Messi fær frí fram á nýtt ár Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 16:01 Argentina's Lionel Messi celebrates with the trophy in front of the fans after winning the World Cup final soccer match between Argentina and France at the Lusail Stadium in Lusail, Qatar, Sunday, Dec. 18, 2022. Argentina won 4-2 in a penalty shootout after the match ended tied 3-3. (AP Photo/Martin Meissner) Nýkrýndi heimsmeistarinn Lionel Messi mun ekki leika með félagi sínu Paris Saint-Germain í Frakklandi fyrr en á nýju ári. Christophe Galtier, stjóri liðsins, greindi frá í dag. Parísarliðið snýr aftur á völlinn í frönsku deildinni á morgun þar sem Kylian Mbappé verður í liðinu, en hann sneri beint aftur til æfinga í kjölfar taps Frakka í úrslitum heimsmeistaramótsins fyrir liðsfélaga hans Messi og Argentínu. Messi verður aftur á móti í fríi fram á nýtt ár. Hann missir af leik morgundagsins við Strasbourg sem og leik við Lens á sunnudaginn kemur. „Þetta er breytilegt eftir einstaklingum. Achraf Hakimi spilaði alla leikina fyrir Marokkó og var í liði mótsins. Hann vildi koma aftur eins fljótt og auðið var, líkt og Kylian Mbappé. Hann stóð sig einnig stórkostlega og var markahæstur á HM,“ segir Galtier. „Það kemur líklega tímapunktur þar sem Hakimi og Mbappé þurfa hvíld. Ekki endilega líkamlega en klárlega andlega,“ „Hvað Messi varðar, sem átti frábært mót, í ljósi þess að þeir unnu keppnina fór hann til Argentínu til að fagna því. Við tókum þá ákvörðun að gefa honum fram til 1. janúar. Hann kemur aftur annan eða þriðja og fer aftur á fullt eftir 13 eða 14 daga frí,“ segir Galtier. Franskir miðlar greina frá því að Messi sé nálægt samkomulagi við félagið um að framlengja samning sinn en núverandi samningur rennur út eftir rúma sex mánuði. Líklegt er að gengið verði frá samningum við endurkomu hans til Parísar. Franski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Parísarliðið snýr aftur á völlinn í frönsku deildinni á morgun þar sem Kylian Mbappé verður í liðinu, en hann sneri beint aftur til æfinga í kjölfar taps Frakka í úrslitum heimsmeistaramótsins fyrir liðsfélaga hans Messi og Argentínu. Messi verður aftur á móti í fríi fram á nýtt ár. Hann missir af leik morgundagsins við Strasbourg sem og leik við Lens á sunnudaginn kemur. „Þetta er breytilegt eftir einstaklingum. Achraf Hakimi spilaði alla leikina fyrir Marokkó og var í liði mótsins. Hann vildi koma aftur eins fljótt og auðið var, líkt og Kylian Mbappé. Hann stóð sig einnig stórkostlega og var markahæstur á HM,“ segir Galtier. „Það kemur líklega tímapunktur þar sem Hakimi og Mbappé þurfa hvíld. Ekki endilega líkamlega en klárlega andlega,“ „Hvað Messi varðar, sem átti frábært mót, í ljósi þess að þeir unnu keppnina fór hann til Argentínu til að fagna því. Við tókum þá ákvörðun að gefa honum fram til 1. janúar. Hann kemur aftur annan eða þriðja og fer aftur á fullt eftir 13 eða 14 daga frí,“ segir Galtier. Franskir miðlar greina frá því að Messi sé nálægt samkomulagi við félagið um að framlengja samning sinn en núverandi samningur rennur út eftir rúma sex mánuði. Líklegt er að gengið verði frá samningum við endurkomu hans til Parísar.
Franski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira