Paddy's fær að heita Paddy's Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 18:31 Héraðsdómur Reykjaness hefur gefið grænt ljós á notkun nafnsins Paddy's. Vísir/Vilhelm/Samsett Barinn Paddy's beach pub í Keflavík þarf ekki að hætta notkun nafnsins Paddy's. Eigandi hins sáluga Paddy's irish pub, sem rekinn var í sama húsnæði, höfðaði dómsmál til að krefjast þess að notkun nafnsins yrði hætt. Málsatvik voru þau írski barinn Paddy's irish pub var rekinn á Hafnargötu 38 í Keflavík á árunum 2009 til loka árs 2014 eða byrjunar 2015. Eftir að staðnum var lokað opnaði annar veitingamaður íþróttabarinn Paddy's beach pub í sama húsnæði. Húsnæðið keypti nýji eigandinn af Þróunarsjóði Reykjanesbæjar eftir að sá fyrri fór í þrot. Áður en bú eiganda fyrri staðarins fór í þrot höfðu málsaðilar rætt um sölu á rekstri Paddy's irish pub. Þá keypti eigandi Paddy's beach pub allt innbú úr þrotabúi fyrri staðarins. Sótti um skráningu myndmerkis Eigandi Paddy's irish pub sótti um og fékk samþykkt skráningu orð- og myndmerkisins PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK hjá Einkaleyfastofu, sem nú heitir Hugverkastofa. Þetta er hið umþrætta orð- og myndmerki.Hugverkastofa Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er merkinu lýst á eftirfarandi hátt: teikning af grænklæddum álfi, með rautt hár og rautt skegg og grænan hatt sem fjögurra blaða smári stendur upp úr. Í annarri hendi heldur álfurinn á ölkrús og í hinni heldur hann á skilti sem á er letrað PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK með ógreinilegum hástöfum. Með vísan til skráningar þessa orð- og myndmerkis taldi eigandinn að eigandi íþróttabarsins mætti ekki nota heitið Paddy's. Eigandi Paddy's beach pub vísaði aftur á móti til þess að merkið hafi aldrei verið tekið til notkunar og því fallið úr gildi. Hjá Hugverkastofu liggur fyrir krafa hans um niðurfellingu skráningar merkisins. Það er í bið vegna reksturs dómsmálsins. Eina líkingin „Paddy's“ og „pub“ Í niðurstöðukafla dómsins er merki Paddy's beach pub lýst. „Samkvæmt framlögðum gögnum er um að ræða bleikan ferhyrning sem orðið PADDY'S er letrað á í bláum lit með sérkennandi letri í lágstöfum og undir það orðin BEACH PUB í grænbláum lit með hefðbundnu letri í hástöfum. Á hinum bleika ferhyrnda grunni aftan viðorðið PADDY'S mótar fyrir pálmatré, konu að leika blak og fleiri ógreinilegum myndum í örlítið dekkri bleikum lit. Þá er einnig í löngu máli farið yfir útlit staðarins í heild. Mat dómsins er að engin líkindi séu með merki Paddy's beach pub og skráða merki Paddy's irish pub. Eina líkingin sem sé með umræddum táknum sé að þau innihalda öll orðin „paddy's“ ýmist með eða án úrfellingarmerkis og „pub“. Að mati dómsins uppfylla þessi orð í skráðu vörumerki, hvorki saman né hvert fyrir sig, kröfur laga um vörumerki til skráningar í vörumerkjaskrá enda hafi þau ekki til að bera nægjanlegt sérkenni í tengslum við þá þjónustu sem þau eru skráð fyrir og gefa tegund hennar afdráttarlaust til kynna. Með vísan til þess, meðal annars, var það mat dómsins að notkun heitisins Paddy's og merkinga á húsnæðinu feli ekki í sér brot á vörumerkjarétti. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Málsatvik voru þau írski barinn Paddy's irish pub var rekinn á Hafnargötu 38 í Keflavík á árunum 2009 til loka árs 2014 eða byrjunar 2015. Eftir að staðnum var lokað opnaði annar veitingamaður íþróttabarinn Paddy's beach pub í sama húsnæði. Húsnæðið keypti nýji eigandinn af Þróunarsjóði Reykjanesbæjar eftir að sá fyrri fór í þrot. Áður en bú eiganda fyrri staðarins fór í þrot höfðu málsaðilar rætt um sölu á rekstri Paddy's irish pub. Þá keypti eigandi Paddy's beach pub allt innbú úr þrotabúi fyrri staðarins. Sótti um skráningu myndmerkis Eigandi Paddy's irish pub sótti um og fékk samþykkt skráningu orð- og myndmerkisins PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK hjá Einkaleyfastofu, sem nú heitir Hugverkastofa. Þetta er hið umþrætta orð- og myndmerki.Hugverkastofa Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er merkinu lýst á eftirfarandi hátt: teikning af grænklæddum álfi, með rautt hár og rautt skegg og grænan hatt sem fjögurra blaða smári stendur upp úr. Í annarri hendi heldur álfurinn á ölkrús og í hinni heldur hann á skilti sem á er letrað PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK með ógreinilegum hástöfum. Með vísan til skráningar þessa orð- og myndmerkis taldi eigandinn að eigandi íþróttabarsins mætti ekki nota heitið Paddy's. Eigandi Paddy's beach pub vísaði aftur á móti til þess að merkið hafi aldrei verið tekið til notkunar og því fallið úr gildi. Hjá Hugverkastofu liggur fyrir krafa hans um niðurfellingu skráningar merkisins. Það er í bið vegna reksturs dómsmálsins. Eina líkingin „Paddy's“ og „pub“ Í niðurstöðukafla dómsins er merki Paddy's beach pub lýst. „Samkvæmt framlögðum gögnum er um að ræða bleikan ferhyrning sem orðið PADDY'S er letrað á í bláum lit með sérkennandi letri í lágstöfum og undir það orðin BEACH PUB í grænbláum lit með hefðbundnu letri í hástöfum. Á hinum bleika ferhyrnda grunni aftan viðorðið PADDY'S mótar fyrir pálmatré, konu að leika blak og fleiri ógreinilegum myndum í örlítið dekkri bleikum lit. Þá er einnig í löngu máli farið yfir útlit staðarins í heild. Mat dómsins er að engin líkindi séu með merki Paddy's beach pub og skráða merki Paddy's irish pub. Eina líkingin sem sé með umræddum táknum sé að þau innihalda öll orðin „paddy's“ ýmist með eða án úrfellingarmerkis og „pub“. Að mati dómsins uppfylla þessi orð í skráðu vörumerki, hvorki saman né hvert fyrir sig, kröfur laga um vörumerki til skráningar í vörumerkjaskrá enda hafi þau ekki til að bera nægjanlegt sérkenni í tengslum við þá þjónustu sem þau eru skráð fyrir og gefa tegund hennar afdráttarlaust til kynna. Með vísan til þess, meðal annars, var það mat dómsins að notkun heitisins Paddy's og merkinga á húsnæðinu feli ekki í sér brot á vörumerkjarétti. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira