Stjórnmál til friðar Andrés Ingi Jónsson skrifar 23. desember 2022 15:00 Fátt er betra í aðdraganda jólanna en að ganga saman á Þorláksmessukvöld og krefjast friðar í heiminum. Á sama tíma og við sameinumst í kröfunni fyrir friði getum við litið inn á við og hugsað hvernig við getum betur beitt okkur í þágu friðsælli heims á nýju ári. Sérstaklega á þetta við okkur sem störfum í stjórnmálum, því við verðum ekki bara dæmd af orðum og friðargöngum, heldur þeim aðgerðum sem við stöndum fyrir. Hér langar mig þess vegna að nefna þrennt sem þingfólk getur gert eftir áramót til að stunda stjórnmál til friðar. 1. Tökum betur á móti fólki á flótta Ein erfiðasta afleiðing ófriðar er að fólk þarf að flýja heimkynni sín í leit að öryggi. Þetta hefur Evrópa heldur betur fengið að reyna eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur gert milljónir að flóttafólki, en þar hefur Ísland gert vel í að taka á móti þúsundum sem hafa leitað til okkar. Hversu vel íslensk stjórnvöld hafa staðið að móttöku úkraínsks flóttafólks leiðir hins vegar óhjákvæmilega hugann að því hvernig tekið er á móti fólki á flótta undan stríðsátökum annars staðar í heiminum. Erum við nokkuð búin að gleyma þotunni sem var fyllt af flóttafólki sem stjórnvöld vísuðu brott, beinustu leið á götuna í Grikklandi í haust? Í vélinni var m.a. fólk frá Írak, Palestínu og Afganistan – fólk að flýja stríð og átök. Félagsmálaráðherra þótti brottvísunin „óskaplega erfitt mál“, en virtist þá hafa gleymt skaðræðisfrumvarpi Jóns Gunnarssonar sem snýst fyrst og fremst um að ganga enn lengra í svona málum. Ítrekaðar brottvísanir íslenskra stjórnvalda á fólki inn í brotið hæliskerfi Grikklands stuðla ekki að friði í heiminum. Þær gera lítið úr rétti fólks á flótta, auka á erfiðleika grískra stjórnvalda við að tryggja öryggi flóttafólks og ýta á Evrópu að velta vandanum yfir á ríki rétt utan við álfuna – eins og Tyrkland og Líbýu, þar sem réttindi fólks eru enn minni. Eitt það besta sem stjórnarþingmenn geta gert í þágu mannúðar og friðar á nýju ári er að hætta að styðja útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar og koma í lið með þeim sem vilja styrkja stöðu fólks á flótta. 2. Sýnum í verki að Ísland vilji afvopnun Það vantar ekki fögur orð hjá ráðamönnum þegar kemur að afvopnunarmálum, en minna er um aðgerðir þar sem þeirra er þörf. Á næsta ári verður Ísland t.d. með formennsku í Norðurlandaráði, þar sem hluti af dagskránni verður alþjóðleg ráðstefna um friðarmál með áherslu á afvopnunarmálin. Þegar Katrín Jakobsdóttir kynnti þessi áform sagði hún: „Norðurlöndin verða að vinna af krafti gegn útbreiðslu kjarnavopna og í átt að eyðileggingu þeirra, því kjarnorkustríð er stríð þar sem enginn er sigurvegari.“ Í praxís hafa íslensk stjórnvöld hins vegar staðið eindregið gegn samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) – og tekið harðari afstöðu en mörg ríki sem við ættum að geta miðað okkur við. Fyrsti aðildarríkjafundur TPNW var haldinn síðastliðið vor, og þá virtist línan frá Nató vera að hundsa fundinn. Þó viku fjögur Natóríki frá þeirri línu. Þýskaland ákvað að mæta sem áheyrnarfulltrúi. Ríkisstjórn Noregs setti inn í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar haustið 2021 að mæta sem áheyrnarfulltrúi. Holland og Belgía mættu líka. Það skiptir nefnilega máli að mæta og eiga samtalið – að styðja þannig allar aðgerðir gegn kjarnavopnum. En Ísland þverneitaði að mæta, eitt Norðurlandanna. Þvermóðska ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er hættuleg á sama tíma og Rússland talar opinskátt um að beita kjarnavopnum í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún er á skjön við yfirlýsingar um að stjórnvöld vilji beita skapandi hugsun í þágu afvopnunar. Og þessi harða afstaða er furðuleg í ljósi þess að forsætisráðherra hefur heitið því að beita sér í þágu kjarnavopnabanns, eins og nýlega var minnt á í aðsendri grein ICAN, samtakanna sem eiga heiðurinn af því að TPNW-samningurinn varð til. 3. Friðlýsum Ísland (í alvöru) fyrir kjarnavopnum Þegar Alþingi samþykkti fyrstu þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland árið 2016 var einn liður í stefnunni mjög jákvæður friðarpunktur: „að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum,“ en síðan voru tennurnar dregnar úr þessari aðgerð með því að hnýta aftan við: „að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga“. Í umræðum um breytingar á þjóðaröryggisstefnunni núna í haust var Katrín Jakobsdóttir spurð hvaða alþjóðlegu skuldbindingar gætu komið í veg fyrir friðlýsingu fyrir kjarnavopnum. Þar nefndi hún tvennt: annars vegar aðildina að Atlantshafsbandalaginu og hins vegar hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna, en sagði jafnframt að „stefna íslenskra stjórnvalda er vel kunn og hún hefur verið sú að leyfa ekki staðsetningu kjarnavopna hér á Íslandi“. Þingheimur hefur tækifæri til að taka fastar til orða í þjóðaröryggisstefnunni þegar hún verður afgreidd seinna í vetur. Ef það er virkilega stefna stjórnvalda að ekki verði sett kjarnavopn á íslenska grundu, má þá ekki segja það berum orðum í þjóðaröryggisstefnu? Ef þau treysta sér ekki til að festa þá stefnu formlega á blað, þá er hún varla meira en orðin tóm. Friðargangan minnir okkur á það hversu gríðarstórt verkefni það er að berjast gegn stríði í heiminum. En eins og öll stærstu verkefnin byrjar það bara með einu litlu skrefi. Þau okkar sem erum í valdastöðum eins og þingmenn og ráðherrar njótum auk þess þeirra forréttinda að geta stigið stærri og áhrifaríkari skref. Þessar þrjár aðgerðir sem ég hef útlistað hér að framan gætum við sameinast um á nýju ári, svo við stundum stjórnmál til friðar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Kjarnorka Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Fátt er betra í aðdraganda jólanna en að ganga saman á Þorláksmessukvöld og krefjast friðar í heiminum. Á sama tíma og við sameinumst í kröfunni fyrir friði getum við litið inn á við og hugsað hvernig við getum betur beitt okkur í þágu friðsælli heims á nýju ári. Sérstaklega á þetta við okkur sem störfum í stjórnmálum, því við verðum ekki bara dæmd af orðum og friðargöngum, heldur þeim aðgerðum sem við stöndum fyrir. Hér langar mig þess vegna að nefna þrennt sem þingfólk getur gert eftir áramót til að stunda stjórnmál til friðar. 1. Tökum betur á móti fólki á flótta Ein erfiðasta afleiðing ófriðar er að fólk þarf að flýja heimkynni sín í leit að öryggi. Þetta hefur Evrópa heldur betur fengið að reyna eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur gert milljónir að flóttafólki, en þar hefur Ísland gert vel í að taka á móti þúsundum sem hafa leitað til okkar. Hversu vel íslensk stjórnvöld hafa staðið að móttöku úkraínsks flóttafólks leiðir hins vegar óhjákvæmilega hugann að því hvernig tekið er á móti fólki á flótta undan stríðsátökum annars staðar í heiminum. Erum við nokkuð búin að gleyma þotunni sem var fyllt af flóttafólki sem stjórnvöld vísuðu brott, beinustu leið á götuna í Grikklandi í haust? Í vélinni var m.a. fólk frá Írak, Palestínu og Afganistan – fólk að flýja stríð og átök. Félagsmálaráðherra þótti brottvísunin „óskaplega erfitt mál“, en virtist þá hafa gleymt skaðræðisfrumvarpi Jóns Gunnarssonar sem snýst fyrst og fremst um að ganga enn lengra í svona málum. Ítrekaðar brottvísanir íslenskra stjórnvalda á fólki inn í brotið hæliskerfi Grikklands stuðla ekki að friði í heiminum. Þær gera lítið úr rétti fólks á flótta, auka á erfiðleika grískra stjórnvalda við að tryggja öryggi flóttafólks og ýta á Evrópu að velta vandanum yfir á ríki rétt utan við álfuna – eins og Tyrkland og Líbýu, þar sem réttindi fólks eru enn minni. Eitt það besta sem stjórnarþingmenn geta gert í þágu mannúðar og friðar á nýju ári er að hætta að styðja útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar og koma í lið með þeim sem vilja styrkja stöðu fólks á flótta. 2. Sýnum í verki að Ísland vilji afvopnun Það vantar ekki fögur orð hjá ráðamönnum þegar kemur að afvopnunarmálum, en minna er um aðgerðir þar sem þeirra er þörf. Á næsta ári verður Ísland t.d. með formennsku í Norðurlandaráði, þar sem hluti af dagskránni verður alþjóðleg ráðstefna um friðarmál með áherslu á afvopnunarmálin. Þegar Katrín Jakobsdóttir kynnti þessi áform sagði hún: „Norðurlöndin verða að vinna af krafti gegn útbreiðslu kjarnavopna og í átt að eyðileggingu þeirra, því kjarnorkustríð er stríð þar sem enginn er sigurvegari.“ Í praxís hafa íslensk stjórnvöld hins vegar staðið eindregið gegn samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) – og tekið harðari afstöðu en mörg ríki sem við ættum að geta miðað okkur við. Fyrsti aðildarríkjafundur TPNW var haldinn síðastliðið vor, og þá virtist línan frá Nató vera að hundsa fundinn. Þó viku fjögur Natóríki frá þeirri línu. Þýskaland ákvað að mæta sem áheyrnarfulltrúi. Ríkisstjórn Noregs setti inn í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar haustið 2021 að mæta sem áheyrnarfulltrúi. Holland og Belgía mættu líka. Það skiptir nefnilega máli að mæta og eiga samtalið – að styðja þannig allar aðgerðir gegn kjarnavopnum. En Ísland þverneitaði að mæta, eitt Norðurlandanna. Þvermóðska ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er hættuleg á sama tíma og Rússland talar opinskátt um að beita kjarnavopnum í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún er á skjön við yfirlýsingar um að stjórnvöld vilji beita skapandi hugsun í þágu afvopnunar. Og þessi harða afstaða er furðuleg í ljósi þess að forsætisráðherra hefur heitið því að beita sér í þágu kjarnavopnabanns, eins og nýlega var minnt á í aðsendri grein ICAN, samtakanna sem eiga heiðurinn af því að TPNW-samningurinn varð til. 3. Friðlýsum Ísland (í alvöru) fyrir kjarnavopnum Þegar Alþingi samþykkti fyrstu þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland árið 2016 var einn liður í stefnunni mjög jákvæður friðarpunktur: „að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum,“ en síðan voru tennurnar dregnar úr þessari aðgerð með því að hnýta aftan við: „að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga“. Í umræðum um breytingar á þjóðaröryggisstefnunni núna í haust var Katrín Jakobsdóttir spurð hvaða alþjóðlegu skuldbindingar gætu komið í veg fyrir friðlýsingu fyrir kjarnavopnum. Þar nefndi hún tvennt: annars vegar aðildina að Atlantshafsbandalaginu og hins vegar hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna, en sagði jafnframt að „stefna íslenskra stjórnvalda er vel kunn og hún hefur verið sú að leyfa ekki staðsetningu kjarnavopna hér á Íslandi“. Þingheimur hefur tækifæri til að taka fastar til orða í þjóðaröryggisstefnunni þegar hún verður afgreidd seinna í vetur. Ef það er virkilega stefna stjórnvalda að ekki verði sett kjarnavopn á íslenska grundu, má þá ekki segja það berum orðum í þjóðaröryggisstefnu? Ef þau treysta sér ekki til að festa þá stefnu formlega á blað, þá er hún varla meira en orðin tóm. Friðargangan minnir okkur á það hversu gríðarstórt verkefni það er að berjast gegn stríði í heiminum. En eins og öll stærstu verkefnin byrjar það bara með einu litlu skrefi. Þau okkar sem erum í valdastöðum eins og þingmenn og ráðherrar njótum auk þess þeirra forréttinda að geta stigið stærri og áhrifaríkari skref. Þessar þrjár aðgerðir sem ég hef útlistað hér að framan gætum við sameinast um á nýju ári, svo við stundum stjórnmál til friðar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar