„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 11:59 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd Eflingar muni nú funda og ráða ráðum sínum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir að Efling hafi kynnt samninganefnd SA ítarlega það tilboð sem var gert í gær. Þar hafi hagvaxtaraukinn verið tekinn inn í launaliðinn, líkt og önnur félög hafi gert. Á móti kæmi sérstök framfærsluuppbót til Eflingarfólks. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundinum í morgun. „Upphæðirnar sem við förum fram á eru hærri en undirritaðar voru hjá Starfsgreinasambandinu en þær eru ekki hærri en í öðrum samningum. Það er alls ekki svo. [...] Við erum að leggja hér fram tilboð þar sem hæsta hækkunin er tæplega 66 þúsund. Þeir samningar sem náðst hafa og hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum, þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði.“ Hún segir að enn hafi ekki verið boðað til næsta fundar, en að ef ríkissáttasemjari boði nefndir á fund, til dæmis milli jóla og nýárs, þá mæti Eflingarfólk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Ætla að ráða ráðum sínum Sólveig Anna segir að samninganefnd Eflingar muni nú funda og ráða ráðum sínum. Hún ætli ekki að svara neitt ítarlegar fyrr en niðurstaða samninganefndar liggur fyrir. „Það hvort við missum afturvirknina... Nei, ég hræðist það ekki , enda væri það fráleitt að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins, sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins og heldur hér öllu gangandi, fyrir að standa í öflugri kjarabaráttu. Ég vona að menn séu ekki svo langt leiddir að þeir láti detta það til hugar.“ Viðar Þorsteinsson og aðrir í samninganefnd Eflingar.Vísir/Vilhelm Hvað þegar komið er nokkrar vikur inn í nýtt ár, eruð þið þá farin að huga að aðgerðum ef ekki verða samningar komnir? „Aftur, nú fer ég á fund með samninganefndinni. Ég ætla ekkert að fabúlera neitt meira um það hvað gerist innan næstu vikna. Það bara kemur í ljós,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sólveig Anna segir að Efling hafi kynnt samninganefnd SA ítarlega það tilboð sem var gert í gær. Þar hafi hagvaxtaraukinn verið tekinn inn í launaliðinn, líkt og önnur félög hafi gert. Á móti kæmi sérstök framfærsluuppbót til Eflingarfólks. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundinum í morgun. „Upphæðirnar sem við förum fram á eru hærri en undirritaðar voru hjá Starfsgreinasambandinu en þær eru ekki hærri en í öðrum samningum. Það er alls ekki svo. [...] Við erum að leggja hér fram tilboð þar sem hæsta hækkunin er tæplega 66 þúsund. Þeir samningar sem náðst hafa og hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum, þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði.“ Hún segir að enn hafi ekki verið boðað til næsta fundar, en að ef ríkissáttasemjari boði nefndir á fund, til dæmis milli jóla og nýárs, þá mæti Eflingarfólk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Ætla að ráða ráðum sínum Sólveig Anna segir að samninganefnd Eflingar muni nú funda og ráða ráðum sínum. Hún ætli ekki að svara neitt ítarlegar fyrr en niðurstaða samninganefndar liggur fyrir. „Það hvort við missum afturvirknina... Nei, ég hræðist það ekki , enda væri það fráleitt að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins, sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins og heldur hér öllu gangandi, fyrir að standa í öflugri kjarabaráttu. Ég vona að menn séu ekki svo langt leiddir að þeir láti detta það til hugar.“ Viðar Þorsteinsson og aðrir í samninganefnd Eflingar.Vísir/Vilhelm Hvað þegar komið er nokkrar vikur inn í nýtt ár, eruð þið þá farin að huga að aðgerðum ef ekki verða samningar komnir? „Aftur, nú fer ég á fund með samninganefndinni. Ég ætla ekkert að fabúlera neitt meira um það hvað gerist innan næstu vikna. Það bara kemur í ljós,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49