Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. desember 2022 11:26 Agnes M. Sigurðardóttir er Biskup Íslands. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. „Fyrir jólin mátti lesa frétt um að brugðist verði við ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í bæjarfélagi hér á landi. Og samkvæmt fréttinni eru margir sem koma að þessu samstarfi, lögregla, sýslumaður, heilsugæsla og framhaldsskóli,“ sagði Agnes. Staða barna Í framhaldinu fjallaði hún um hörmungar sem börn úti heimi þurfa að líða og tók börn í Jemen sem dæmi. „Önnur frétt birtist fyrir stuttu um börn í Jemen þar sem fram kom að yfir ellefu þúsund börn hafi verið drepin eða limlest á þeim átta árum sem stríðið í Jemen hefur staðið, eða fjögur á degi hverjum að meðaltali. Og að yfir hálf milljón barna líði mjög alvarlega vannæringu.“ Lítið fari fyrir Guð í jólum nútímans Þá gladdist Agnes yfir skemmtilegum og fallegum fréttum sem fluttar voru rétt fyrir jól og tók sem dæmi frétt af Maríu Arnlaugsdóttur sem lifir nú sín hundruðustu og fyrstu jól, en María sagði að hér áður fyrr hafi jólin verið látlaus og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans. „Hún segir æskujólin hafa verið þau hátíðlegustu þótt þau hafi verið fábrotin og látlaus í samanburði við ofgnótt íslenskra jóla í dag.“ Að lokum vakti hún athygli á stöðunni í Úkraínu. „Það er ánægjulegt að jól í skókassa hafa verið móttekin í Úkraínu. Fimm þúsund fimm hundruð sjötíu og fimm gjafir voru sendar þangað frá fjölskyldum á Íslandi til barna sem búa við fátækt eru á spítala eða heimili fyrir foreldralaus börn.“ Predikuninni verður sjónvarpað á RÚV klukkan 12:30. Þjóðkirkjan Jól Trúmál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er líka svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
„Fyrir jólin mátti lesa frétt um að brugðist verði við ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í bæjarfélagi hér á landi. Og samkvæmt fréttinni eru margir sem koma að þessu samstarfi, lögregla, sýslumaður, heilsugæsla og framhaldsskóli,“ sagði Agnes. Staða barna Í framhaldinu fjallaði hún um hörmungar sem börn úti heimi þurfa að líða og tók börn í Jemen sem dæmi. „Önnur frétt birtist fyrir stuttu um börn í Jemen þar sem fram kom að yfir ellefu þúsund börn hafi verið drepin eða limlest á þeim átta árum sem stríðið í Jemen hefur staðið, eða fjögur á degi hverjum að meðaltali. Og að yfir hálf milljón barna líði mjög alvarlega vannæringu.“ Lítið fari fyrir Guð í jólum nútímans Þá gladdist Agnes yfir skemmtilegum og fallegum fréttum sem fluttar voru rétt fyrir jól og tók sem dæmi frétt af Maríu Arnlaugsdóttur sem lifir nú sín hundruðustu og fyrstu jól, en María sagði að hér áður fyrr hafi jólin verið látlaus og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans. „Hún segir æskujólin hafa verið þau hátíðlegustu þótt þau hafi verið fábrotin og látlaus í samanburði við ofgnótt íslenskra jóla í dag.“ Að lokum vakti hún athygli á stöðunni í Úkraínu. „Það er ánægjulegt að jól í skókassa hafa verið móttekin í Úkraínu. Fimm þúsund fimm hundruð sjötíu og fimm gjafir voru sendar þangað frá fjölskyldum á Íslandi til barna sem búa við fátækt eru á spítala eða heimili fyrir foreldralaus börn.“ Predikuninni verður sjónvarpað á RÚV klukkan 12:30.
Þjóðkirkjan Jól Trúmál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er líka svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira