Örvfættir miðverðir eftirsóttir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 22:01 Hinn fjölhæfi David Alaba er í dag einn af bestu örvfættu miðvörðum heims að mati ESPN. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Áherslan á að halda boltanum betur og spila honum hraðar sín á milli í heimsfótboltanum þýðir að nú eru öll félög í óðaönn að leita sér að örvfættum miðvörðum. Það vekur athygli hversu mörg lið geta boðið upp á tvíeyki í miðverði sem innihalda bæði rétt- og örvfættan leikmann í Bestu deild karla á meðan sama er ekki upp á teningnum í Bestu deild kvenna. Á íþróttavefnum ESPN má finna skemmtilega grein þar sem farið er yfir mikilvægi að hafa örvfættan miðvörð í sínum röðum. Liðnir eru dagarnir þar sem örvfættum leikmönnum er troðið á vinstri kant eða í vinstri bakvörð. Nú er mikilvægt að geta boðið upp á örvfættan miðvörð sem þarf ekki alltaf að koma inn á miðjan völlinn til að spila boltanum með sínum sterkari fæti. Þá eru mörg lið farin að spila með þriggja miðvarða kerfi þar sem það er enn mikilvægara að vera með örvfættan leikmann í stöðu vinstri-miðvarðar. Þessu til sönnunar, það er að hafa rétt- og örvfætta leikmenn saman í miðverði, má benda á lið Spánar á HM. Luis Enrique, þáverandi þjálfari liðsins, hefði getað stillt þeim Pau Torres og Aymeric Laporte saman upp í miðverði en þeir eru tveir af framærilegustu miðvörðum Spánar. Þeir eru hins vegar báðir örvfættir og því ákvað Enrique að setja hinn réttfætta Rodri í miðvörð. Það má deila um hversu góð ákvörðun það var en ástæðan er sú sama og nefnd er hér að ofan. Allt snýst um hversu vel hægt er að spila út frá vörninni og upp völlinn. Að mati ESPN eru þetta fimm af bestu örvfættu miðvörðum heims um þessar mundir: David Alaba [Real Madríd] Gabriel [Arsenal] Alessandro Bastoni [Inter Milan] Pau Torres [Villareal] Joško Gvardiol [RB Leipzig] Alessandro Bastoni reynir að stöðva Mohamed Salah.Chris Brunskill/Getty Images Ef við skoðum hvaða lið í Bestu deild karla geta boðið upp á miðvarðarpar með einum rétt- og einum örvfættum miðvörðum þá kemur ef til vill á óvart að Breiðablik, eitt best spilandi lið landsins, mun stilla upp tveimur réttfættum miðvörðum á komandi tímabili. Ívar Örn var frábær í liði KA síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings geta boðið upp á rétt- og örvfætt teymi með Kyle McLagan eða Peter Ekroth [hægri] og Halldór Smára Sigurðsson [vinstri]. KA getur boðið upp á Dušan Brković [hægri] og Ívar Örn Arnarson [vinstri]. KR getur boðið upp á Finn Tómas Pálmason [hægri] og Grétar Snæ Gunnarsson [vinstri] á meðan Valur gat stillt upp slíkt teymi á síðustu leiktíð en óvíst er hvernig miðvarðarstaða Vals verður mönnuð næsta sumar. Hvað Bestu deild kvenna varðar þá var ekkert lið með slíkt teymi á síðustu leiktíð en það gæti breyst með tilkomu erlendra leikmanna á komandi leiktíð. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Á íþróttavefnum ESPN má finna skemmtilega grein þar sem farið er yfir mikilvægi að hafa örvfættan miðvörð í sínum röðum. Liðnir eru dagarnir þar sem örvfættum leikmönnum er troðið á vinstri kant eða í vinstri bakvörð. Nú er mikilvægt að geta boðið upp á örvfættan miðvörð sem þarf ekki alltaf að koma inn á miðjan völlinn til að spila boltanum með sínum sterkari fæti. Þá eru mörg lið farin að spila með þriggja miðvarða kerfi þar sem það er enn mikilvægara að vera með örvfættan leikmann í stöðu vinstri-miðvarðar. Þessu til sönnunar, það er að hafa rétt- og örvfætta leikmenn saman í miðverði, má benda á lið Spánar á HM. Luis Enrique, þáverandi þjálfari liðsins, hefði getað stillt þeim Pau Torres og Aymeric Laporte saman upp í miðverði en þeir eru tveir af framærilegustu miðvörðum Spánar. Þeir eru hins vegar báðir örvfættir og því ákvað Enrique að setja hinn réttfætta Rodri í miðvörð. Það má deila um hversu góð ákvörðun það var en ástæðan er sú sama og nefnd er hér að ofan. Allt snýst um hversu vel hægt er að spila út frá vörninni og upp völlinn. Að mati ESPN eru þetta fimm af bestu örvfættu miðvörðum heims um þessar mundir: David Alaba [Real Madríd] Gabriel [Arsenal] Alessandro Bastoni [Inter Milan] Pau Torres [Villareal] Joško Gvardiol [RB Leipzig] Alessandro Bastoni reynir að stöðva Mohamed Salah.Chris Brunskill/Getty Images Ef við skoðum hvaða lið í Bestu deild karla geta boðið upp á miðvarðarpar með einum rétt- og einum örvfættum miðvörðum þá kemur ef til vill á óvart að Breiðablik, eitt best spilandi lið landsins, mun stilla upp tveimur réttfættum miðvörðum á komandi tímabili. Ívar Örn var frábær í liði KA síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings geta boðið upp á rétt- og örvfætt teymi með Kyle McLagan eða Peter Ekroth [hægri] og Halldór Smára Sigurðsson [vinstri]. KA getur boðið upp á Dušan Brković [hægri] og Ívar Örn Arnarson [vinstri]. KR getur boðið upp á Finn Tómas Pálmason [hægri] og Grétar Snæ Gunnarsson [vinstri] á meðan Valur gat stillt upp slíkt teymi á síðustu leiktíð en óvíst er hvernig miðvarðarstaða Vals verður mönnuð næsta sumar. Hvað Bestu deild kvenna varðar þá var ekkert lið með slíkt teymi á síðustu leiktíð en það gæti breyst með tilkomu erlendra leikmanna á komandi leiktíð.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn