Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. desember 2022 11:51 Framgangi íranskra stjórnvalda hefur verið mótmælt víða um heim. Hér má sjá hvatningu til breskra stjórnvalda frá 21. desember síðastliðnum. Getty/Anadolu Agency Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum í Íran sem hófust eftir að 22 ára kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Konan hét Mahsa Jina Amini og var sökuð um að bera höfuðklút sinn ekki á viðeigandi máta og var handtekin í kjölfarið. Mótmæli vegna andláts hennar hafa staðið yfir síðan um miðjan september. Tveir hafa nú þegar verið teknir af lífi fyrir að taka þátt í mótmælunum. Aukin harka virtist færast yfir þegar greint var frá því að mikill meirihluti íranska þingsins hefði skrifað undir opið bréf sem hvatti dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku. Fram kom að 227 af 290 þingmönnum hafi undirritað bréfið. Nú greina mannréttindasamtökin „Iran Human Rights“, sem staðsett eru í Osló í Noregi að í það minnsta hundrað manns sem handteknir hafi verið í tengslum við mótmælin eigi nú yfir höfði sér ákærur sem geti haft dauðadóm í för með sér. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Þá hafi að minnsta kosti ellefu úr þessum hundrað manna hópi þegar verið dæmd til dauða. Þau sem eigi dauðadóm yfir höfði sér hafi lítinn möguleika á aðstoð og ekki greiðan aðgang að lögfræðiþjónustu. Þá séu dauðadómarnir notaðir til þess að hræða mótmælendur og fæla þá frá því að taka þátt. Greint er frá því að karlmennirnir tveir sem hafi þegar verið teknir af lífi vegna mótmælanna hafi báðir verið 23 ára gamlir. Mannréttindasamtökin segja nú 476 mótmælendur hafa látið lífið í átökunum en í nóvember greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að að minnsta kosti 14 þúsund manns hafi verið handtekin vegna mótmælanna síðan þau hófust. Mótmælaalda í Íran Íran Tengdar fréttir Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. 12. desember 2022 08:06 Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum í Íran sem hófust eftir að 22 ára kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Konan hét Mahsa Jina Amini og var sökuð um að bera höfuðklút sinn ekki á viðeigandi máta og var handtekin í kjölfarið. Mótmæli vegna andláts hennar hafa staðið yfir síðan um miðjan september. Tveir hafa nú þegar verið teknir af lífi fyrir að taka þátt í mótmælunum. Aukin harka virtist færast yfir þegar greint var frá því að mikill meirihluti íranska þingsins hefði skrifað undir opið bréf sem hvatti dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku. Fram kom að 227 af 290 þingmönnum hafi undirritað bréfið. Nú greina mannréttindasamtökin „Iran Human Rights“, sem staðsett eru í Osló í Noregi að í það minnsta hundrað manns sem handteknir hafi verið í tengslum við mótmælin eigi nú yfir höfði sér ákærur sem geti haft dauðadóm í för með sér. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Þá hafi að minnsta kosti ellefu úr þessum hundrað manna hópi þegar verið dæmd til dauða. Þau sem eigi dauðadóm yfir höfði sér hafi lítinn möguleika á aðstoð og ekki greiðan aðgang að lögfræðiþjónustu. Þá séu dauðadómarnir notaðir til þess að hræða mótmælendur og fæla þá frá því að taka þátt. Greint er frá því að karlmennirnir tveir sem hafi þegar verið teknir af lífi vegna mótmælanna hafi báðir verið 23 ára gamlir. Mannréttindasamtökin segja nú 476 mótmælendur hafa látið lífið í átökunum en í nóvember greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að að minnsta kosti 14 þúsund manns hafi verið handtekin vegna mótmælanna síðan þau hófust.
Mótmælaalda í Íran Íran Tengdar fréttir Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. 12. desember 2022 08:06 Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. 12. desember 2022 08:06
Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39
Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24