Sigrar og sorg í sportinu á árinu Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2022 10:00 Það skiptist á skin og skúrum í sportinu líkt og á öðrum sviðum. Vísir/Samsett Stórir sigrar, sorg og spilling er á meðal þess sem bregður fyrir í mest lesnu fréttum íþróttavefs Vísis á árinu. Árið 2022 er að renna á enda og því er við hæfi að rifja upp hvað hefur staðið upp úr á árinu sem fer senn að líða. Hér að neðan má sjá vinsælustu íþróttafréttir Vísis á árinu. Barátta Brynjars og brjálaðs föður Hörð viðbrögð föður leikmanns í 1. deild kvenna við þjálfara liðs leikmannsins vakti töluverða athygli. Óvænt hetja Svía á EM Hanna Edwinsson græjaði það að kærasti hennar Lucas Pellas kæmist á EM með því að ferðast næturlangt með vegabréfið hans. Infantino og vinskapur við Katara Vakin var athygli á spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins í aðdraganda HM í Katar. Aðdragandi mótsins í Katar var rakinn frá árinu 2010 í annarri grein sem var á meðal þeirra vinsælli á vefnum í ár. Andlát Maríu Guðmundsdóttur Toney Fréttir tengdar Maríu Guðmundsdóttur Toney vöktu athygli á árinu. Hún greindi frá óútskýrðum veikindum sínum í bloggfærslu í byrjun árs. Hún hafði þá farið á sjúkrahús um jólin síðustu María lést af veikindum sínum í haust, 29 ára gömul. Björn hættur vegna veikinda og fær nýra frá móður sinni Björn Kristjánsson, leikmaður KR í körfubolta, neyddist til að leggja skóna á hilluna sökum veikinda. Móðir hans gefur honum nýra. Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Það vakti athygli í upphafi árs þegar kvennalið Þróttar í fótbolta fékk engin verðlaun afhent sem Reykjavíkurmeistarar. Titrarar í skákinni Meint nýting skákmanna á titrurum til að svindla í keppni fór framhjá fáum. Ótrúlegt afrek Strákanna okkar Stórsigur vængbrotins liðs Íslands á Frökkum á EM í janúar fór hátt, enda um fáheyrt afrek að ræða. Íslendingar vildu drekka í sig sigurinn á Frökkum þar sem fjölmargir lykilmenn voru fjarverandi vegna Covid-smita. „Þetta var ekkert dónalegt“ Uppsögn Árna Eggerts Harðarsonar frá Haukum og KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða á leikmenn vakti mikla athygli. Danskir drullusokkar Þegar bölvaðir Danirnir spiluðu varaliðinu gegn Frökkum svo Ísland náði ekki í undanúrslit á EM. Gunnar Nelson í stuði Gunnar Nelson sneri aftur í hringinn snemma árs og gerði það með stæl. Sleikur við þjálfarann og miðfingur á sambandið Ítalska skautakonan Arianna Fontana vann Ólympíugull sem hún fagnaði með rembingskossi og almennum rembingi við ítalska skautasambandið. Alvarleg höfuðmeiðsl í NFL Alvarleg meiðsli Tua Tagovailoa, sem fékk heilahristing tvisvar á innan við viku, vöktu töluverða athygli. „Þið tókuð af okkur HM“ HM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fór endanlega með tapi í Portúgal í október. Dómarar leiksins fengu kaldar kveðjur. Kættust yfir Karabatic Íslensingar kættust yfir vonbrigðum Nikola Karabatic sem hefur leikið íslenska liðið grátt í gegnum tíðina. Messi í skikkjunni Þriðja HM-fréttin á listanum. Sú skikkja. Ísland kvaddi EM Íslenska kvennalandsliðið kvaddi Evrópumótið vonsvikið í sumar. Óli Stef stoltur af syninum Ólafur Stefánsson lýsti yfir stolti sínu af framgangi sonar hans á handboltavellinum í viðtali við Stöð 2. Stjarnan sem valdi Kína fram yfir Bandaríkin Verðlaunaskíðakonan og fyrirsætan Eileen Gu þénar vel á sínu en er óvinsæl í heimalandinu. Efnilegur drengur fær ekki að spila Umræða um Tryggva Garðar Jónsson, leikmann karlaliðs Vals í handbolta, í hlaðvarpinu Handkastinu vakti afar mikla athygli. Barist við matarfíkn Lára Kristín Pedersen varð Íslandsmeistari með Val í sumar en hún vakti athygli þegar hún opnaði sig um baráttu sína við matarfíkn. Fréttir ársins 2022 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira
Árið 2022 er að renna á enda og því er við hæfi að rifja upp hvað hefur staðið upp úr á árinu sem fer senn að líða. Hér að neðan má sjá vinsælustu íþróttafréttir Vísis á árinu. Barátta Brynjars og brjálaðs föður Hörð viðbrögð föður leikmanns í 1. deild kvenna við þjálfara liðs leikmannsins vakti töluverða athygli. Óvænt hetja Svía á EM Hanna Edwinsson græjaði það að kærasti hennar Lucas Pellas kæmist á EM með því að ferðast næturlangt með vegabréfið hans. Infantino og vinskapur við Katara Vakin var athygli á spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins í aðdraganda HM í Katar. Aðdragandi mótsins í Katar var rakinn frá árinu 2010 í annarri grein sem var á meðal þeirra vinsælli á vefnum í ár. Andlát Maríu Guðmundsdóttur Toney Fréttir tengdar Maríu Guðmundsdóttur Toney vöktu athygli á árinu. Hún greindi frá óútskýrðum veikindum sínum í bloggfærslu í byrjun árs. Hún hafði þá farið á sjúkrahús um jólin síðustu María lést af veikindum sínum í haust, 29 ára gömul. Björn hættur vegna veikinda og fær nýra frá móður sinni Björn Kristjánsson, leikmaður KR í körfubolta, neyddist til að leggja skóna á hilluna sökum veikinda. Móðir hans gefur honum nýra. Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Það vakti athygli í upphafi árs þegar kvennalið Þróttar í fótbolta fékk engin verðlaun afhent sem Reykjavíkurmeistarar. Titrarar í skákinni Meint nýting skákmanna á titrurum til að svindla í keppni fór framhjá fáum. Ótrúlegt afrek Strákanna okkar Stórsigur vængbrotins liðs Íslands á Frökkum á EM í janúar fór hátt, enda um fáheyrt afrek að ræða. Íslendingar vildu drekka í sig sigurinn á Frökkum þar sem fjölmargir lykilmenn voru fjarverandi vegna Covid-smita. „Þetta var ekkert dónalegt“ Uppsögn Árna Eggerts Harðarsonar frá Haukum og KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða á leikmenn vakti mikla athygli. Danskir drullusokkar Þegar bölvaðir Danirnir spiluðu varaliðinu gegn Frökkum svo Ísland náði ekki í undanúrslit á EM. Gunnar Nelson í stuði Gunnar Nelson sneri aftur í hringinn snemma árs og gerði það með stæl. Sleikur við þjálfarann og miðfingur á sambandið Ítalska skautakonan Arianna Fontana vann Ólympíugull sem hún fagnaði með rembingskossi og almennum rembingi við ítalska skautasambandið. Alvarleg höfuðmeiðsl í NFL Alvarleg meiðsli Tua Tagovailoa, sem fékk heilahristing tvisvar á innan við viku, vöktu töluverða athygli. „Þið tókuð af okkur HM“ HM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fór endanlega með tapi í Portúgal í október. Dómarar leiksins fengu kaldar kveðjur. Kættust yfir Karabatic Íslensingar kættust yfir vonbrigðum Nikola Karabatic sem hefur leikið íslenska liðið grátt í gegnum tíðina. Messi í skikkjunni Þriðja HM-fréttin á listanum. Sú skikkja. Ísland kvaddi EM Íslenska kvennalandsliðið kvaddi Evrópumótið vonsvikið í sumar. Óli Stef stoltur af syninum Ólafur Stefánsson lýsti yfir stolti sínu af framgangi sonar hans á handboltavellinum í viðtali við Stöð 2. Stjarnan sem valdi Kína fram yfir Bandaríkin Verðlaunaskíðakonan og fyrirsætan Eileen Gu þénar vel á sínu en er óvinsæl í heimalandinu. Efnilegur drengur fær ekki að spila Umræða um Tryggva Garðar Jónsson, leikmann karlaliðs Vals í handbolta, í hlaðvarpinu Handkastinu vakti afar mikla athygli. Barist við matarfíkn Lára Kristín Pedersen varð Íslandsmeistari með Val í sumar en hún vakti athygli þegar hún opnaði sig um baráttu sína við matarfíkn.
Fréttir ársins 2022 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira