„Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2022 20:01 Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir engin hverfi tekin fram yfir önnur þegar kemur að snjómokstri. Vísir/Steingrímur Búist er við að það verði búið að moka flestar götur og stíga í Reykjavík fyrir gamlárskvöld. Svo framarlega sem það snjóar ekki meira og það þarf að byrja á mokstri upp á nýtt. Það hefur verið lítið um jólafrí hjá snjómokstursfólki borgarinnar. Það hefur verið nóg að gera hjá borginni síðustu daga við að ryðja götur, salta og sanda. „Ég er búin að vera í snjómokstursverkefni undanfarna daga. Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt til að geta verið reiðubúnir með helstu leiðir,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Hann segir að það taki um fjóra til sex daga að ryðja allar götur. Ef það byrji hins vegar að snjóa á þeim tíma þurfi að byrja upp á nýtt. „Þá þurfum við kannski að fara tvisvar á einhverjar götur og þá getur forgangur á neðri röð eins og húsagötur aðeins tafist,“ segir hann Hjalti segir rangt að frekar sé byrjað á hverfum miðsvæðis en efri byggðum borgarinnar. „Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri. Ef við fáum fréttir af því gegnum eftirlitsfólk að það séu erfiðar aðstæður einhvers staðar eins og í efri byggðum, eins og í Úlfarsárdal, Grafarvogi eða Breiðholti þá reynum við að leggja meiri áherslu á að fara þangað. Í stað þess að vera með tæki þar sem kannski minni erfiðleikar eru,“ segir Hjalti. Hjalti segir að vetrarfærð og kuldatíð hafi aðeins sett hans eigin dagskrá úr skorðum. „Jólafríið er nú búið að vera eitthvað takmarkað þetta árið, en en svona er þetta, þetta er bara starfið,“ segir hann. Bláar og grænar tunnur tæmdar fyrir árslok Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri Sorphirðu borgarinnar vonar að það takist að klára að tæma bláar og grænar tunnur í vikunni.Vísir/Steingrímur Sorphirða borgarinnar tók líka daginn snemma en starfsfólk tekur grænar og bláar tunnur í þessari viku. Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri vonar að það takist að klára fyrir gamlárskvöld. „Við klárum restina af Grafarvogi og Vesturbæinn í þessari viku en það verður knappt því færðin seinkar aðeins störfum okkar. Þá biðjum við fólk að moka frá tunnum, en ef við komumst ekki að þeim þá er ruslið ekki tekið í það skiptið. Það er þó sem betur fer sjaldgæft,“ segir Ingimundur. Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá borginni síðustu daga við að ryðja götur, salta og sanda. „Ég er búin að vera í snjómokstursverkefni undanfarna daga. Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt til að geta verið reiðubúnir með helstu leiðir,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Hann segir að það taki um fjóra til sex daga að ryðja allar götur. Ef það byrji hins vegar að snjóa á þeim tíma þurfi að byrja upp á nýtt. „Þá þurfum við kannski að fara tvisvar á einhverjar götur og þá getur forgangur á neðri röð eins og húsagötur aðeins tafist,“ segir hann Hjalti segir rangt að frekar sé byrjað á hverfum miðsvæðis en efri byggðum borgarinnar. „Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri. Ef við fáum fréttir af því gegnum eftirlitsfólk að það séu erfiðar aðstæður einhvers staðar eins og í efri byggðum, eins og í Úlfarsárdal, Grafarvogi eða Breiðholti þá reynum við að leggja meiri áherslu á að fara þangað. Í stað þess að vera með tæki þar sem kannski minni erfiðleikar eru,“ segir Hjalti. Hjalti segir að vetrarfærð og kuldatíð hafi aðeins sett hans eigin dagskrá úr skorðum. „Jólafríið er nú búið að vera eitthvað takmarkað þetta árið, en en svona er þetta, þetta er bara starfið,“ segir hann. Bláar og grænar tunnur tæmdar fyrir árslok Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri Sorphirðu borgarinnar vonar að það takist að klára að tæma bláar og grænar tunnur í vikunni.Vísir/Steingrímur Sorphirða borgarinnar tók líka daginn snemma en starfsfólk tekur grænar og bláar tunnur í þessari viku. Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri vonar að það takist að klára fyrir gamlárskvöld. „Við klárum restina af Grafarvogi og Vesturbæinn í þessari viku en það verður knappt því færðin seinkar aðeins störfum okkar. Þá biðjum við fólk að moka frá tunnum, en ef við komumst ekki að þeim þá er ruslið ekki tekið í það skiptið. Það er þó sem betur fer sjaldgæft,“ segir Ingimundur.
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01