Vanguard komið í hóp tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka
![Leiðrétt fyrir arðgreiðslu fyrr á árinu hefur gengi bréfa Íslandsbanka nánast staðið í stað frá áramótum.](https://www.visir.is/i/4E3831326BD87A2FAEE03FBCC57CFB59CD22E25370E4BA48BC274D14BB1568DC_713x0.jpg)
Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Vanguard bættu verulega við eignarhlut sinn í Íslandsbanka undir lok síðustu viku þegar þeir fjárfestu í bankanum samtímis því að fram fór önnur uppfærsla á íslenska markaðinum í flokk nýmarkaðsríkja hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Vanguard er núna á meðal tíu stærsta hluthafa Íslandsbanka.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/84FB4D6C1FC13AE78BFEBF05B4814399B8924D86DABFFDC204B6ED267EC2296A_308x200.jpg)
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins seldu í Íslandsbanka fyrir um milljarð
Eftir að hafa stækkað stöðugt við hlut sinn í Íslandsbanka um langt skeið minnkuðu tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins stöðu sína í bankanum í liðnum mánuði. Áætla má að sjóðirnir hafi selt bréf í Íslandsbanka fyrir hátt í einn milljarð króna.