Messi fær frí fram á nýtt ár Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 16:01 Argentina's Lionel Messi celebrates with the trophy in front of the fans after winning the World Cup final soccer match between Argentina and France at the Lusail Stadium in Lusail, Qatar, Sunday, Dec. 18, 2022. Argentina won 4-2 in a penalty shootout after the match ended tied 3-3. (AP Photo/Martin Meissner) Nýkrýndi heimsmeistarinn Lionel Messi mun ekki leika með félagi sínu Paris Saint-Germain í Frakklandi fyrr en á nýju ári. Christophe Galtier, stjóri liðsins, greindi frá í dag. Parísarliðið snýr aftur á völlinn í frönsku deildinni á morgun þar sem Kylian Mbappé verður í liðinu, en hann sneri beint aftur til æfinga í kjölfar taps Frakka í úrslitum heimsmeistaramótsins fyrir liðsfélaga hans Messi og Argentínu. Messi verður aftur á móti í fríi fram á nýtt ár. Hann missir af leik morgundagsins við Strasbourg sem og leik við Lens á sunnudaginn kemur. „Þetta er breytilegt eftir einstaklingum. Achraf Hakimi spilaði alla leikina fyrir Marokkó og var í liði mótsins. Hann vildi koma aftur eins fljótt og auðið var, líkt og Kylian Mbappé. Hann stóð sig einnig stórkostlega og var markahæstur á HM,“ segir Galtier. „Það kemur líklega tímapunktur þar sem Hakimi og Mbappé þurfa hvíld. Ekki endilega líkamlega en klárlega andlega,“ „Hvað Messi varðar, sem átti frábært mót, í ljósi þess að þeir unnu keppnina fór hann til Argentínu til að fagna því. Við tókum þá ákvörðun að gefa honum fram til 1. janúar. Hann kemur aftur annan eða þriðja og fer aftur á fullt eftir 13 eða 14 daga frí,“ segir Galtier. Franskir miðlar greina frá því að Messi sé nálægt samkomulagi við félagið um að framlengja samning sinn en núverandi samningur rennur út eftir rúma sex mánuði. Líklegt er að gengið verði frá samningum við endurkomu hans til Parísar. Franski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Parísarliðið snýr aftur á völlinn í frönsku deildinni á morgun þar sem Kylian Mbappé verður í liðinu, en hann sneri beint aftur til æfinga í kjölfar taps Frakka í úrslitum heimsmeistaramótsins fyrir liðsfélaga hans Messi og Argentínu. Messi verður aftur á móti í fríi fram á nýtt ár. Hann missir af leik morgundagsins við Strasbourg sem og leik við Lens á sunnudaginn kemur. „Þetta er breytilegt eftir einstaklingum. Achraf Hakimi spilaði alla leikina fyrir Marokkó og var í liði mótsins. Hann vildi koma aftur eins fljótt og auðið var, líkt og Kylian Mbappé. Hann stóð sig einnig stórkostlega og var markahæstur á HM,“ segir Galtier. „Það kemur líklega tímapunktur þar sem Hakimi og Mbappé þurfa hvíld. Ekki endilega líkamlega en klárlega andlega,“ „Hvað Messi varðar, sem átti frábært mót, í ljósi þess að þeir unnu keppnina fór hann til Argentínu til að fagna því. Við tókum þá ákvörðun að gefa honum fram til 1. janúar. Hann kemur aftur annan eða þriðja og fer aftur á fullt eftir 13 eða 14 daga frí,“ segir Galtier. Franskir miðlar greina frá því að Messi sé nálægt samkomulagi við félagið um að framlengja samning sinn en núverandi samningur rennur út eftir rúma sex mánuði. Líklegt er að gengið verði frá samningum við endurkomu hans til Parísar.
Franski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira