Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 21:28 Frá snjómokstri á Selfossi í dag. vísir/magnús hlynur Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt. Búast má við versnandi akstursskilyrðum enda mikill laus snjór fyrir og ef hvessir samfara meiri snjókomu má búast við að skyggni til aksturs verði lítið, einkum á heiðum. „Skilin eru komin að Reykjanesi og munu ganga yfir landið. Það verður staðbundin snjókoma en kannski ekki í alveg sama mæli og var hér fyrir helgi,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þjóðvegur, milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs, er lokaður en nýjar upplýsingar verða gefnar af Vegagerðinni klukkan 9 í fyrramálið. Tvö hús að Höfðabrekku, austan Víkur, voru rýmd vegna snjóflóðahættu í kvöld. Um er að ræða hótelhelrými og þjónustuhús og voru gestir færðir í annað húsnæði á vegum þessa sama hótels. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans á Suðurlandi. Spáin í kvöld og á morgun Spáð er norðlægri eða breytilegri átt 5-13 m/s og él á norðaustanverðu landinu, annars úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt undir kvöld, 10-18 og fer að snjóa vestanlands seint í kvöld. Frost 3 til 16 stig, mildast við suðurströndina. Á morgun er búist við austlægri átt, víða 8-15. Snjókoma suðaustantil og síðar á Austfjörðum, en annars él. Norðlæg átt 10-18 um landið vestanvert um kvöldið, hvassast og él á Vestfjörðum, en styttir smám saman upp og léttir til syðra. Hiti breytist lítið. Veður Samgöngur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. 26. desember 2022 19:20 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Sjá meira
Búast má við versnandi akstursskilyrðum enda mikill laus snjór fyrir og ef hvessir samfara meiri snjókomu má búast við að skyggni til aksturs verði lítið, einkum á heiðum. „Skilin eru komin að Reykjanesi og munu ganga yfir landið. Það verður staðbundin snjókoma en kannski ekki í alveg sama mæli og var hér fyrir helgi,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þjóðvegur, milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs, er lokaður en nýjar upplýsingar verða gefnar af Vegagerðinni klukkan 9 í fyrramálið. Tvö hús að Höfðabrekku, austan Víkur, voru rýmd vegna snjóflóðahættu í kvöld. Um er að ræða hótelhelrými og þjónustuhús og voru gestir færðir í annað húsnæði á vegum þessa sama hótels. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans á Suðurlandi. Spáin í kvöld og á morgun Spáð er norðlægri eða breytilegri átt 5-13 m/s og él á norðaustanverðu landinu, annars úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt undir kvöld, 10-18 og fer að snjóa vestanlands seint í kvöld. Frost 3 til 16 stig, mildast við suðurströndina. Á morgun er búist við austlægri átt, víða 8-15. Snjókoma suðaustantil og síðar á Austfjörðum, en annars él. Norðlæg átt 10-18 um landið vestanvert um kvöldið, hvassast og él á Vestfjörðum, en styttir smám saman upp og léttir til syðra. Hiti breytist lítið.
Veður Samgöngur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. 26. desember 2022 19:20 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Sjá meira
Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. 26. desember 2022 19:20