Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 12:43 Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars mannsins sem hefur verið ákærður fyrir tilraunar til hryðjuverka hefur sagt málatilbúnaðinn gagnvart honum söguleg mistök. Vísir/Egill Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfestir niðurstöðu Landsréttar við fréttastofu. Mennirnir höfðu setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur þar til þeim var sleppt þann 13. desember með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg eins og áskilið samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Mennirnir voru á dögunum ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka með því að hafa ákveðið að valda „ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum, og sýnt þann ásetning ótvírætt í verki með tilgreindum hætti á tímabilinu maí til september 2022, allt í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og mikilli ringulreið í þjóðfélaginu“. Í úrskurði Landsréttar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að samkvæmt gögnum málsins liggi fyrir upplýsingar um athafnir mannanna í aðdraganda þess að þeir voru handteknir. Undirbúningsathafnir einar og sér geta leitt til refsiábyrgðar. „Með undirbúningsathöfnum er átt við þær athafnir eða ráðstafanir geranda sem miða að framkvæmd brots eða er ætlað að miða að framkvæmd þess en nægja þó ekki til að brot geti fullframist. Af þeim þarf þó að vera unnt að draga þá ályktun að ásetningur standi til fullframningar brots og þá að undangengnu ströngu mati á huglægri afstöðu geranda til þeirra athafna sem um ræðir, sbr. orðalag ákvæðisins um að hann hafi ótvírætt sýnt þann ásetning í verki.“ Landsréttur telur að þessar upplýsingar megi, hlutlægt séð, virða sem undirbúning að framningu þess hegningarlagabrots sem ákæra tekur til. „Á hinn bóginn telst vera uppi í málinu vafi um hvort fullnægt sé kröfum um huglæga afstöðu varnaraðila til fullframningar þess, en niðurstaða þar um ræðst af sönnunarfærslu fyrir dómi,“ segir í úrskurði Landsréttar. Taldi Landsréttur að samkvæmt þeirri kröfu sem gera verði við mat á huglægri afstöðu ákærða sé ófært að slá því föstu að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi um sterkan grun sé fullnægt. Fréttin verður uppfærð. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 19. desember 2022 10:23 Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. 17. desember 2022 18:19 Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfestir niðurstöðu Landsréttar við fréttastofu. Mennirnir höfðu setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur þar til þeim var sleppt þann 13. desember með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg eins og áskilið samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Mennirnir voru á dögunum ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka með því að hafa ákveðið að valda „ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum, og sýnt þann ásetning ótvírætt í verki með tilgreindum hætti á tímabilinu maí til september 2022, allt í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og mikilli ringulreið í þjóðfélaginu“. Í úrskurði Landsréttar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að samkvæmt gögnum málsins liggi fyrir upplýsingar um athafnir mannanna í aðdraganda þess að þeir voru handteknir. Undirbúningsathafnir einar og sér geta leitt til refsiábyrgðar. „Með undirbúningsathöfnum er átt við þær athafnir eða ráðstafanir geranda sem miða að framkvæmd brots eða er ætlað að miða að framkvæmd þess en nægja þó ekki til að brot geti fullframist. Af þeim þarf þó að vera unnt að draga þá ályktun að ásetningur standi til fullframningar brots og þá að undangengnu ströngu mati á huglægri afstöðu geranda til þeirra athafna sem um ræðir, sbr. orðalag ákvæðisins um að hann hafi ótvírætt sýnt þann ásetning í verki.“ Landsréttur telur að þessar upplýsingar megi, hlutlægt séð, virða sem undirbúning að framningu þess hegningarlagabrots sem ákæra tekur til. „Á hinn bóginn telst vera uppi í málinu vafi um hvort fullnægt sé kröfum um huglæga afstöðu varnaraðila til fullframningar þess, en niðurstaða þar um ræðst af sönnunarfærslu fyrir dómi,“ segir í úrskurði Landsréttar. Taldi Landsréttur að samkvæmt þeirri kröfu sem gera verði við mat á huglægri afstöðu ákærða sé ófært að slá því föstu að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi um sterkan grun sé fullnægt. Fréttin verður uppfærð.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 19. desember 2022 10:23 Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. 17. desember 2022 18:19 Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 19. desember 2022 10:23
Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. 17. desember 2022 18:19
Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30