„Einhverjir áratugir síðan það hefur komið svona mikill snjór“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2022 22:26 Snjóflóð féll í Reynisfjalli skammt frá Vík í Mýrdal og hafa hús verið rýmd í Mýrdal vegna snjóflóðahættu. Aðsend Samgöngur hafa raskast í dag vegna ófærðar en loka þurfti hluta hringvegarins um tíma. Búist er við að lægðin gangi niður í kvöld. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir íbúa þar ekki hafa séð annað eins í áratugi. Frá því í gærkvöldi hefur lægð gengið yfir landið og hefur mikil snjókoma fylgt. Þjóðveginum var lokað í þó nokkur tíma á milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs. Lokanir síðustu daga og þung færð farnar að hafa áhrif á íbúa í Mýrdalshreppi. „Í Víkinni er það sérstaklega mikið fannfergi og alls ekki fólksbílafært innanbæjar,“ segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Fannfergi hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk í vanda. Búist er við að lægðin gangi niður í kvöld. Kuldi er þó áfram í kortunum og gular viðvaranir á morgun. Einar segir ítrekaðar vegalokanir mjög íþyngjandi fyrir íbúa á svæðinu. Samfélagið geti hæglega orðið af tugum milljóna króna fyrir hvern dag sem að loka þarf vegum í tapaðri gistingu eða sölu á þjónustu og veitingum. Þess vegna þurfi samgöngur að vera greiðar eins og kostur er. Hann telur að það geti tekið tíma að koma samgöngum á svæðinu í eðlilegt horf. „Það eru einhverjir áratugir síðan það hefur komið svona mikill snjór í Vík þannig að við verðum einhvern smátíma að því.“ Mikið hefur mætt á björgunarsveitum en á jóladag festi rútubílstjóri meðal annars rútu sína í tvígang í Mýrdalshrepp eftir að hafa ekki virt lokanir „Það er auðvitað mikil mildi raunverulega að það hafi ekki orðið slys á fólki þegar óvanir ferðamenn, sem að eðlilega, eru áfjáðir að geta haldið ferðinni sinni áfram ana út jafnvel fótgangandi í blindbyl.“ Þeir sem koma að ferðaþjónustu segja mikilvægt að tryggja góða upplýsingagjöf til ferðamanna sér í lagi yfir vetrartímann. Ferðaþjónustuaðilar hafi staðið sig nokkuð vel en sumir séu á eigin vegum og misvel gangi að ná til fólks. Skoða þurfi hvort hægt sé að gera betur. „Við þurfum að uppfæra okkar viðbrögð og undirbúning. Samskiptin á milli viðbragðsaðila og þeirra sem eru að vinna í bransanum. Hvort hægt er að gefa upplýsingar til dæmis um lokanir og annað með einhvers konar betri fyrirvara eða fyrirsjáanleika um það hvenær verði opið eða opnað aftur og svo framvegis. Þetta er allt eitthvað sem við þurfum bara að hafa í sífelldri vinnslu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Veður Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Rýmingu í Mýrdal aflétt Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. 27. desember 2022 15:20 Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt. 26. desember 2022 21:28 Víðtækar lokanir á Suðurlandi Enn er víða ófært vegna veðurs. Þjóðvegurinn er lokaður frá Markarfljóti alveg að Kirkjubæjarklaustri. Suðaustan stormur geisar á Suðausturlandi. 26. desember 2022 10:20 Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. 25. desember 2022 14:45 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Frá því í gærkvöldi hefur lægð gengið yfir landið og hefur mikil snjókoma fylgt. Þjóðveginum var lokað í þó nokkur tíma á milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs. Lokanir síðustu daga og þung færð farnar að hafa áhrif á íbúa í Mýrdalshreppi. „Í Víkinni er það sérstaklega mikið fannfergi og alls ekki fólksbílafært innanbæjar,“ segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Fannfergi hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk í vanda. Búist er við að lægðin gangi niður í kvöld. Kuldi er þó áfram í kortunum og gular viðvaranir á morgun. Einar segir ítrekaðar vegalokanir mjög íþyngjandi fyrir íbúa á svæðinu. Samfélagið geti hæglega orðið af tugum milljóna króna fyrir hvern dag sem að loka þarf vegum í tapaðri gistingu eða sölu á þjónustu og veitingum. Þess vegna þurfi samgöngur að vera greiðar eins og kostur er. Hann telur að það geti tekið tíma að koma samgöngum á svæðinu í eðlilegt horf. „Það eru einhverjir áratugir síðan það hefur komið svona mikill snjór í Vík þannig að við verðum einhvern smátíma að því.“ Mikið hefur mætt á björgunarsveitum en á jóladag festi rútubílstjóri meðal annars rútu sína í tvígang í Mýrdalshrepp eftir að hafa ekki virt lokanir „Það er auðvitað mikil mildi raunverulega að það hafi ekki orðið slys á fólki þegar óvanir ferðamenn, sem að eðlilega, eru áfjáðir að geta haldið ferðinni sinni áfram ana út jafnvel fótgangandi í blindbyl.“ Þeir sem koma að ferðaþjónustu segja mikilvægt að tryggja góða upplýsingagjöf til ferðamanna sér í lagi yfir vetrartímann. Ferðaþjónustuaðilar hafi staðið sig nokkuð vel en sumir séu á eigin vegum og misvel gangi að ná til fólks. Skoða þurfi hvort hægt sé að gera betur. „Við þurfum að uppfæra okkar viðbrögð og undirbúning. Samskiptin á milli viðbragðsaðila og þeirra sem eru að vinna í bransanum. Hvort hægt er að gefa upplýsingar til dæmis um lokanir og annað með einhvers konar betri fyrirvara eða fyrirsjáanleika um það hvenær verði opið eða opnað aftur og svo framvegis. Þetta er allt eitthvað sem við þurfum bara að hafa í sífelldri vinnslu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Veður Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Rýmingu í Mýrdal aflétt Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. 27. desember 2022 15:20 Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt. 26. desember 2022 21:28 Víðtækar lokanir á Suðurlandi Enn er víða ófært vegna veðurs. Þjóðvegurinn er lokaður frá Markarfljóti alveg að Kirkjubæjarklaustri. Suðaustan stormur geisar á Suðausturlandi. 26. desember 2022 10:20 Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. 25. desember 2022 14:45 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Rýmingu í Mýrdal aflétt Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. 27. desember 2022 15:20
Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt. 26. desember 2022 21:28
Víðtækar lokanir á Suðurlandi Enn er víða ófært vegna veðurs. Þjóðvegurinn er lokaður frá Markarfljóti alveg að Kirkjubæjarklaustri. Suðaustan stormur geisar á Suðausturlandi. 26. desember 2022 10:20
Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. 25. desember 2022 14:45
Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45