„Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“ Ólafur Björn Sverrisson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 28. desember 2022 18:58 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir umbjóðanda sinn engar pólitískar skoðanir hafa. Vísir/Egill Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Þetta er sambland af sýndarmennsku og særðu stolti,“ segir Sveinn Andri sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það liggur fyrir, og er margúrskurðað, að mennirnir eru algjörlega hættulausir, bæði sjálfum sér og öðrum. Á þeim grundvelli hafa þeir verið látnir lausir og almannahagsmunir ekki taldir til staðar til þess að þeir sæti gæslu.“ Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar hér á landi er nú það sama og í Noregi og Svíþjóð. Ekki var talin ástæða til að greina almenningi strax frá hækkuðu viðbúnaðarstigi. Í því að færa viðbúnaðarstig úr A í B felst aukinn viðbúnaður vegna vísbendinga um að öryggisógn sé til staðar. Sveinn segir lögreglu hafa þurft að rökstyðja það með viðhlítandi hætti, hvers vegna ákvörðun um hækkun viðbúnaðarstigs var tekin. Það hafi embættið hins vegar ekki gert. „Þessir drengir hafa verið í faðmi fjölskyldunnar undanfarna daga, opnað pakka og stangað hangikjöt úr tönnunum. Eina sem svona tilkynning gerir er að valda ótta og kvíða hjá fólki sem er þegar með einhverja kvíðaröskun. Aðrir kippa sér ekki upp við þetta og flestir hjá almenningi sjá í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn var einnig spurður út í þessi ummæli Sveins Andra. „Ég hvet menn bara til að skoða öll þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol, sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu. Ég kýs að fara ekki í neinar málalengingar út frá því, mér finnst það mjög ófaglegt,“ segir Karl Steinar Valsson. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
„Þetta er sambland af sýndarmennsku og særðu stolti,“ segir Sveinn Andri sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það liggur fyrir, og er margúrskurðað, að mennirnir eru algjörlega hættulausir, bæði sjálfum sér og öðrum. Á þeim grundvelli hafa þeir verið látnir lausir og almannahagsmunir ekki taldir til staðar til þess að þeir sæti gæslu.“ Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar hér á landi er nú það sama og í Noregi og Svíþjóð. Ekki var talin ástæða til að greina almenningi strax frá hækkuðu viðbúnaðarstigi. Í því að færa viðbúnaðarstig úr A í B felst aukinn viðbúnaður vegna vísbendinga um að öryggisógn sé til staðar. Sveinn segir lögreglu hafa þurft að rökstyðja það með viðhlítandi hætti, hvers vegna ákvörðun um hækkun viðbúnaðarstigs var tekin. Það hafi embættið hins vegar ekki gert. „Þessir drengir hafa verið í faðmi fjölskyldunnar undanfarna daga, opnað pakka og stangað hangikjöt úr tönnunum. Eina sem svona tilkynning gerir er að valda ótta og kvíða hjá fólki sem er þegar með einhverja kvíðaröskun. Aðrir kippa sér ekki upp við þetta og flestir hjá almenningi sjá í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn var einnig spurður út í þessi ummæli Sveins Andra. „Ég hvet menn bara til að skoða öll þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol, sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu. Ég kýs að fara ekki í neinar málalengingar út frá því, mér finnst það mjög ófaglegt,“ segir Karl Steinar Valsson.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06
Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57