Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 15:05 Pedro Castillo knúsar kellu sína, Liliu Paredes Navarro, á fundi með stuðningsmönnum hans fyrir forsetakosningar sem fóru fram í fyrra. AP/Guadalupe Pardo Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. Fjölskylda Castillo leitaði á náðir mexíkóska sendiráðsins í Lima eftir að Castillo var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Castillo ætlaði að leysa upp þingið þegar það hugðist kæra hann fyrir embættisbrot. Áður en hann náði að gera það fjarlægði þingheimur hann úr embætti. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í gær að unnið væri að því að tryggja Castillo-fjölskyldunni öryggisleið út úr landinu. Ana Cecilia Gervasi, perúsk starfssystir hans, sagði að leyfi til þess hefði þegar verið veitt. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvörðun mexíkóskra stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli í gær hafi reitt perúska ráðamenn til reiði. Þau hafi nú lýst Pablo Monroy, mexíkóska sendiherrann óvelkominn. Hann fékk 72 klukkustundir til þess að hafa sig á brott. Perúska utanríkisráðuneytið vísar til ítrekaðra yfirlýsinga æðstu ráðamanna í Mexíkó um stjórnmálaástandið í Perú. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lýst stuðningi við Castillo og sagt að það hafi verið ólýðræðislegt að víkja honum úr embætti. Þetta telja perúsk stjórnvöld afskipti af innri málefnum landsins. Ráðuneytið segir að Lilia Paredes Navarro, eiginkona Castillo, sé einnig til sakamálarannsóknar án þess að fara nánar út í þá sálma, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög gilda nú í Perú vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Castillo var bolað úr forsetastóli. Mótmælendur hafa meðal annars krafist þess að kosið verði tafarlaust og að Castillo verði sleppt úr haldi. Þingið samþykkti áætlun um að flýta kosningum um tvö ár. Aukinn meirihluti þess þarf að samþykkja tillöguna á næsta þingi til þess að hún öðlist gildi. Kosningar færu þá fram í apríl 2024. Perú Mexíkó Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Fjölskylda Castillo leitaði á náðir mexíkóska sendiráðsins í Lima eftir að Castillo var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Castillo ætlaði að leysa upp þingið þegar það hugðist kæra hann fyrir embættisbrot. Áður en hann náði að gera það fjarlægði þingheimur hann úr embætti. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í gær að unnið væri að því að tryggja Castillo-fjölskyldunni öryggisleið út úr landinu. Ana Cecilia Gervasi, perúsk starfssystir hans, sagði að leyfi til þess hefði þegar verið veitt. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvörðun mexíkóskra stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli í gær hafi reitt perúska ráðamenn til reiði. Þau hafi nú lýst Pablo Monroy, mexíkóska sendiherrann óvelkominn. Hann fékk 72 klukkustundir til þess að hafa sig á brott. Perúska utanríkisráðuneytið vísar til ítrekaðra yfirlýsinga æðstu ráðamanna í Mexíkó um stjórnmálaástandið í Perú. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lýst stuðningi við Castillo og sagt að það hafi verið ólýðræðislegt að víkja honum úr embætti. Þetta telja perúsk stjórnvöld afskipti af innri málefnum landsins. Ráðuneytið segir að Lilia Paredes Navarro, eiginkona Castillo, sé einnig til sakamálarannsóknar án þess að fara nánar út í þá sálma, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög gilda nú í Perú vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Castillo var bolað úr forsetastóli. Mótmælendur hafa meðal annars krafist þess að kosið verði tafarlaust og að Castillo verði sleppt úr haldi. Þingið samþykkti áætlun um að flýta kosningum um tvö ár. Aukinn meirihluti þess þarf að samþykkja tillöguna á næsta þingi til þess að hún öðlist gildi. Kosningar færu þá fram í apríl 2024.
Perú Mexíkó Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16