Starfsmenn Akureyrarbæjar hafi ekki efni á að nýta jólagjöfina Árni Sæberg skrifar 24. desember 2022 10:55 Niceair flýgur til fjögurra áfangastaða frá Akureyri. Ekki er öruggt að allir starfsmenn Akureyrar muni þiggja far á þá eftir jól. Vísir/Tryggvi Páll Starfsmenn Akureyrar fengu gjafabréf hjá norðlenska flugfélaginu Niceair í jólagjöf í ár. Mikil óánægja er meðal starfsfólks með gjöfina enda telur það sig margt hvert ekki hafa efni á að nýta hana. Í Fréttablaði dagsins er rætt við Heimi Örn Árnason, forseta bæjarstjórnar á Akureyri, um málið. Hann segir jólagjöfina klaufalega og að mistök hafi verið gerð við val á henni. Í Fréttablaðinu segir að hefðin sé að starfsmenn Akureyrarbæjar fái hangikjöt í jólapakkann en að í ár hafi verið ákveðið að sýna Niceair stuðning með því að kaupa gjafabréf af félaginu. Gjafabréfið hljóðar upp á 12.500 krónur og áætla má að það hafi kostað bæinn um fimmtán til tuttugu milljónir króna að gefa hverjum starfsmanni eitt stykki. Á vef Niceair má sjá að ódýrasta flugfarið kostar 25 þúsund krónu, aðra leið til Kaupmannahafnar. Því dugar jólagjöf Akureyrarbæjar fyrir hálfu fargjaldi aðra leið fyrir einn til Kaupmannahafnar. Þá á eftir að taka kostnað vegna gistingar og uppihalds inn í reikninginn. Sá kostnaður er ekki lágur í Kaupmannahöfn. Í samtali við Fréttablaðið segist Heimir Örn hafa lagt til í bæjarstjórn að starfsmenn fengju að velja á milli gjafabréfs og hangikjöts. Sóley Björk Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna í minnihluta bæjarstjórnar, slær á sömu strengi og segir ákjósanlegt að fólki standi tveir eða þrír kostir til boða. Heimir Örn segir að sömu mistök verði aldrei gerð aftur. Niceair Jól Akureyri Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Í Fréttablaði dagsins er rætt við Heimi Örn Árnason, forseta bæjarstjórnar á Akureyri, um málið. Hann segir jólagjöfina klaufalega og að mistök hafi verið gerð við val á henni. Í Fréttablaðinu segir að hefðin sé að starfsmenn Akureyrarbæjar fái hangikjöt í jólapakkann en að í ár hafi verið ákveðið að sýna Niceair stuðning með því að kaupa gjafabréf af félaginu. Gjafabréfið hljóðar upp á 12.500 krónur og áætla má að það hafi kostað bæinn um fimmtán til tuttugu milljónir króna að gefa hverjum starfsmanni eitt stykki. Á vef Niceair má sjá að ódýrasta flugfarið kostar 25 þúsund krónu, aðra leið til Kaupmannahafnar. Því dugar jólagjöf Akureyrarbæjar fyrir hálfu fargjaldi aðra leið fyrir einn til Kaupmannahafnar. Þá á eftir að taka kostnað vegna gistingar og uppihalds inn í reikninginn. Sá kostnaður er ekki lágur í Kaupmannahöfn. Í samtali við Fréttablaðið segist Heimir Örn hafa lagt til í bæjarstjórn að starfsmenn fengju að velja á milli gjafabréfs og hangikjöts. Sóley Björk Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna í minnihluta bæjarstjórnar, slær á sömu strengi og segir ákjósanlegt að fólki standi tveir eða þrír kostir til boða. Heimir Örn segir að sömu mistök verði aldrei gerð aftur.
Niceair Jól Akureyri Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31
Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56