Leikstjóri Flash Gordon fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2022 12:04 Mike Hodges árið 2004. Getty Breski leikstjórinn og handritshöfundurinn Mike Hodges, er látinn, níræður að aldri. Hodges er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Flash Gordon og Get Carter. Í frétt BBC segir að framleiðandinn og vinur Hodges til margra ára, Mike Kaplan, hafi staðfest andlátið í samtali við bandaríska fjölmiðla. Fram kemur að Hodges hafi andast á heimili sínu í Dorset í Bretlandi síðasta laugardag. Ekkert er gefið um upp um hvað hafi dregið hann til dauða. Hodges fæddist í Bristol í Englandi árið 1932 og starfaði sem bókari á sínum yngri árum. Hann hóf þó ungur störf í fjölmiðlum og lá leið hans síðar í framleiðslu og leikstjórn ýmissa frétta- og heimildarþátta. Fyrsta stóra kvikmyndin sem hann leikstýrði var Get Carter frá árinu 1971 sem byggði á bók Ted Lewis. Skartaði myndin Michael Caine í aðalhlutverki þar sem hann túlkaði glæpamann sem ætlar sér að hefna bróður síns sem var myrtur í Newcastle. Myndin naut mikilla vinsælda og lágu leiðir þeirra Hodges og Caine saman ári síðar með gerð myndarinnar Pulp. Hodges leikstýrði svo geimóperumyndinni Flash Gordon árið 1980 sem átti eftir að slá í gegn. Í aðalhlutverkum voru þau Sam J Jones, Melody Anderson, Max von Sydow, Brian Blessed og Timothy Dalton. Meðal annarra mynda sem hann leikstýrði voru A Prayer for the Dying, Black Rainbow, Croupier, The Terminal Man og I'll Sleep When I'm Dead frá árinu 2003 sem var síðasta myndin sem hann leikstýrði. Hodges lætur eftir sig eiginkonuna Carol Lewis og tvo syni. Andlát Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í frétt BBC segir að framleiðandinn og vinur Hodges til margra ára, Mike Kaplan, hafi staðfest andlátið í samtali við bandaríska fjölmiðla. Fram kemur að Hodges hafi andast á heimili sínu í Dorset í Bretlandi síðasta laugardag. Ekkert er gefið um upp um hvað hafi dregið hann til dauða. Hodges fæddist í Bristol í Englandi árið 1932 og starfaði sem bókari á sínum yngri árum. Hann hóf þó ungur störf í fjölmiðlum og lá leið hans síðar í framleiðslu og leikstjórn ýmissa frétta- og heimildarþátta. Fyrsta stóra kvikmyndin sem hann leikstýrði var Get Carter frá árinu 1971 sem byggði á bók Ted Lewis. Skartaði myndin Michael Caine í aðalhlutverki þar sem hann túlkaði glæpamann sem ætlar sér að hefna bróður síns sem var myrtur í Newcastle. Myndin naut mikilla vinsælda og lágu leiðir þeirra Hodges og Caine saman ári síðar með gerð myndarinnar Pulp. Hodges leikstýrði svo geimóperumyndinni Flash Gordon árið 1980 sem átti eftir að slá í gegn. Í aðalhlutverkum voru þau Sam J Jones, Melody Anderson, Max von Sydow, Brian Blessed og Timothy Dalton. Meðal annarra mynda sem hann leikstýrði voru A Prayer for the Dying, Black Rainbow, Croupier, The Terminal Man og I'll Sleep When I'm Dead frá árinu 2003 sem var síðasta myndin sem hann leikstýrði. Hodges lætur eftir sig eiginkonuna Carol Lewis og tvo syni.
Andlát Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira