„Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2022 23:00 Aron Pálmarsson er á leið frá Álaborg til FH. Álaborg Þeir Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason hringdu til Danmerkur í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastinu. Þar ræddu þeir við Rasmus Boysen, einn helsta handboltasérfræðing heims um heimkomu Arons Pálmarssonar. „Þetta kom virkilega á óvart fyrir danska handboltaaðdáendur,“ sagði Rasmus í samtali við þá félaga. „Aron er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður fyrir Álaborg sem er mjög metnaðarfullt félag og Aron á auðvitað eitt ár eftir af samningi sínum. Þannig að þetta kom á óvart þegar maður heyrði af þessu, en þegar maður heyrir ástæðuni fyrir því af hverju hann er að fara frá Álaborg og til Íslands þá skilur maður þessa ákvörðun hans,“ bætti Rasmus við, en Aron hefur sagt frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun til að vera nær dóttur sinni sem er búsett hér á landi. Stórt nafn að yfirgefa stórt lið Þá segir Rasmus að mikið hafi verið fjallað um ákvörðun Arons í dönskum miðlum, enda sé stórt nafn að yfirgefa stórt lið. „Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum. Handbolti er mjög stór íþrótt í Danmörku og Aron er stórleikmaður í stóru liði, bæði í dönskum og evrópskum handbolta. En eins og ég sagði áðan þá voru allir mjög hissa. En maður sá á samfélagsmiðlunum hjá Álaborg að stuðningsmenn liðsins skildu af hverju Aron vildi fara, en þeir voru líka mjög ósáttir með það.“ Mun líklega ekki koma niður á spiltímanum Þrátt fyrir að Aron sé nú á leið frá Álaborg áður en samningi hans er lokið telur Rasmus ekki að það muni hafa áhrif á spiltíma hans hjá félaginu. „Nei það held ég ekki. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er Álaborg ekki í þeirri stöðu núna að þeir geti hunsað stjörnur eins og Aron. Liðið er búið að eiga erfitt uppdráttar fyrri helming tímabilsins. Þeir áttu gott tímabil í fyrra, en hafa verið í veseni í ár. Mér finnst Aron hafa spilað mjög vel undanfarna mánuði þannig ég held að þetta muni ekki hafa áhrif á spiltíma hans.“ Meðal þriggja bestu leikmanna heims upp á sitt besta Við Íslendingar höfum lengi litið á Aron sem einn besta handboltamann heims, enda hefur hann spilað með bestu liðum heims um áraraðir og unnið allt sem hægt er að vinna. En hvar setur Rasmus hann á listann yfir bestu handboltamenn heims? „Þegar hann var upp á sitt allra besta var hann meðal fimm bestu í heimi, jafnvel meðal þriggja bestu. Hann var aldrei sá allra besti, en meðal þeirra bestu. Hann er leikmaður sem steig alltaf upp í mikilvægum leikjum.“ „Hann er frábær leikmaður sem er enn mjög góður, en ekki í heimsklassa lengur. Hann er enn mjög, mjög góður, en ekki á lista yfir tíu bestu leikmenn heims lengur því mér finnst hann ekki hafa verið jafn stöðugur í Danmörku eins og hann var í Barcelona. Þannig eins og ég segi, mjög góður leikmaður, en ekki meðal tíu bestu lengur.“ Þá segir Rasmus að Aron hafi verið upp á sitt besta á tíma sínum hjá Kiel. „Hjá Kiel held ég. Það hjálpaði honum auðvitað að hann spilaði með mjög góðu liði, sem hann gerði auðvitað líka hjá Barcelona, en samkeppnin á milli leikmanna í Kiel á þessum tíma var mun meiri. Mér fannst hann líka betri með landsliðinu þegar hann var að spila hjá Kiel,“ sagði Rasmus að lokum. Viðhafnarútgáfu Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en strákarnir hringja í Rasmus eftir um 28 mínútur. Handbolti Handkastið Danski handboltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Þetta kom virkilega á óvart fyrir danska handboltaaðdáendur,“ sagði Rasmus í samtali við þá félaga. „Aron er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður fyrir Álaborg sem er mjög metnaðarfullt félag og Aron á auðvitað eitt ár eftir af samningi sínum. Þannig að þetta kom á óvart þegar maður heyrði af þessu, en þegar maður heyrir ástæðuni fyrir því af hverju hann er að fara frá Álaborg og til Íslands þá skilur maður þessa ákvörðun hans,“ bætti Rasmus við, en Aron hefur sagt frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun til að vera nær dóttur sinni sem er búsett hér á landi. Stórt nafn að yfirgefa stórt lið Þá segir Rasmus að mikið hafi verið fjallað um ákvörðun Arons í dönskum miðlum, enda sé stórt nafn að yfirgefa stórt lið. „Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum. Handbolti er mjög stór íþrótt í Danmörku og Aron er stórleikmaður í stóru liði, bæði í dönskum og evrópskum handbolta. En eins og ég sagði áðan þá voru allir mjög hissa. En maður sá á samfélagsmiðlunum hjá Álaborg að stuðningsmenn liðsins skildu af hverju Aron vildi fara, en þeir voru líka mjög ósáttir með það.“ Mun líklega ekki koma niður á spiltímanum Þrátt fyrir að Aron sé nú á leið frá Álaborg áður en samningi hans er lokið telur Rasmus ekki að það muni hafa áhrif á spiltíma hans hjá félaginu. „Nei það held ég ekki. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er Álaborg ekki í þeirri stöðu núna að þeir geti hunsað stjörnur eins og Aron. Liðið er búið að eiga erfitt uppdráttar fyrri helming tímabilsins. Þeir áttu gott tímabil í fyrra, en hafa verið í veseni í ár. Mér finnst Aron hafa spilað mjög vel undanfarna mánuði þannig ég held að þetta muni ekki hafa áhrif á spiltíma hans.“ Meðal þriggja bestu leikmanna heims upp á sitt besta Við Íslendingar höfum lengi litið á Aron sem einn besta handboltamann heims, enda hefur hann spilað með bestu liðum heims um áraraðir og unnið allt sem hægt er að vinna. En hvar setur Rasmus hann á listann yfir bestu handboltamenn heims? „Þegar hann var upp á sitt allra besta var hann meðal fimm bestu í heimi, jafnvel meðal þriggja bestu. Hann var aldrei sá allra besti, en meðal þeirra bestu. Hann er leikmaður sem steig alltaf upp í mikilvægum leikjum.“ „Hann er frábær leikmaður sem er enn mjög góður, en ekki í heimsklassa lengur. Hann er enn mjög, mjög góður, en ekki á lista yfir tíu bestu leikmenn heims lengur því mér finnst hann ekki hafa verið jafn stöðugur í Danmörku eins og hann var í Barcelona. Þannig eins og ég segi, mjög góður leikmaður, en ekki meðal tíu bestu lengur.“ Þá segir Rasmus að Aron hafi verið upp á sitt besta á tíma sínum hjá Kiel. „Hjá Kiel held ég. Það hjálpaði honum auðvitað að hann spilaði með mjög góðu liði, sem hann gerði auðvitað líka hjá Barcelona, en samkeppnin á milli leikmanna í Kiel á þessum tíma var mun meiri. Mér fannst hann líka betri með landsliðinu þegar hann var að spila hjá Kiel,“ sagði Rasmus að lokum. Viðhafnarútgáfu Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en strákarnir hringja í Rasmus eftir um 28 mínútur.
Handbolti Handkastið Danski handboltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða