Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2022 10:52 Aron Pálmarsson með Rebekku dóttur sinni en hann vill fá að fylgjast með henni vaxa úr grasi heima á Íslandi. Instagram/@aronpalm Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. Aron Pálmarsson tjáir sig um stærstu frétt morgunsins á samfélagsmiðlum en hann er nú að koma heim til að taka þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í janúar. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) Aron segir meðal annars að hann sé ekki kominn heim til að enda handboltaferilinn og ætlar sér því stóra hluti með FH á komandi árum. Álaborg sagði að Aron væri að fara heim vegna persónulegra ástæðna og Aron staðfestir það líka í stuttum pistli sínum á Instagram. „Eftir 14 ár í atvinnumennsku hef ég ákveðið að koma heim næsta sumar. Árin mín í atvinnumennsku hafa verið frábær tími og gefið mér gríðarlega mikið. Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna og fengið að upplifa augnablik og aðstæður sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef spilað með bestu leikmönnum veraldar og stærstu klúbbum heims. Fyrir það er ég gríðarlega þakklátur,“ skrifaði Aron og fer síðan nánar út í ástæðurnar fyrir heimkomu sinni. „En nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni. Ég hef verið atvinnumaður tæplega helming ævi minnar. Dóttir mín er að hefja skólagöngu og ég hlakka til að verja meiri tíma með henni. Ég finn að þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að koma heim þar sem ræturnar liggja,“ skrifaði Aron. „Ég er ekki að koma heim til að enda ferilinn sem handboltamaður, ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á, bara heima á Íslandi,“ skrifaði Aron. Aron endar síðan að tala um spennandi tíma hjá íslenska landsliðinu en hann sem fyrirliði þess mun leiða liðið inn á heimsmeistaramótið í janúar. Íslenska liðið hefur sjaldan litið betur út en einmitt fyrir þetta mót. Handbolti Landslið karla í handbolta FH Hafnarfjörður Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Sjá meira
Aron Pálmarsson tjáir sig um stærstu frétt morgunsins á samfélagsmiðlum en hann er nú að koma heim til að taka þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í janúar. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) Aron segir meðal annars að hann sé ekki kominn heim til að enda handboltaferilinn og ætlar sér því stóra hluti með FH á komandi árum. Álaborg sagði að Aron væri að fara heim vegna persónulegra ástæðna og Aron staðfestir það líka í stuttum pistli sínum á Instagram. „Eftir 14 ár í atvinnumennsku hef ég ákveðið að koma heim næsta sumar. Árin mín í atvinnumennsku hafa verið frábær tími og gefið mér gríðarlega mikið. Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna og fengið að upplifa augnablik og aðstæður sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef spilað með bestu leikmönnum veraldar og stærstu klúbbum heims. Fyrir það er ég gríðarlega þakklátur,“ skrifaði Aron og fer síðan nánar út í ástæðurnar fyrir heimkomu sinni. „En nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni. Ég hef verið atvinnumaður tæplega helming ævi minnar. Dóttir mín er að hefja skólagöngu og ég hlakka til að verja meiri tíma með henni. Ég finn að þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að koma heim þar sem ræturnar liggja,“ skrifaði Aron. „Ég er ekki að koma heim til að enda ferilinn sem handboltamaður, ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á, bara heima á Íslandi,“ skrifaði Aron. Aron endar síðan að tala um spennandi tíma hjá íslenska landsliðinu en hann sem fyrirliði þess mun leiða liðið inn á heimsmeistaramótið í janúar. Íslenska liðið hefur sjaldan litið betur út en einmitt fyrir þetta mót.
Handbolti Landslið karla í handbolta FH Hafnarfjörður Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Sjá meira