Hengdu upp borða til stuðnings Vialli sem berst við krabbamein Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 14:30 Stuðningsmenn Sampdoria á Englandi hengdu upp borða til stuðnings fyrrum leikmanni liðsins, Gianluca Vialli. Sampdoria Club of England Stuðningsmenn ítalska félagsins Sampdoria hafa hengt upp borða fyrir utan sjúkrahús í London þar sem fyrrum leikmaður félagsins, Gianluca Vialli, liggur inni og berst við krabbamein. Vialli lék með Sampdoria á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, en þessi 58 ára gamli fyrrum leikmaður og þjálfari er að glíma við krabbamein í brisi. Vialli var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins, en hætti í því fyrr í þessum mánuði til að einbeita sér að baráttunni við krabbameinið. Vialli greindist upphaflega með meinið 2017, taldi sig hafa losnað við það 2020 en það tók sig svo aftur upp ári seinna. Ástand Viallis er nú orðið svo slæmt að bróðir hans og 87 ára gömul móðir hans komu Englands til að vera hjá honum, en þau eru nú snúin aftur til Ítalíu. Stuðningsmannaklúbbur Sampdoria á Englandi hefur nú hengt upp stóran borða fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Vialli liggur sem á stendur „Forza Luca“ eða „Áfram Luca.“ Sampdoria fans hang a supportive banner for club legend Gianluca Vialli outside hospital where he is battling cancer https://t.co/ZUtLyQtsGz— MailOnline Sport (@MailSport) December 27, 2022 Vialli lék með Sampdoria frá 1984 til 1992 og skoraði 141 mark í 328 leikjum. Hann hjálpaði liðinu meðal annars að vinna sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í sögunni árið 1991 og skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri gegn Anderlecht í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa árið 1990. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vialli fer halloka í baráttunni við krabbamein Ástand ítalska fótboltagoðsins Gianlucas Vialli fer versnandi. Hann glímir við krabbamein í brisi. 21. desember 2022 12:00 Vialli glímir við krabbamein Ítalska goðsögnin Gianluca Vialli er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar kemur meðal annars fram að hann hefur verið að glíma við krabbamein síðasta árið. 26. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Vialli lék með Sampdoria á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, en þessi 58 ára gamli fyrrum leikmaður og þjálfari er að glíma við krabbamein í brisi. Vialli var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins, en hætti í því fyrr í þessum mánuði til að einbeita sér að baráttunni við krabbameinið. Vialli greindist upphaflega með meinið 2017, taldi sig hafa losnað við það 2020 en það tók sig svo aftur upp ári seinna. Ástand Viallis er nú orðið svo slæmt að bróðir hans og 87 ára gömul móðir hans komu Englands til að vera hjá honum, en þau eru nú snúin aftur til Ítalíu. Stuðningsmannaklúbbur Sampdoria á Englandi hefur nú hengt upp stóran borða fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Vialli liggur sem á stendur „Forza Luca“ eða „Áfram Luca.“ Sampdoria fans hang a supportive banner for club legend Gianluca Vialli outside hospital where he is battling cancer https://t.co/ZUtLyQtsGz— MailOnline Sport (@MailSport) December 27, 2022 Vialli lék með Sampdoria frá 1984 til 1992 og skoraði 141 mark í 328 leikjum. Hann hjálpaði liðinu meðal annars að vinna sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í sögunni árið 1991 og skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri gegn Anderlecht í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa árið 1990.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vialli fer halloka í baráttunni við krabbamein Ástand ítalska fótboltagoðsins Gianlucas Vialli fer versnandi. Hann glímir við krabbamein í brisi. 21. desember 2022 12:00 Vialli glímir við krabbamein Ítalska goðsögnin Gianluca Vialli er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar kemur meðal annars fram að hann hefur verið að glíma við krabbamein síðasta árið. 26. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Vialli fer halloka í baráttunni við krabbamein Ástand ítalska fótboltagoðsins Gianlucas Vialli fer versnandi. Hann glímir við krabbamein í brisi. 21. desember 2022 12:00
Vialli glímir við krabbamein Ítalska goðsögnin Gianluca Vialli er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar kemur meðal annars fram að hann hefur verið að glíma við krabbamein síðasta árið. 26. nóvember 2018 13:30