinu að þann 28. nóvember síðastliðinn hafi stjórnsýslu Múrmansk borist bréf frá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, þar sem borgaryfirvöldum Múrmansk var greint frá ákvörðun bæjarstjórn Akureyrar að slíta vinasambandinu. Frá Múrmansk.Delphine AURES/Gamma-Rapho via Getty Images Segir í frétt Interfax að ákvörðun borgarráðs Múrmansk sé tekin til að svara bæjaryfirvöldum á Akureyri í sömu mynt. Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í nóvember að slíta umræddu vinabæjarsamstarfi. Ákvörðunin var tekin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá kom einnig fram í umfjöllun um ákvörðun bæjarstjórnar að vinabæjarsamstarfið á milli Akureyrar og Múrmansk, sem komið var á árið 1994, hafi ekki verið virkt í mörg ár.
Akureyri Utanríkismál Rússland Sveitarstjórnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44