Romeo virðist hafa verslað föt í nýju verslun 66°Norður á Regent Street í Lundúnum á dögunum en hann sást með gjafapoka merktan íslenska framleiðandanum í miðborg Lundúna í vikunni, eins og fram kemur hjá Daily Mail.
Eins og fyrr segir skellti Beckham sér í gönguferð í dag og var hann klæddur jakka og buxum frá 66°Norður. Með honum í gönguferðinni var Mia Regan fyrirsæta en greint var frá sambandsslitum þeirra fyrr á árinu. Parið virðist hins vegar hafa fundið ástina að nýju.
Beckham birti myndir úr gönguferðinni á Instagram síðu sinni.