Sungu að Kane hefði brugðist landi sínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 16:00 Harry Kane í leik dagsins. Eddie Keogh/Getty Images Þegar kemur að níðsöngvum um leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er ekkert heilagt. Harry Kane fékk að finna fyrir því í 2-2 jafntefli Brentford og Tottenham Hotspur í dag. Enska úrvalsdeildin sneri aftur í dag eftir 44 daga frí vegna HM í Katar. Kane var í byrjunarliði Tottenham en hann brenndi af vítaspyrnu þegar England féll úr leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM. Stuðningsfólk Brentford ákvað að láta Kane heyra það í leik dagsins og söng að hann hefði brugðist landi sínu. 'You let your country down' - Harry Kane brutally mocked by Brentford fans. pic.twitter.com/HPb1gRQYx6— SPORTbible (@sportbible) December 26, 2022 Það virtist sem söngvarnir hefðu áhrif á leikmenn Tottenham en heimaliðið komst 2-0 yfir áður en Kane minnkaði muninn áður en Pierre-Emile Højbjerg jafnaði metin. Kane var svo nálægt því að tryggja sigur Tottenham. Hefði skalli hans endað í netinu en ekki þverslánni hefði hið forna orðatiltæki „sá hlær best sem síðast hlær“ svo sannarlega átt við. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, tók upp hanskann fyrir Kane. Harry Kane s never let his country down. He s captain, a model pro and easily the best English striker around atm. He s just equalled Rooney s #ENG goal record of 53 (from 80 games). He also helps fund facilities and coaching for kids. Kane does a lot for his country. #BRETOT— Henry Winter (@henrywinter) December 26, 2022 „Kane hefur aldrei brugðist þjóð sinni. Hann er fyrirliði, fyrirmyndar atvinnumaður og án efa besti framherji Englands í dag. Hann er nýbúinn að jafna markamet Wayne Rooney fyrir enska landsliðið og hjálpar til við að bæta aðstöðu og þjálfun barna. Kane gerir margt fyrir þjóð sína,“ sagði Winter á Twitter síðu sinni. Kane hefur skorað 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Aðeins Erling Braut Håland, framherji Manchester City, hefur skorað fleiri eða 18 talsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Sjá meira
Enska úrvalsdeildin sneri aftur í dag eftir 44 daga frí vegna HM í Katar. Kane var í byrjunarliði Tottenham en hann brenndi af vítaspyrnu þegar England féll úr leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM. Stuðningsfólk Brentford ákvað að láta Kane heyra það í leik dagsins og söng að hann hefði brugðist landi sínu. 'You let your country down' - Harry Kane brutally mocked by Brentford fans. pic.twitter.com/HPb1gRQYx6— SPORTbible (@sportbible) December 26, 2022 Það virtist sem söngvarnir hefðu áhrif á leikmenn Tottenham en heimaliðið komst 2-0 yfir áður en Kane minnkaði muninn áður en Pierre-Emile Højbjerg jafnaði metin. Kane var svo nálægt því að tryggja sigur Tottenham. Hefði skalli hans endað í netinu en ekki þverslánni hefði hið forna orðatiltæki „sá hlær best sem síðast hlær“ svo sannarlega átt við. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, tók upp hanskann fyrir Kane. Harry Kane s never let his country down. He s captain, a model pro and easily the best English striker around atm. He s just equalled Rooney s #ENG goal record of 53 (from 80 games). He also helps fund facilities and coaching for kids. Kane does a lot for his country. #BRETOT— Henry Winter (@henrywinter) December 26, 2022 „Kane hefur aldrei brugðist þjóð sinni. Hann er fyrirliði, fyrirmyndar atvinnumaður og án efa besti framherji Englands í dag. Hann er nýbúinn að jafna markamet Wayne Rooney fyrir enska landsliðið og hjálpar til við að bæta aðstöðu og þjálfun barna. Kane gerir margt fyrir þjóð sína,“ sagði Winter á Twitter síðu sinni. Kane hefur skorað 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Aðeins Erling Braut Håland, framherji Manchester City, hefur skorað fleiri eða 18 talsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Sjá meira