Um samræmda móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu Árborg Anna Katarzyna Wozniczka og Heiða Ösp Kristjánsdóttir skrifa 23. desember 2022 13:30 Síðastliðin fimm ár hefur Árborg verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti einstaklingum frá m.a. Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Þann 25. nóvember 2022 undirrituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn kveður á um að allt að 100 flóttamenn með lögheimili í sveitarfélaginu geti fengið auka þjónustu fram til 31. desember 2023. Með samningi tryggir ríkið sveitarfélaginu fjármagn til að sinna verkefninu. Nú þegar eru yfir 60 flóttamenn sem falla undir verkefnið búsettir í sveitarfélaginu Árborg og hafa samþykkt að fá slíka þjónustu. Þetta er mjög fjölbreytur hópur, bæði einstaklingar sem og fjölskyldur, á öllum aldri en flestir komu til Árborgar á eigin vegum. Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Þetta á við um fólk sem hefur komið til Íslands á eigin vegum eða í boði stjórnvalda. Umsjón með verkefninu á landsvísu er í höndum Fjölmenningarseturs. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það kýs að setjast að. Velferðarþjónusta sveitarfélagsins Árborgar sér um að tryggja samfellda og fjölbreytta þjónustu við flóttafólk. Málstjóri, starfsmaður velferðarþjónustu er tengiliður milli allra þjónustuaðila og samhæfingaraðili þjónustunnar. Flóttamenn leigja húsnæði á almennum markaði en ekki félagslegt leiguhúsnæði eða annað húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hjálpar þeim við leit að grunnhúsbúnaði. Málstjórinn tengir einstaklinga við heilbrigðisstofnanir og fylgir þeim eftir í einstaklingsmálum eftir þörfum. Málstjórinn útbýr einstaklingsáætlun í samvinnu við einstaklinginn auk þess að aðstoða þá við gerð umsókna, opnun bankareikninga og skráningar í helstu kerfi. Vinnumálastofnun á Suðurlandi tekur viðtöl við flóttafólk vegna atvinnuleitar og skipuleggur íslenskukennslu og samfélagsfræðslu, í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Flestir fullorðnir einstaklingar sem taka þátt í verkefninu eru nú komnir í vinnu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Árborg en nokkrir úr hópnum eru enn í atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunnar. Rauði krossinn parar flóttafólk við sjálfboðaliða sem veita sálrænan stuðning og aðstoð við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika. Í tilfelli barnafjölskyldna aðstoðar málstjórinn við að skrá börn í skóla og frístundir. Móttaka barna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins sem og í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur gengið mjög vel og stuðningur frá skóla- og frístundakerfinu hefur verið ómetanlegur. Góð samvinna er lykill þess að móttaka flóttafólks takist vel. Fjölmargir aðilar hafa hingað til tekið þátt í að tryggja flóttafólki farsæla móttöku og aðlögun í sveitarfélaginu Árborg. Ber hér að nefna samstarfsaðila á svæðinu - Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauða krossinn í Árnessýslu og Vinnumálastofnun á Suðurlandi en haldnar eru reglulegir stöðufundir til þess að samhæfa þjónustuna. Nytjamarkaðurinn útvegar fataávísanir fyrir flóttafólk en er einnig sveitarfélaginu til taks við leit að húsgögnum og öðrum nauðsynjum fyrir hópinn. Bæði fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu hafa tekið vel á móti einstaklingunum sem taka þátt í samræmdri móttöku. Þetta samvinnuverkefni mun halda áfram á nýju ári en reynslan undanfarin fimm ár hefur sýnt okkur að stuðningur nærsamfélagsins er dýrmætur þáttur í því að skapa tækifæri fyrir flóttafólk. Með þátttöku Árborgar í verkefninu aukast líkur þeirra sem kjósa að setjast að í sveitarfélaginu að þeir aðlagist og geti tekið þátt í okkar samfélagi. Anna Katarzyna Wozniczka er verkefnastjóri í málefnum flóttamanna og Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu hjá sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin fimm ár hefur Árborg verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti einstaklingum frá m.a. Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Þann 25. nóvember 2022 undirrituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn kveður á um að allt að 100 flóttamenn með lögheimili í sveitarfélaginu geti fengið auka þjónustu fram til 31. desember 2023. Með samningi tryggir ríkið sveitarfélaginu fjármagn til að sinna verkefninu. Nú þegar eru yfir 60 flóttamenn sem falla undir verkefnið búsettir í sveitarfélaginu Árborg og hafa samþykkt að fá slíka þjónustu. Þetta er mjög fjölbreytur hópur, bæði einstaklingar sem og fjölskyldur, á öllum aldri en flestir komu til Árborgar á eigin vegum. Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Þetta á við um fólk sem hefur komið til Íslands á eigin vegum eða í boði stjórnvalda. Umsjón með verkefninu á landsvísu er í höndum Fjölmenningarseturs. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það kýs að setjast að. Velferðarþjónusta sveitarfélagsins Árborgar sér um að tryggja samfellda og fjölbreytta þjónustu við flóttafólk. Málstjóri, starfsmaður velferðarþjónustu er tengiliður milli allra þjónustuaðila og samhæfingaraðili þjónustunnar. Flóttamenn leigja húsnæði á almennum markaði en ekki félagslegt leiguhúsnæði eða annað húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hjálpar þeim við leit að grunnhúsbúnaði. Málstjórinn tengir einstaklinga við heilbrigðisstofnanir og fylgir þeim eftir í einstaklingsmálum eftir þörfum. Málstjórinn útbýr einstaklingsáætlun í samvinnu við einstaklinginn auk þess að aðstoða þá við gerð umsókna, opnun bankareikninga og skráningar í helstu kerfi. Vinnumálastofnun á Suðurlandi tekur viðtöl við flóttafólk vegna atvinnuleitar og skipuleggur íslenskukennslu og samfélagsfræðslu, í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Flestir fullorðnir einstaklingar sem taka þátt í verkefninu eru nú komnir í vinnu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Árborg en nokkrir úr hópnum eru enn í atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunnar. Rauði krossinn parar flóttafólk við sjálfboðaliða sem veita sálrænan stuðning og aðstoð við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika. Í tilfelli barnafjölskyldna aðstoðar málstjórinn við að skrá börn í skóla og frístundir. Móttaka barna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins sem og í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur gengið mjög vel og stuðningur frá skóla- og frístundakerfinu hefur verið ómetanlegur. Góð samvinna er lykill þess að móttaka flóttafólks takist vel. Fjölmargir aðilar hafa hingað til tekið þátt í að tryggja flóttafólki farsæla móttöku og aðlögun í sveitarfélaginu Árborg. Ber hér að nefna samstarfsaðila á svæðinu - Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauða krossinn í Árnessýslu og Vinnumálastofnun á Suðurlandi en haldnar eru reglulegir stöðufundir til þess að samhæfa þjónustuna. Nytjamarkaðurinn útvegar fataávísanir fyrir flóttafólk en er einnig sveitarfélaginu til taks við leit að húsgögnum og öðrum nauðsynjum fyrir hópinn. Bæði fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu hafa tekið vel á móti einstaklingunum sem taka þátt í samræmdri móttöku. Þetta samvinnuverkefni mun halda áfram á nýju ári en reynslan undanfarin fimm ár hefur sýnt okkur að stuðningur nærsamfélagsins er dýrmætur þáttur í því að skapa tækifæri fyrir flóttafólk. Með þátttöku Árborgar í verkefninu aukast líkur þeirra sem kjósa að setjast að í sveitarfélaginu að þeir aðlagist og geti tekið þátt í okkar samfélagi. Anna Katarzyna Wozniczka er verkefnastjóri í málefnum flóttamanna og Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu hjá sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar