Leiðindaveður á Tenerife yfir jólin Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 10:22 Íslendingar og aðrir á Tenerife fengur leiðindaveður yfir sig á aðfanga- og jóladag. Svali Kaldalóns segir götur þar ógeðslegar eftir að hvass vindur gekk eyjuna sem bar með sér sand frá Saharaeyðimörkinni. vísir Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra. Rætt var við Svala Kaldalóns ferðamálafrömuð á Tenerife í Bítinu nú í morgun en hann var í óða önn við að sópa sandhrúgum sem safnast höfðu upp fyrir framan hús hans. Rok og rigning hefur verið á Tenerife undanfarna tvo daga. „Hér hefur verið svo mikið sandfok. Mjög hvasst í gær, sterk suð/austan átt og rigning. Í dag er strekkingsgustur úr austri og með öllum sandinum frá Sahara,“ segir Svali og lýsir því að nú er ríkjandi hið svokallaða Calima-ásand, sem er heitur vindur úr suðri sem ber með sér sandský frá Sahara-eyðimörinni. „Þá fær maður sandinn óþveginn í andlitið,“ segir Svali. Göturnar ógeðslegar eftir sandstorminn Hann segir þetta óvenjulegt í desember og yfir jólin. Hann segir að eyjaskeggjar séu ekki að kippa sér mikið upp við þetta þó þeir séu þessu ekki vanir á þessum tíma árs. En í nótt var mjög hvasst. Þegar Calima-vindarnir koma þá sé þetta eins og kveikt sé á ofni, þeir séu svo heitir. „Allar götur hér eru ógeðslegar. Það er drulla út um allt og á gangstéttum. Það verður mikið að gera hjá bæjarstarfsmönnum næstu dagana.“ Svali segir að veður hafi verið fínt allt þar til á sunnudaginn en svo kom veðrið yfir sem Íslendingum, sem eru að flýja veðravíti á Íslandi, þyki auðvitað heldur snautlegt. Tveir dagar í leiðindaveðri í ferð sem nemur kannski tíu dögum sé biti. En það sé búið að lofa því að veður verður gott frá og með morgundeginum. Ýmsar ferðir sem voru bókaðar um eyjuna þurfti að fella niður vegna veðurs, sem er mjög óvenjulegt. Páll Óskar væntanlegur Íslendingar eru á hverju strái á Tenerife um þessar mundir. Spurður segist Svali hafa heyrt því fleygt frá manni í ferðaþjónustunni að þeir væru næstum helmingi fleiri en í fyrra; milli átta og níu þúsund manns. Aðstæður hafi mikið breyst og nú sé ráðlegra að panta borð á veitingastöðum í stað þess að reka bara inn nefið eins og áður tíðkaðist. En þrátt fyrir þetta bakslag stefnir í mikið fjör á Tenerife. Páll Óskar er væntanlegur á eyjuna á morgun, hann verður með sérstakan áramótadansleik en það seldist upp á hann á augabragði. Búið er að setja á aukatónleika, nýárstónleika þannig að Íslendingarnir ætla ekki að láta þetta bakslag raska jóla- og nýársgleðinni. Ferðalög Jól Bítið Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Rætt var við Svala Kaldalóns ferðamálafrömuð á Tenerife í Bítinu nú í morgun en hann var í óða önn við að sópa sandhrúgum sem safnast höfðu upp fyrir framan hús hans. Rok og rigning hefur verið á Tenerife undanfarna tvo daga. „Hér hefur verið svo mikið sandfok. Mjög hvasst í gær, sterk suð/austan átt og rigning. Í dag er strekkingsgustur úr austri og með öllum sandinum frá Sahara,“ segir Svali og lýsir því að nú er ríkjandi hið svokallaða Calima-ásand, sem er heitur vindur úr suðri sem ber með sér sandský frá Sahara-eyðimörinni. „Þá fær maður sandinn óþveginn í andlitið,“ segir Svali. Göturnar ógeðslegar eftir sandstorminn Hann segir þetta óvenjulegt í desember og yfir jólin. Hann segir að eyjaskeggjar séu ekki að kippa sér mikið upp við þetta þó þeir séu þessu ekki vanir á þessum tíma árs. En í nótt var mjög hvasst. Þegar Calima-vindarnir koma þá sé þetta eins og kveikt sé á ofni, þeir séu svo heitir. „Allar götur hér eru ógeðslegar. Það er drulla út um allt og á gangstéttum. Það verður mikið að gera hjá bæjarstarfsmönnum næstu dagana.“ Svali segir að veður hafi verið fínt allt þar til á sunnudaginn en svo kom veðrið yfir sem Íslendingum, sem eru að flýja veðravíti á Íslandi, þyki auðvitað heldur snautlegt. Tveir dagar í leiðindaveðri í ferð sem nemur kannski tíu dögum sé biti. En það sé búið að lofa því að veður verður gott frá og með morgundeginum. Ýmsar ferðir sem voru bókaðar um eyjuna þurfti að fella niður vegna veðurs, sem er mjög óvenjulegt. Páll Óskar væntanlegur Íslendingar eru á hverju strái á Tenerife um þessar mundir. Spurður segist Svali hafa heyrt því fleygt frá manni í ferðaþjónustunni að þeir væru næstum helmingi fleiri en í fyrra; milli átta og níu þúsund manns. Aðstæður hafi mikið breyst og nú sé ráðlegra að panta borð á veitingastöðum í stað þess að reka bara inn nefið eins og áður tíðkaðist. En þrátt fyrir þetta bakslag stefnir í mikið fjör á Tenerife. Páll Óskar er væntanlegur á eyjuna á morgun, hann verður með sérstakan áramótadansleik en það seldist upp á hann á augabragði. Búið er að setja á aukatónleika, nýárstónleika þannig að Íslendingarnir ætla ekki að láta þetta bakslag raska jóla- og nýársgleðinni.
Ferðalög Jól Bítið Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira